Sunnudagur, 11. maí, 2025 @ 16:16
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

„Það er bara karbaratorinn”

Malín Brand Höf: Malín Brand
13/06/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 5 mín.
275 12
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Í byrjun apríl fyrir tæplega sextíu árum fór skröltandi grár Ferguson traktor um götur Reykjavíkur. Hvort traktorinn eða kerran sem hann dró, vakti meiri athygli borgarbúa sem spókuðu sig í blíðunni þennan sunnudaginn, er ekki gott að segja en hvort tveggja vakti athygli.

Kerran var skreytt fánum og á hana var letrað „lengsti miði landsins“. Í kerrunni voru ungir skátar, þeirra á meðal Friðrik nokkur Sophusson. Var sá með stórt gjallarhorn og af og til hóf hann upp raust sína og hvatti „góða Reykvíkinga” til að kaupa „lengsta happdrættismiða landsins”.

Tiktúrur í traktornum

Morgunblaðið birti dálitla umfjöllun um þetta uppátæki skátanna en sem fyrr segir vakti traktorstúrinn um bæinn á sunnudegi nokkra athygli. Það fór síður en svo lítið fyrir hersingunni en til þess var leikurinn jú gerður. Athygli fólks var vakin á happdrætti skátanna og „lengsta miða landsins“.  

Það fór víst nokkuð fyrir ungu skátunum sem seldu happdrættismiðana. Leikurinn var nú líka gerður til þess að vekja athygli fólks. Myndin fylgdi greininni sem birtist í Morgunblaðinu 7. apríl 1965.

Blaðamaður greip tækifærið þegar traktorinn staðnæmdist við umferðarljós og náði hann þá tali af unga manninum með gjallarhornið. Það var Friðrik Sophusson.

„Það kom á daginn að þau höfðu lent í ýmsum hrakningum á leið sinni um borgina, því að ,„Gamli Gráni”, eins og þau nefndu dráttarvélina, hafði sprengt af sér annað framdekkið inni í Sogamýri. En málinu var þó fljótt bjargað, sagði Friðrik. Við héldum í einum grænum suður í Fossvog til Geirs í Eskihlíð og hann var svo greiðvikinn að kippa hjóli undan einni dráttarvéla sinna og lána okkur,“ var haft eftir fyrirliðanum.

Þess má til gamans geta að Geir (Geir Gunnar Gunnlaugsson 1902-1995) í Eskihlíð reisti síðar býlið Lund við Nýbýlaveginn í Kópavogi og byggði þar upp mikinn búskap. Nú standa þar blokkir en man undirrituð vel eftir Geir gamla og „sveitinni“ hans rétt fyrir neðan Toyotaumboðið.

Friðrik Sophusson með gjallarhornið við heyvagninn. Heyvagninn var festur aftan í gamlan Ferguson sem ungu skátarnir notuðu við sölu happdrættismiðanna. Myndin er úr greininni sem hér er stuðst við.  

Allur gangur fjaraði úr traktornum

Friðrik hélt frásögninni áfram og sagði: „En ekki var öll nótt úti enn […] því að stuttu síðar tók Gráni aðra sótt og fékk hóstakviðu svo mikla, að um síðir fjaraði allur gangur úr honum. Við brugðum skjótt við eins og fyrri daginn, enda kjörorð okkar skáta „Ávallt viðbúnir”; við bönkuðum utan vélarhúsið, könnuðum benzínforðann, sem reyndist þó nægur og reyndum með öllum ráðum að grafast fyrir um orsakir þessa skyndilega sjúkdóms.“

Ekkert gekk og var útlitið á þessum tímapunkti hreint ekki gott. Þá barst hjálp úr óvæntri átt:

„Þegar við svo um síðir vorum orðnir alveg ráðþrota, dettur þá ekki niður úr skýjunum fimm ára snáði, sem segir við okkur: „Það er bara karbaratorinn”. Sá stutti sagðist hafa verið í sveitinni hjá frænda sínum og hafði þessi læknisráð frá honum. Voru nú hendur látnar standa fram úr ermum og blöndungurinn hreinsaður með þeim árangri, að líf færðist aftur í Grána,“ sagði Friðrik sem virðist hafa verið býsna skrafhreifinn og lék á alls oddi í viðtalinu.

Volkswagen á eftir skátunum

Því næst greindi Friðrik frá því að Volkswagenbifreið hafi veitt heykerrunni eftirför:

„Við botnuðum ekkert í því, að sami bíllinn var búinn að aka á eftir okkur í langan tíma. Þegar okkur tókst ekki einu sinni að hrista hann af okkur með því að fara krókaleiðir, fór okkur ekki að verða um sel. Ekki tókst okkur heldur að hrista bílinn af okkur með því að „gefa í”, því að Grána greyinu var farið að daprast töltið, þegar á leið ferðalagið. Að lokum námum við staðar. Þá stóð ekill Volkswagenbifreiðarinnar úr farartæki sínu, gekk til okkar og spurði: „Eru til miðar?” Við héldum það nú!“

Braggana burt

Ekki kom fram hve langur happdrættismiðinn var né heldur hve mikið hver miði kostaði. Aðalatriðið kom þó fram í lok greinarinnar sem birtist í blaðinu í apríl 1965 en þá var Friðrik spurður hvernig skátarnir hygðust verja því fé, sem happdrættið gæfi „í aðra hönd“ eins og það var orðað. Svarið var nokkuð langt en of skemmtilegt til að stytta það. Hér er svar hins unga Friðriks Sophussonar:

„Ja, hver vill ekki stuðla að fegurð borgarinnar með því að losna við braggana við Snorrabrautina, sem skátar hafa fyrir félagsheimili? Það er fyrir löngu tími til kominn að skátar eignist sómasamlegt þak yfir höfuðið fyrir starfsemi sina. Skálinn hefur einnig í langan tíma verið ákaflega vinsæll aðsetursstaður nagdýra sem þangað hafa leitað og hrellt litlar skátastúlkur og etið af veizluborðum, en þess eru dæmi. […] Við höfum þegar eignazt lóð, sem skátaheimilið stendur nú á. Reykjavíkurborg gaf okkur hana á 50 ára afmæli hreyfingarinnar 1962. Skátahreyfingin nýtur ekki opinberra styrkja nema að mjög takmörkuðu leyti og þess vegna verðum við sjálf að afla fjár eftir þeim leiðum, sem við teljum hagkvæmastar.“

Svo mörg voru þau orð!

Fleira íslenskt og bílatengt frá svipuðum tíma: 

Ljótt af blaðamanni að nota orðið bíldrusla

Skroppið á rúntinn ´64

„Kjarval var svolítið skrýtinn“

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Átt þú mótorhjól? Getur þú þetta?

Næsta grein

Óþolandi nýjungar í bílum 2022

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2025
0

En umræðurnar halda áfram..... Ein umdeildasta umræða í bílaheiminum er um skilgreininguna á SUV („Sport Utility Vehicle”) sem við hér...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Óþolandi nýjungar í bílum 2022

Óþolandi nýjungar í bílum 2022

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

11/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.