Reynsluakstur:
Hyundai Kona
,
árgerð
2019
Umboð:
BL

Rafmögnuð Kona.

Hyundai Kona hefur verið á markaðnum frá því í fyrra og hefur vakið verðskuldaða athygli.  Kona kemur nú í fyrsta sinn í rafmagnaðri útfærslu en hefur verið boðinn í bensín og dísel útgáfu auk þess sem hægt hefur verið að fá bílinn meða aldrifi. Hyundai teflir fram Konu í samkeppninni um litla sportjeppa og frændgarðurinn fer stækkandi.  Nefna má Kia Niro, VW T-Roc og Renault Captur sem ættingja Hyundai Kona en allt eru þetta bílar sem fást í fjölbreyttum útgáfum.

Minnir einna helst á flugtak.

Það fyrsta sem kom upp í hugann er maður steig á inngjöfina var þegar maður situr í þotu og hún er að hefja sig til flugs.  Aflið skilar sér beint til hjólanna og togið virkar strax.  Hrifningin er því ósvikin og brosviprurnar entust alveg í nokkra kílómetra þegar gefið var inn á Reykjanesbrautinni, svo gaman er að aka rafdrifinni Konu.  Vélin í þessum bíl er að skila um 200 hestöflum eða að hámarki 150kw.  Hröðunin er 7.6 sekúndur og uppgefinn hámarkshraði 167 kílómetrar á klukkustund.

Raunhæfur kostur?

Það er engum blöðum um það að fletta að rafdrifnir bílar eru það sem koma skal.  En er þessi tækni alveg tilbúin?  Hyundai Kona er með rafmagnsendingu upp í allt að 482 kílómetrum við bestu aðstæður.  Sú kílómetratala er gefin upp af framleiðanda. Rafhlaðan er 64kw Lithium-ion Polymer.  Í raunveruleikanum er bíllinn þó aldrei að ná að fara þá vegalengd enda tala sem reiknuð er út á rannsóknarstofu.  Samt sem áður er Hyundai Kona með eina mestu drægni af sínum kollegum. Við prófun bílsins naut undirritaður þess að aka honum heilan dag, bæði í langkeyrslu og í bæjarsnatti. Hitastigið var undir fimm gráðum og vægt áætlað er að vegalengdin hafi verið um 300 kílómetrar á reynsluaksturstímanum.  Tvisvar fram og til baka til Keflavíkur og talsverður akstur í umferð á annatíma og þá var 20% af hleðslu eftir á rafhlöðunni.  Hraðhleðsla tekur um 54 mínútur en heimahleðsla í gegnum kapal sem fylgir bílnum tekur tæpar 10 klukkustundir.

Gott að keyra

Það fer vel um mann í farþegarýminu.  Sætin eru þægileg og halda vel utan um mann og bakið sérstaklega þó svo að setan sé í styttri kantinum eins og í fleiri gerðum Hyundai bíla.  Bæði bílstjóra- og farþegasætið eru rafdrifin og hægt að hækka og lækka og stilla hallann á setunni ein-nig.  Stýrið er hlaðið tökkum til að stytta leiðina að afþreyingarefni, bluetooth símatengingu og aksturstölvu bílsins.  Miðjustokkurinn er breiður og mikll án þess þó að skemma fyrir fótaplássi frammí í bílnum.  Þó er geymsla undir miðjustokknum með 12v tengi og USB tengi sem er á frekar skrítnum stað upp á að komast auðveldlega að.  Viðmót stafræna mælaborðsins breytist svo eftir völdum akstursham.  Hægt er að velja um eco, comfort og sport aksturstillingar.  Í sport stillingunni öskrar bíllinn áfram eins og antílópa með ljón á eftir sér.

Stútfullur af tækni

Skynvædd hraðastilling og bíllinn heldur bili á milli bíla, skynvædd há ljós skipta úr háu yfir í lágu við mætingu bíls, akreinavarar fylgjast með staðsetningu bíls á akrein í akstri, blindhor-naviðvörun, árekstarvarar að framan og aftan, bakkmyndavél, þráðlaus símahleðsla, 2 USB tengi og AUX tengi og fullkomin Kroll hljómtæki.  Bíllinn er með 8 tommu snertiskjá sem afar auðvelt er að nota.  Stafræn miðstöð með loftkælingu og GPS staðsetningarkerfi.  Bíllinn tekur við raddskipunum á ensku og td. hægt að óska eftir því að hann hringi í númer sem er í tengiliðaskrá símans þíns.  Apple Car Play og Android Auto2. Lyklalaust aðgengi. Head-up display.

Góður valkostur

Hyundai Kona er huggulegur og notadrjúgur bíll í flokki minni jepplinga. Ef verið er að spá í bíl sem mest er notaður í borgar- og bæjarumhverfi og um venjulega notkun er að ræða er Kona fínn kostur.  Vel fer um fjóra fullorðna í bílnum en skottpláss er frekar lítið en það á við um flesta bíla í þessum flokki.  Verðið kemur ekki á óvart enda um rafmagnsbíla að ræða og verð þeirra í hærri kantinum þó svo að ívilnun á innflutningsgjöldum sé enn í gildi.

Verð: 5.190.000

Vél: Rafmagn / Permanent Magnet Synchronous Motor

Hestöfl: 150 kW / 204 hestöfl

Newtonmetrar: 395 Nm

0-100 k á klst: 7,6 sek.

Hámarkshraði: 167 km

CO2: 0 g/km

Drægni: 482 km (skv. upplýsingum framleiðanda)

Eyðsla bl. ak: 14,3 kWh / 100 km

Gefið út þann:
1/11/18
í flokknum:
Sportjeppar

Fleiri greinar úr flokknum: 

Sportjeppar

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu fréttir í innhólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.