Volvo EX40 á leiðinni

138
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Nýr Volvo EX40 á leiðinni?

Nýlegar vörumerkjaumsóknir benda til þess að lítill rafdrifinn sportjeppi frá Volvo gæti heitið EX40 eða EX30

Volvo var að kynna nýtt flaggskip, alrafmagnaðan sportjeppa í formi hins nýja EX90. En honum mun væntanlega fylgja ný grunngerð frá Volvo – rafbílinn „EX40“ strax á næsta ári, samkvæmt nýju myndbandi sem Volvo hefur sýnt.

Stutt kynningarmyndband, sem er tímasett til að falla saman við heimsfrumsýningu EX90, staðfestir að Volvo sé nú þegar að horfa fram á veginn til minni bíls, sem gæti fengið nafnið EX30 eða EX40 í nýju nafnakerfi vörumerkisins, þar sem sótt hefur verið um bæði heitin sem vörumerki.

Hér má sjá hvernig nýi litli jeppinn muni líta út að aftan.

Kynningarmyndin sem Auto Express birtir skilur okkur ekki eftir í neinum vafa um stærð bílsins, sem verður nátengdur nýja Smart #1 jepplingnum vegna þess að parið deilir hinum nýja Geely-þróaða SEA grunni.

Þessi rafknúni grunnur mun styðja við fjölda nýrra gerða í framtíðinni, en mun verða frumsýndur hjá Volvo undir sportjeppa sem er um það bil 4,3 metrar að lengd.

Smart #1 jepplingurinn er „systurbíll“ þessa nýja Volvo smájeppa
Kynningarmyndin frá Volvo sem sýndi nýja EX90 (til hægri) og væntanlega litla sportjeppann saman.

Við sjáum að EX30/40 mun nota sömu nýju afturljósamerki og EX90, og mun vera kubbslaga lítill sportjepplingur, með lóðréttan afturhlera og mjög stutt yfirhang að framan og aftan.

En þetta er allt sem vitað er í bili. Kynningarbúturinn gefur vísbendingu um að endanlegur framleiðslubíll verði opinberaður árið 2023, en hann mun líklega fara í sölu árið 2024.

(frétt á vef Auto Express)

Svipaðar greinar