Sultuslakur lögreglumaður ekur utan í bíl byssumanns

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Hvernig ætli lögreglumanni líði þegar sturlaður byssumaður „plaffar“ á hann? Miðað við þennan náunga í lögreglunni í Oklahoma virðist þetta nú ekki neitt til að kippa sér upp við. Hann er hér á hraðbrautinni að elta byssumann og ekur utan í bílinn hjá glæponinum sem lætur skotum rigna á löggubílinn.

Lögreglan deilir myndbandinu í þeim tilgangi „að fræða almenning um störf lögreglunnar“. Gott og vel. En þessi náungi er fáránlega yfirvegaður. Svo ekki sé meira sagt.

Önnur „lögreglumál“: 

Slepptu vodkaflöskunni!

Ökumaður á Prius í lögguhasar

Misvondar afsakanir og hraðasektir

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar