- BMW iX1 verður algjörlega endurhannaður fyrir 2028 árgerðina.
- Njósnað hefur verið um næstu kynslóð NB5 BMW iX1 sportjeppans í Austurríki.
- Stíll virðist passa vel við nýlega opinberaðan iX3 jeppa.
- Búist er við kynningu árið 2027 fyrir 2028 árgerðina.
Prófunartímabilinu í Evrópu er að ljúka, en verkfræðingar BMW vinna nú hörðum höndum í austurrísku Ölpunum þar sem þeir meta frumgerð af næstu kynslóð iX1 rafknúins smájepplings (með kóðanafninu NB5).

Frumgerðin sem njósnarar Autoblog hafa fangað hér er algjörlega þakin felulitum og búin nokkrum skynjurum og er greinilega langt frá því að vera tilbúin til framleiðslu, en við getum samt séð nokkrar skýrar vísbendingar um hvað mun breytast miðað við U11 iX1 í dag.
Sem hluti af Neue Klasse fjölskyldu næstu kynslóðar farartækja verða stærstu breytingarnar hins vegar ekki sýnilegar með berum augum.
Að aftan er númeraplatan mun lægri en hún er á núverandi X1 og iX1 og er nú nálægt neðri brún afturhlerans. Afturljósin eru nánast alveg hulin felulitum, en ljóst er að þau munu teygja sig yfir afturhliðina eins og á iX3, með BMW hringinn sem aðskilur þau í miðjunni.

Hvað varðar felgurnar, þá eru þær aðeins til staðar fyrir prófanir og gagnasöfnun og við getum ekki lesið mikið í hönnun þeirra.
Hið nýja Neue Klasse tímabil er meira en bara nálgun á stíl. Með nýjustu sjöttu kynslóðar BMW eDrive tækni innanborðs mun þessi iX1 státa af nýjum sívölum rafhlöðusellum með meiri orkuþéttleika og þær munu knýja skilvirkari rafmótora sem búist er við að veiti um 611 km drægni, þó að sú tala gæti auðveldlega hækkað þegar iX1 kemur á markað.

Búist er við að bíllinn komi einverntímann á árinu 2027 sem 2028 árgerð, en þá verður iDrive X með Panoramic Vision kerfi sem verður síðan algengt í flestum gerðum BMW.
Njósnarar Autoblog náðu að fanga mynd inn í bílinn þegar bíllinn ók hjá.

Nýir eiginleikar iX3 gefa okkur betri hugmynd um við hverju má búast af bílaframleiðandanum í náinni framtíð. Vonandi náum við enn betri myndum næst, segja blaðamenn og ljósmyndarar Autoblog að lokum.
Bygg á grein frá Autoblog.