Mánudagur, 19. maí, 2025 @ 18:38
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Sjaldgæfur 1974 AMC Matador Coupe

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
21/07/2023
Flokkar: Fornbílar
Lestími: 8 mín.
375 19
0
189
DEILINGAR
1.7k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Ætli þessi bíll sé ekki sérstakur fyrir það hversu fáum mílum honum hefur verið ekið.

Samkvæmt sölulýsingu er verið að tala um 53 kvikindi, já 53 mílur.

Þessi kaggi var frá AMC fyrirtækinu sem oft kom með töluvert sérstaka bíla.

Útlitslega séð er þessi bíll kannski ekki ljótur en seint kannski hægt að segja að hann sé fallegur – eða hvað?

Matadorinn var seldur nýr hjá Blasers Auto Sales í Moline, Illinois á alls 3.535.05 dollara en kvittunin er til ennþá.

Það hefur líklega verið árið 1976 sem faðir minn ætlaði að festa kaupa á svona bíl en ég man eftir að hafa farið á rúntinn með honum.

Sá var hvítur með rauðum harðtoppi ef ég man rétt, en að öðru leyti alveg eins og sá sem um er rætt.

Man alltaf að við ókum upp Háaleitisbrautina og þar var gefið aðeins í. Þegar var komið upp að Miðbæ, verslunarkjarnanum þurfti að sjálfsögðu að fara draga úr ferðinni. Þá var stigið á bremsuna eins og á hann gerði vanalega á Mözdu 929 árgerð 1976 sem hann átti.

Það skipti engum togum að við pollarnir afturí skullum á framsætin með slíkum krafti að menn fóru að skæla.

Á þessum tíma voru fáir með bílbelti og sér í lagi ekki börn í aftursæti.  Þarna kynntumst við aflbremsum í fyrsta skipti. Nú svo var stýrið kallað aflstýri líka – það var svo létt að nánast var hægt að blása á það og bíllinn snérist á punktinum.

Sá brúni á myndunum

Matadorinn er með aflstýri frá verksmiðju, AM útvarp, orginal málningu og hann er á nýjum dekkjum.

Bíllinn er semsagt óekinn og hefur aðeins rúllað út úr verksmiðjunni og verið lagt.

Allt upprunalegt í þessum bíl, drifrás, 232 cid línusexa sem gefur 100 hestöfl og sjálfskiptur.

Að innan er bíllinn einnig eins og nýr, plashlífar á sætum og allt upprunalegt.

En hvernig bíll var Matadorinn

1974 árgerðin af AMC Matador var hluti af annarri kynslóð Matadors framleidd af American Motors Corporation (AMC).

Matador var meðalstór bíll sem var framleiddur frá 1971 til 1978.

Á þessum tíma gekkst hann undir ýmsar hönnunar- og framleiðslubreytingar og 1974 árgerðin kom með nokkrar athyglisverðar uppfærslur.

Sérstakur í laginu

Matador frá 1974 var með áberandi og einstaka hönnun, sem einkenndist af löngu, hallandi boddíi og breiðu, láréttu grilli.

Bíllinn var mjög rúnnaður og ef til vill hægt að lýsa honum þannig að eitthvað þungt hefði hlussast niður á þakið á honum. Hann var með áberandi afturenda og sérstök afturljós.

Matador var fáanlegur í mismunandi útgáfum, þar á meðal tveggja dyra kúpubakur, fjögurra dyra fólksbíll og skutbíll. Hver gerð hafði sinn sjarma og höfða til mismunandi kaupenda.

Línusexa á V8

AMC Matador 1974 var boðinn með ýmsum vélarkostum, allt frá hagkvæmri lítilli vél og upp í ansi stórar V8 vélar.

Vélarvalkostirnir innihéldu línusexur og V8 vélar, á bilinu 3.8 lítra til 5.9 lítra.

Afköst Matador 1974 voru mismunandi eftir því hvaða vél og drifrás var valin. Sumar gerðir lögðu meiri áherslu á eldsneytisnýtingu og þægindi en aðrar lögðu áherslu á afköst og kraft.

Í upphafi 1970 voru öryggsikröfur að verða sífellt harðari í bílaiðnaðinum. AMC Matador frá 1974 kom með ýmsum öryggis úrbætum frá fyrri gerðum, þar á meðal höggdeyfandi stuðara og endurbætt hemlakerfi.

Eins og að sitja í sófasetti

Að innan var Matador rúmgóður og veitti nægt pláss fyrir farþega og farangur. Það fór síðan eftir gerðum hvaða þægindi og lúxus var í boði.

Snemma á áttunda áratugnum keppti AMC Matador í NASCAR kappakstri.

Bíllinn kom verulega á óvart en hann náði bara nokkuð góðum árangri í NASCAR.

Á heildina litið var 1974 AMC Matador bíll síns tíma, með sérstakri hönnun og áherslu á að bjóða upp á góða aksturseiginleika.

Eins og margir bílar frá þessu tímabili endurspeglaði hann breyttar óskir og forgangsröðun neytenda í byrjun áttunda áratugarins.

Í dag er AMC Matador eftirsóttur klassískur bíll hjá söfnurum og bílaáhugamönnum. Og hann vekur sjálfsagt upp tilfinningar hjá einhverjum – allavega mér.

Fyrri grein

Stemningin heldur áfram í kvöldrúnti með Krúser

Næsta grein

Nýr Skoda Kamiq með andlitslyftingu frumsýndur 1. ágúst

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

1971 Buick Riviera Boat Tail

1971 Buick Riviera Boat Tail

Höf: Pétur R. Pétursson
25/02/2025
0

1971 Buick Riviera Boat Tail er einstök og táknræn bandarísk bílahönnun sem kom fram á sjöunda áratugnum. Bíllinn var framleiddur...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Nýr Skoda Kamiq með andlitslyftingu frumsýndur 1. ágúst

Nýr Skoda Kamiq með andlitslyftingu frumsýndur 1. ágúst

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaheimurinn

Þjónustudagur Toyota

16/05/2025
Bílasýningar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

16/05/2025
Bílasýningar

Sumarsýning Heklu fer fram laugardaginn 17. maí, frá kl.12 til 16.

16/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.