Mánudagur, 15. september, 2025 @ 19:56
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Krúser sumarið 2024

Linda Steingrímsdóttir Höf: Linda Steingrímsdóttir
13/08/2024
Flokkar: Bílaheimurinn, Fornbílar, Krúser
Lestími: 6 mín.
319 10
0
157
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Það hefur ekki farið framhjá neinum að engin sérstök veðurblíða hefur leikið við landsmenn það sem af er sumri.  Við í Krúserklúbbnum tölum gjarnan um „rúntsumarið“ þar sem þetta er sá tími þar sem félagsmenn geta viðrað glæsilega kaggana á götum borgarinnar. 

Krúser á Hörputorgi

Sólardagar hafa verið af skornum skammti og veðurguðirnir hafa hagað þeim þannig að þeir hafa fæstir lent á fimmtudögum, en þá eru einmitt aðal rúnt kvöldin hjá Krúser. 

Við biðjum þó ekki um meira en að það hangi þurrt, þótt óneitanlega laði sólin að sér fleiri bíla og gesti. 

Margir félagar geyma glæsifákana í geymslu yfir veturinn, en á vorin eru þeir teknir út og hleypt út á göturnar.  Þá eykst litadýrð bílaflotans í borginni til muna, en margir eru þessir bílar í skærum og fallegum litum, sem sjást ekki á nýrri bílum.  Krómið fær líka að njóta sín á þeim mörgum og nánast undantekningalaust vekja þeir undrun og gleði þegar þeir sjást í bænum.  

Krúserklúbburinn er með öfluga starfsemi allt árið um kring, og er opið hús í félagsheimili Krúser að Höfðabakka 9, öll fimmtudagskvöld frá kl. 19-22.  Þar hittast félagsmenn og spjalla yfir kaffibolla, og á sumrin mæta flestir á köggunum og planið og gatan á Höfðabakkanum fyllist, svo úr verður glæsileg bílasýning. 

Allir eru velkomnir á Krúserkvöld og ekki skylda að vera meðlimur, eins er ekki skylda að eiga bíl í þessum flokki.  Eina skilyrðið er að hafa gaman af bílum og að hitta skemmtilegt fólk. 

Á sumrin er farinn rúntur niður í miðbæ Reykjavíkur ef vel viðrar og endað á Hörputorgi þar sem bílarnir eru til sýnis.  Á Laugaveginum vekur halarófan af glæsilegum bílum óskipta athygli bæði heima- og ferðamanna, og símarnir fara á loft til að taka myndir og myndbönd, eins og stórstjörnur séu á ferð. 

„Summer in the City“  þeir allra hörðustu láta ekki „smá“ rigningu stoppa sig í að rúnta!

Á Hörputorgi draga bílarnir til sín fjölda manns sem hefur gaman af því að skoða þá. 

Á haustin og veturna færist starfið inn í félagsheimilið og þá eru meðal annars haldin vöfflukvöld og tónlistarviðburðir með reglulegu millibili. 

Í félagsheimilinu er einnig pool borð sem er mjög vinsælt og alltaf glatt á hjalla í kringum það.

Glæsilegt og notalegt félagsheimili Krúser að Höfðabakka 9

Krúser tekur þátt í mörgum viðburðum, til dæmis er hópakstur á 17. Júní í Reykjavík og farið á bæjarhátíðir.  Krúser tók þátt í Harley-Davidson deginum á opnunarhelgi Hjarta Hafnarfjarðar 29. Júní. 

Í sumar var haldinn sérstakur Mustang dagur í tilefni 60 ára afmælis, og nýafstaðinn er Krúserdagurinn 10. ágúst en þá var opið hús og bílasýning.

Fólk og bílar á Krúserkvöldi við félagsheimili Krúser að Höfðabakka 9

Rúnt sumrinu 2024 er ekki lokið, framundan eru mörg skemmtileg Krúserkvöld og við höldum áfram að hittast og hafa gaman. 

Næsti viðburður sem Krúser tekur þátt í er hópakstur á setningarkvöldi bæjarhátíðar Í túninu heima í Mosfellsbæ. 

Við hvetjum áhugasama til að fylgjast með starfinu í Krúser á Facebook síðu klúbbsins.

Hluti af fastagestum við pool borðið í Krúser

Við látum nokkar myndir frá sumrinu fylgja með, þær fanga stemmninguna nokkuð vel, en best er auðvitað að upplifa hana beint í æð og við bjóðum alla velkomna til okkar í Krúser!

Texti:  K. Linda Steingrímsdóttir

Myndir: Guðfinnur Eiríksson og K. Linda Steingrímsdóttir

Fyrri grein

Nýr Volkswagen Kaliforníu húsbíll er tengitvinnbíll sem heimili að heiman

Næsta grein

VW sagt ætla að seinka Trinity flaggskipi rafbílanna, gæti flýtt kynningu á rafknúna Golf

Linda Steingrímsdóttir

Linda Steingrímsdóttir

Bílablaðakona og félagsmaður í Krúser

Svipaðar greinar

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Kia sýnir breitt úrval rafbíla á IAA Mobility í München

Kia sýnir breitt úrval rafbíla á IAA Mobility í München

Höf: Pétur R. Pétursson
10/09/2025
0

IAA Mobility er haldið dagana 8.–14. september í München, Þýskalandi. Ein stærsta sýning í heimi Kia kynnir víðtækt úrval rafbíla...

Sjötta kynslóð Renault Clio frumsýnd í München

Sjötta kynslóð Renault Clio frumsýnd í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/09/2025
0

Nýr Renault Clio byrjar ferskur með sportlegri hönnun og skilvirkari blendingadrifrás MÜNCHEN — Renault hefur tekið hreina nálgun á sjöttu...

Nýr Mercedes GLC frumsýndur í München

Nýr Mercedes GLC frumsýndur í München

Höf: Jóhannes Reykdal
09/09/2025
0

Nýr Mercedes GLC kemur fyrst á markað sem rafbíll í áskorun við BMW iX3 MÜNCHEN — Mercedes-Benz snýr aftur í...

Næsta grein
VW sagt ætla að seinka Trinity flaggskipi rafbílanna, gæti flýtt kynningu á rafknúna Golf

VW sagt ætla að seinka Trinity flaggskipi rafbílanna, gæti flýtt kynningu á rafknúna Golf

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

MG EHS PHEV – samspil fegurðar, þæginda og hagkvæmni

15/09/2025
Bílasagan

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

13/09/2025
Bílaheimurinn

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

11/09/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.