Fimmtudagur, 8. maí, 2025 @ 2:50
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Renault Estafette snýr aftur! Sniðugur hugmyndabíll gefur innsýn framtíð rafknúinna sendibíla

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
17/09/2024
Flokkar: Bílaframleiðsla, Hugmyndabílar
Lestími: 6 mín.
295 3
0
142
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Renault lítur til baka og nefnir nýja rafbílinn sinn eftir upprunalegu gerðinni frá 1959.

Renault hefur enn og aftur grafið upp gamlar framleiðsluteikningar með því að afhjúpa Renault Estafette Concept, rafknúinn sendil sem hannaður til að gefa innsýn í framtíð fyrirtækisins á þessu sviði.

Bíllinn var opinberaður á IAA Transportation sýningunni í Hannover í Þýskalandi og er hluti af sameiginlegu verkefni fyrirtækisins með Volvo Group og franska flutningafyrirtækinu CMA CGM.

Estafette nafnið var tilkynnt á síðustu stundu en það kemur frá Renault sendibíl sem kynntur var árið 1959.

Sú gerð var hefðbundinn framhjóladrifinn bíll með vélina fram í og var í framleiðslu til 1980, þegar Trafic tók við af honum. Estafette nafnið er afleiða af ítalska orðinu staffetta, sem þýðir hraðboði (sendill) á íslensku.

Hugmyndagerðin deilir sömu kringlóttu, lágu framljósunum og upprunalega gerðin, en heildarhönnuninni er lýst af Renault sem „Smeg ísskápur gerður að flottu leikfangi”.

Í botninum er dæmigerð rafknúin aflrás en rafmótor er komið fyrir að framan til að hámarka plássið inni.

Þó svo að Estafette sé svipaður að stærð og Kangoo sendibíllinn, skapar tæplega 2.6 metra lofthæð „gönguleið” frá farmrýminu inn í stjórnrýmið. Farmrýmið mælist um 7,1 rúmmetri, sem er sambærilegt við meðalstóran Renault Trafic.

Aðgangur að farmrýminu er um rennihurð á hlið og rúlluhurð að aftan. Renault segir að það sé „einstefnu” kerfi fyrir fermingu og affermingu, þar sem vörur eru settar í farmrýmið úr vörugeymslu í gegnum afturhurðina, en hliðarhurðin er til að afferma við við gangstéttarbrún.

Að auki eru á bílnum rennihurðir fyrir sendilinn sem eru hannaðar til að draga úr tíma og fyrirhöfn við að ganga um bílinn.

Aðrir hápunktar hönnunar eru framrúða, „opnanlegt” þak og tvílit litasamsetning, en áberandi Renault lógóið á nefinu er upplýst.

Stýrishúsið er með einu sæti fyrir ökumann og það snýst til að auðvelda aðgengi og er með sjö skúffum til að geyma allskyns dót.

Þeir sem eru allt að 1.90 á hæð geta staðið upp inni í bílnum, en mælaborðið er með marga skjái; sjö tommu ökumannsskjár, 12 tommu snertiskjár og par af 10 tommu skjám á hvorum enda mælaborðsins sem miðla myndum frá bakkmyndavélum.

Líklegt er að æpandi gulu litasamsetningunni verði skipt út fyrir hlutlausari og endingargbetri svarta plastáferð til framleiðslu.

Auk krúttlegrar hönnunar er Estafette einnig búinn nýjasta SDV (Software-Defined Vehicle) EV búnaði Renault. Þessi skalanlega tækni er hönnuð til að bjóða upp á hnökralausa tengingu fyrir fyrirtækjanotendur en hún býr yfir fjarskiptatækni og skýjatengdan hugbúnaði sem gerir kleift að tengja bílinn netinu.

Engar upplýsingar hafa verið gefnar um aflrás Estafette, eða hvort endanlegt framleiðslulíkan muni líta út eins og hugmyndin. Hins vegar, þar sem Renault tekur upp „retro-innblásna” hönnun með bílum eins og nýja 5 og væntanlegum 4, og forsýnir Estafette hugmyndaútgáfu, má ætla að þessi bíll sé eitthvað sem Renault muni setja í framleiðslu.

Uppruni: AutoExpress.

Fyrri grein

XPENG G9: afl og íburður fyrir minni pening

Næsta grein

Fiat 127 var vinsæll bíll á Íslandi

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

Höf: Jóhannes Reykdal
29/04/2025
0

SHANGHAI — Volkswagen Group hyggst kynna tækni með lengri drægni fyrir evrópskan markað (sem nefnd er EREV) , sagði Martin...

Nýr Mercedes Vision V Concept forsýnir framtíð lúxus fjölnotabíla

Nýr Mercedes Vision V Concept forsýnir framtíð lúxus fjölnotabíla

Höf: Jóhannes Reykdal
28/04/2025
0

Mercedes Vision V Concept forsýnir úrval af ofurlúxus fólksflutningabílum sem líta út fyrir að vera tilbúnir í framleiðslu, en sá...

Næsta grein

Fiat 127 var vinsæll bíll á Íslandi

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025
Álit

Peugeot E-5008 GT – sjö sæta bíll með nægu plássi!

07/05/2025
Bílaframleiðsla

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

02/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.