- 2025 Ram Heavy Duty pallbílar halda Hemi, bæta Cummins dísilvélina og hoppa á skipt útlit framljósa. Djarfara útlitið er stutt af öflugari aflrásum og stórum skjáum
Ram afhjúpaði opinberar tæknilýsingar fyrir uppfærða 2025 öflugari pallbíla sína á þriðjudaginn, og tók skref í líklega stærstu pissukeppni pallbílaheimsins.
Fyrir árið 2025 koma HD pallbílarnir frá Ram með djarfara útliti sem var kynnt lítillega á síðasta ári, aukið útspil fyrir 6,7 lítra Cummins túrbódísil I-6 með nýrri átta gíra skiptingu sem gerir ráð fyrir hærra hámarks toggetu upp á 16.606 kg, og nýjum 14,5 tommu lóðréttum upplýsinga- og afþreyingarskjá.
Uppfærsla á núverandi Ram HD
Þetta er bara uppfærsla á fyrirliggjandi Ram HD, svo þetta er ekki algjör bylting frá 2024 gerðinni. Það þýðir að aflrásarvalið breytist ekki mikið; hefðbundin 6,4 lítra Hemi V8 fer í raun niður um fimm hestöfl, niður í 405 hestöfl en með sama 581 Nm togið.
Valfrjáls Cummins 6,7 lítra turbodiesel 6 strokka línuvél skilar 430 hestöflum og 1.457 NM togi. Ram heldur því fram að Cummins dísilvélin sé ný þrátt fyrir að hafa mörg líkindi við 2024 Ram HD mótorinn með miklum afköstum. Vélin er með endurhannaðri blokk og heddi, öflugum stimplum, nýju túrbó eldsneytiskerfi með hærri þrýstingi og innsogsgrein og stærri inntaks- og útblástursventlum til að bæta flæði.

Dísillinn er nú fáanlegur fyrir 2500 gerðir frá Laramie-búnaðarstigi upp, og hún nær nú hámarks togeinkunn með 3,42 afturöxulhlutfalli sem auðveldar meiri sparneytni án hleðslu og slær heila sekúndu af 0 til 60 mílna (96,5 km/klst) tímanum, tekur hann niður í 6,9 sekúndur.
Engar einkunnir fyrir eldsneytiseyðslu voru gefnar upp, en að sögn Tim Kuniskis, forstjóra Ram, velja meira en 70 prósent viðskiptavina Ram HD dísilvélar, þess vegna einbeitir vörumerkið sér að olíubrennandi aflrásinni.

Mynd af innréttingu nýja Ram HD sem sýnir risastóra miðskjáinn og farþegaskjáinn Mynd: Ram
Að innan er staðalbúnaður 2025 Ram HD-bíla með uppfærðum 12 tommu upplýsingaskjá og nýjum valfrjálsum 14,5 tommu lóðréttum snertiskjá. Hann fær einnig fyrsta 10,25 tommu farþegaskjáinn með HDMI innstungu svo farþegar geta tengt síma eða spjaldtölvu sem ætti að vera gaman fyrir vinnufélaga þína að skoða á meðan þú keyrir.
Aðrir gagnlegir eiginleikar eru meðal annars 2,4 kílóvatta inverter um borð með tveimur yfirbyggðum innstungum á pallinum, fáanleg tvö þráðlaus hleðslutæki, tiltæk akreinamiðjun og nýr staðalbúnaður aðlögunarskriðstillis og sjálfvirk neyðarhemlun.
Ram 2500 Heavy Duty pallbílar byrja á 47.560 dollurum (liðlega 6,6 millj ISK) og 3500 gerðir byrja aðeins 1.005 dollurum meira, á 48.565 dollara (um 6,8 millj ISK). Búist er við að þeir komi í sölu á þessum ársfjórðungi.
Hinir þrír stóru í hópi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum halda áfram að afhjúpa stærri og stærri pallbíla með djarfara útliti og hámarks dráttargetu sem eru samkeppnisfærir við alvöru dráttarbíla eins og þeir voru fyrir örfáum árum. Það virðist sem næsta rökrétta skrefið sé að þessir pallbílar breytist annaðhvort í hálfgerða dráttarbíla eða skipti þeim bara út.


(vefur Jalopnik í Bandaríkjunum)
Umræður um þessa grein