Það verður Haas-ar í Formúlu 1!

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Nýtt ár, nýr bíll, nýtt keppnistímabil. Þetta er bara spennandi! Haas-liðið undir stjórn míns uppáhalds orðljóta karls, liðsstjórans Guenthers Steiner, skaut öllum öðrum keppnisliðunum ref fyrir rass og var fyrst allra til að kynna nýjan keppnisbíl.

Húmorinn á sínum stað og orðaforðinn sömuleiðis hjá hliðarsjálfi Steiners, samkvæmt mér fróðari mönnum, en þetta hliðarsjálf er býsna hnyttið. Enda þýðir útlenska orðið „banter“ (@BanterSteiner) að „gantast“ eða einfaldlega „fíflalæti“.

Bíllinn, VF-22 lítur, vel út og vonum bara að hann verði ekki tilefni fúkyrðaflaums frá meistara Steiner.

Simone Resta ásamt þeim Ayao Komatsu og Guenther Steiner (honum sjálfum en ekki hliðarsjálfinu Banter sem á heima á Twitter). Mynd/Haas

Tæknistjóri liðsins Simone Resta útskýrir í allmörgum orðum tæknilegar áskoranir sem þurti að mæta við  smíði bílsins og lesa má hér  en ljóst er að nýr bíll var heldur betur það sem þetta lið þurfti á að halda því sá gamli var ekki alveg málið – enda ekkert sniðugt að keppa í Formúlu 1 á tækjum sem helst eiga heima á Þjóðminjasafninu.

Mynd/Twitter@HaasF1Team

Hvað um það! Áður en hér skrifast einhver dómsdagsþvæla er rétt að líta á myndir (tölvugerðar en myndir engu að síður) af bílnum,

Mynd/Twitter@HaasF1Team
Mynd/Twitter@HaasF1Team
Hér er gamli tertuspaðinn, bara svona til samanburðar. Mynd/Twitter@HaasF1Team

Svo gætu margir haft áhuga á speki spekinganna hjá The Race sem áðan birtu myndband undir yfirskriftinni: Hvað frumsýning Haas segir okkur um keppnisbílana 2022.

Tengdar greinar: 

Ungur Schumacher leynir á sér

Aston Martin-liðið á fleygiferð
Keppnin er líka utan brautarinnar

?
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar