Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 0:01
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Rafmögnuð rafbílahelgi hjá BL

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
31/08/2023
Flokkar: Bílasýningar, Hugmyndabílar
Lestími: 3 mín.
281 18
0
143
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Í tilefni þess að tíu ár eru síðan BL kynnti fyrsta rafbílinn í sýningarsal fyrirtækisins við Sævarhöfða þegar Nissan Leaf kom fyrst á markað blæs fyrirtækið til sérstakrar sýningar við Sævarhöfða og hjá Hyundai við Kauptún í Garðabæ nk. laugardag, 2. september milli kl. 12 og 16, þar sem fjöldi bíla verður til sýnis og reynsluaksturs.

68% einstaklinga velja nú 100% rafbíl

Þegar rafbílavegferð BL hófst með frumsýningu Nissan Leaf 31. ágúst 2013 var hlutfall rafbíla í nýskráningum fólksbíla í heild hér á landi einungis 0,6%. Þetta hlutfall er í dag 39,4% á heildarmarkaðnum og enn hærra á einstaklingsmarkaði eða 67,9%.

Samhliða þessari þróun hófst uppbygging innviða sem segja má að hafi einnig byrjað 2013, þegar BL, Nissan í Evrópu og OR tóku höndum saman um uppsetningu 10 hleðslustöðva á höfuðborgarsvæðinu.

Síðan hefur fjöldi hleðslustöðva margfaldast og er nú þétt riðið net stöðva frá ýmsum aðilum um allt land óðum að taka á sig fyllri mynd. Má sem dæmi nefna að nú rekur Ísorka, systurfyrirtæki BL, hleðslunet sem telur um 900 stöðvar, þar af hraðhleðslustöðvar á 26 stöðum um landið, sem geta alls hlaðið 120 bíla samtímis.

Yfir 5.000 rafbílar frá BL

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá 2013 enda býður BL nú tuttugu og eina mismunandi gerð rafbíla frá Nissan, Renault, Subaru, Hyundai, BMW, MINI, Hongqi, MG og Jaguar og hafa rúmlega fimm þúsund hreinir rafbílar verið nýskráðir hér á landi frá ofantöldum framleiðendum.

Sýna úrvalið á laugardag

Á rafbílasýningunni á laugardag kynna söluráðgjafar BL við Sævarhöfða og Hyundai á Íslandi úrval nýjustu rafbíla fyrirtækisins.

Hjá Hyundai verða m.a. hinir margverðlaunuðu IONIQ 5 og IONIQ 6 í sviðsljósinu og reynsluakstursbílar til taks.

Við Sævarhöfða í Reykjavík verður úrval bíla til sýnis og reynsluaksturs, þar á meðal Ariya, nýjasti rafbíll Nissan, auk nýjustu rafbílanna frá BMW, Renault, MG, Hongqi og Subaru svo nokkur merki séu nefnd.

Rafbílavæðingu fylgir mikil fjárfesting

Frá árinu 2013 hefur BL fjárfest umtalsverðu fjármagni í hugbúnaði og sérhæfðum tækjakosti sem fylgja þjónustu, viðhaldi og viðgerðum á rafbílum, samfara því sem starfsfólk á verkstæðum hefur fengið sérhæfða þjálfun og kennslu hjá bílaframleiðendunum erlendis til að takast á við viðhald og viðgerðir.

Árangurinn er sá að öll þjónustuverkstæði BL hafa vottun og réttindindi til að sinna rafhlöðuviðgerðum fyrir alla framleiðendur fyrirtækisins, sem er alls ekki staðan á öllum mörkuðum.

Orkuskiptin halda áfram

„Þróun rafbílavæðingar hér á landi hefur verið í miklum vexti síðustu ár og bendir flest til þess að með sama áframhaldi verði rafbílar svo til allsráðandi á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði eftir 2-3 ár.

Hins vegar gæti raunin orðið önnur ef ívilnanir verða felldar niður á einu bretti eins og stefnir í um næstu áramót. Það mun hægja á þróuninni og líklegast hliðra henni til um 4-5 ár eða þar til framleiðslukostnaður rafbíla verður orðinn svipaður framleiðslukostnaði bensín- og dísilbíla.

Ég fæ ekki séð hvernig það rímar við markmið Íslands í orkuskiptum að hægja svo á þróuninni sem niðurfellingin gæti valdið,“ segir Brynjar Elefsen framkvæmdastjóri sölusviðs BL.

Fyrri grein

Rafmögnuð bílasýning

Næsta grein

Nýr 2024 Volkswagen Passat kynntur sem úrvals fjölskyldubíll

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

XPENG frumsýnir nýja G6 og G9 á Íslandi.

XPENG frumsýnir nýja G6 og G9 á Íslandi.

Höf: Pétur R. Pétursson
25/09/2025
0

Laugardaginn 27. september kl. 12-16 í sýningarsal XPENG að Vínlandsleið 6-8 Reykjavík, september 2025 – XPENG, eitt hraðast vaxandi rafbílamerki...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Næsta grein
Nýr 2024 Volkswagen Passat kynntur sem úrvals fjölskyldubíll

Nýr 2024 Volkswagen Passat kynntur sem úrvals fjölskyldubíll

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.