Það er dálítið sport að vera fyrsta Formúluliðið sem afhjúpar bíl komandi keppnistímabils. Já, það er í raun svolítil keppni þó að ekki sé veittur neinn bikar eða derhúfa í verðlaun.

Það eru ekki mjög margir dagar síðan greint var frá því að Aston Martin-liðið í Formúlu 1 ætlaði sér að verða fyrst keppnisliða til að kynna nýjan bíl. Þeim tókst að verða fyrst keppnisliða að kynna að það ætlaði að kynna nýjan bíl en nú hefur Mercedes skotið þeim ref fyrir rass.

Og enn gæti eitthvert annað lið orðið fyrst til, ef fleiri vilja vera „memm“ í þessari æsispennandi keppni liðanna utan brautar.

Þann 22. febrúar næstkomandi (22.02.22) verður bíll Aston Martin, AMR22, afhjúpaður í beinu vefstreymi en þann 18. febrúar mun Mercedes tosa lakið af sínum bíl. Mercedes-AMG F1 W13 E Performance ætlar sá að heita, eða bara W13.

Þetta verður gert í Silverstone og að sjálfsögðu í beinu vefstreymi. Fá blaðamenn tækifæri til að spyrja spurninga en hvernig því verður háttað á eftir að koma í ljós.

Kannski maður ætti að leggja hausinn í bleyti og svo í hveiti ef færi gefst á að koma spurningum að. Kemur í ljós!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Sett inn
18/1/2022
í flokknum:
Mótorsport

Fleiri fréttir úr flokknum:

Mótorsport

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.