Reynsluakstur:
VW T-Cross
,
árgerð
2020
Umboð:
Hekla
Akstursþægindi, fótapláss, staðalbúnaður
Slatti af hörðu plasti í innréttingu

Knár þótt hann sé smár

Við hjá Bílablogg höfum lagt okkur fram um að prófa það nýjasta hverju sinni.  Að þessu sinni er það sá minnsti í röðinni hjá Volkswagen, VW T-Cross.  Er það bara ekki VW Polo sem hefur verið togaður aðeins til? Volkswagen byggir sína bíla á þeirri hugmyndafræði að grunnur þeirra sé að mestu sá sami en stærðir og gerðir eru mismunandi.  

Örlítið lengri og breiðari og rúmlega 13 sm hærri en VW Polo.
Það þýðir að yfirbygging T-Cross er langt í frá að vera upptogaður Polo þó margt með bílnum sé líkt og þeir séu í sama stærðarflokki og byggðir í sömu verksmiðju.
Stafrænt mælaborð og ótrúlega skarpur margmiðlunarskjár.

VW T-Cross er minnsti bíllinn í jepplingalínu Volkswagen og kemur á eftir hinum tiltölulega nýja T-Roc. Sambærilegir bílar keppinautanna eru Ford Ecosport og Renault Captur en bílaframleiðindur hafa veðjað á að bílar í þessum stærðarflokki muni verða hvað vinsælastir næsta áratuginn. T-Cross bíllinn sem við reynsluókum var af Style útgáfu sem var með slatta af flottum aukabúnaði eins og 17 tommu felgum, stafrænu mælaborði með 10.25 tommu skjá, 8 tommu margmiðlunarskjá og skynvæddum hraðastillir (Cruise control).

Hvernig er að keyra T-Cross?

T-Cross fer ákaflega vel með mann. Maður situr 10 sm. hærra í honum en Polonum, hann er rúmum fimm sm. lengri rúmlega 13 sm. hærri. Sætin halda vel við og virkilega gott að sitja í bílnum enda um Sport Comfort sæti frá Volkswagen að ræða. Mögulegt er að hækka bílstjórasætið töluvert og stilla þannig sjónhæð í akstri.  

Sérlega gott aðgengi og hægt að hækka bílstjórasætið.
Bekkurinn afturí er á sleðum og þannig hægt að stilla fótapláss fyrir aftursætisfarþega.
Í akstri er bíllinn afar þægilegur og vel þéttur í beygjum og vélarhljóð er ásættanlegt nema kannski þegar stigið er veglega á bensíngjöfina.
Glæsilegur VW T-Cross er þéttur bíll og sver sig algjörlega ætt gæðaframleiðslu Volkswagen.

Vélarstærðir og búnaður

Hekla býður T-Cross með tveimur útgáfum, Life og Style en einnig er hægt að fá bílinn með tveimur gerðum véla.  Sú minni er 1.0 lítra TSI vél, fimm gíra og skilar 95 hestöflum en sú stærri er einnig 1.0 lítra vél en skilar 115 hesöflum og hægt að fá annaðhvort með sex gíra beinskiptingu eða sjö gíra DSG sjálfskiptingu.  

Vel hátt er undir lægsta punkt á VW T-Cross enda kallaður Sportjepplingur.
Reynsluakstursbíllinn var með DSG sjálfskiptingu og hentaði sú skipting bílnum listavel.
LED ljós prýða fallegan framendann.

Skipting er mjúk og maður finnur lítið fyrir henni til dæmis þegar auka þarf afl í brattri brekku eða í borgarakstri á hægum vélarsnúningi. Minni vélin er þriggja strokka en sú stærri fjögurra strokka.

Sportlegt yfirbragð og stemning

Bílaframleiðendur eru meira og meira að færa sig inn á kaupendur þeirra skoði bílinn út frá fataskápnum sínum en hægt er að velja um þrjá „útlitspakka“ á VW T-Cross.  

Innréttingin er stílhrein og sætin þægileg.
Við erum að tala um Black, Energetic Orange og Bamboo Garden Green pakka sem allir hafa sitt eigið djarfa útlit og skapa sína eigin stemningu.  
Í Style útgáfu er boðið upp á mismunandi aksturstillingar.

Til viðbótar er hægt að velja sér felgur í stíl ásamt úrvals aukahluta og fjölda lita sem gera bílinn þinn einstakan. Hvort sem þú tekur börnin í bílinn og notar Isofix festingar eða býður vinum og kunningjum á rúntinn er plássið nægt og gott að stíga inn og út úr bílnum. Sérstaklega gott pláss fyrir hávaxna aftur í og nægt höfuðpláss.

Tæknistöffið

Reynsluaksturbíllinn var búinn akstursstillingapakka, Eco, Sport og Individual. Með þeim er hægt að stilla bílinn fyrir sem hagkvæmastan akstur hverju sinni, sportlegan og stífari eða ökumaður getur sniðið stillingu sem sína uppáhalds.  Vöktunarkerfi ökumanns eða Driver Alert System er kerfi sem metur hegðun ökumanns í upphafi ferðar og gefur hljóðmerki ef því finnst ökumaður ekki vera vakandi við aksturinn.

Blindhornaviðvörun, þokuljós með beygjustýringu, upphitaðir og rafstýrðir hliðarspeglar og LED aðalljós með sjálfvirkri geislastýringu sem slekkur háu ljósin þegar umferð kemur á móti.
Blindhorna viðvörunarbúnaður.

VW T-Cross er góður kostur fyrir þá sem vilja hagnýtan fjölnota bíl sem hentar jafnt í bæjarsnattið sem og ferðalög.  

Vélar í boði: 85 hestöfl og 115 hestöfl.
Framsætið er hægt að fella alveg niður og með því hægt að flytja lengri hluti.  Aftursætin eru á sleða og hægt að renna fram og aftur.  Skottið er ekki stórt en rúmar samt 455 lítra.  
Sætisbök niðurfellanleg 40/60.

Eyðslan er uppgefin um 4.9 lítrar á hundraðið sem verður að teljast gott fyrir bíl í þessum stærðarflokki. Ef þig langar í bíl sem þú getur hannað í þínum eigin stíl, bíl sem er bæði töff og hagkvæmur, veldu þá T-Cross frá Volkswagen.

Helstu tölur:

Verð frá: 2.990 þús. (Verð á reynsluakstursbíl 4.190 þús. – okt. 2019)

Vél: 999 rms.

Hestöfl: 115 hö.

Newtonmetrar: 200 við 2000-3500 sn.

0-100 k á klst: 10.2 sek.

Hámarkshraði: 193 km.

CO2: 112 g/km.

Eigin þyngd: 1270 kg.

L/B/H 4235/1782/1584 mm.

Gefið út þann:
13/10/19
í flokknum:
Sportjeppar

Fleiri greinar úr flokknum: 

Sportjeppar

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu fréttir í innhólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.