Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:59
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Jay Leno: Fyrsti bíllinn, sláttuvélin og heddpakkningin

Malín Brand Höf: Malín Brand
14/08/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
279 5
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Á fimmtánda ári keypti bílasafnarinn Jay Leno sinn fyrsta bíl; Ford pallbíl frá árinu 1934. Síðan hefur hann átt mjög marga bíla en fyrsti bíllinn er alltaf merkilegur, sama hversu mikill skrjóður eða glæsikerra hann kann að hafa verið!

„Fyrsti bíllinn minn var Ford pallbíll, árgerð 1934, sem við pabbi komum auga á þegar við ókum í gegnum Reading í Massachusetts. Við bjuggum í næsta bæ sem heitir Andover.

Bíllinn var á stæði við bensínstöðina í bænum. Það mikilvægasta og það sem pabba fannst best við þennan bíl, var að hann var ógangfær.

Ég hafði safnað dálitlum peningum, átti orðið 350 dollara og við keyptum bílinn. Ég man nú ekki alveg hvernig við komum bílnum heim; hvort við drógum hann eða hvað. Hvernig sem við fórum að því þá var hugmyndin sú að næstu tvö árin myndi ég dytta að bílnum og finna út úr því sjálfur hvernig ég gerði gripinn gangfæran,“ sagði grínistinn og bílasafnarinn mikli, Jay Leno, í viðtali við vefinn Petrolious fyrir að verða áratug síðan.

Þetta hefur verið árið 1964, þegar Leno var á fimmtánda ári og enn dálítið í bílprófið.

„Á þessum tíma, alla vega í mínu tilviki, var ökuskírteinið eitthvað svipað og iPhone er í dag, eða tölvan. Þegar ég var strákur gat maður ekkert farið á staði í sýndarveruleika eða eitthvað svoleiðis. Maður gat bara farið á staðinn. Bíll hafði þess vegna svo miklu meiri þýðingu fyrir mann.

Við áttum einn síma og hann var í eldhúsinu. Ef maður hringdi í stelpu þá stóð mamma við hliðina og hlustaði á allt saman. Það var ekkert prívat. En á bíl gat maður farið út um allt. Bíllinn veitti frelsi,“ sagði Leno og jú, viðtalið er sem fyrr segir nokkurra ára en það breytir því ekki að við ættum að skilja samlíkinguna við tölvur og iPhone.

Jay Leno á Hispano-Suiza árið 1993. Mynd/Wikipedia/Alan Light

„Einhver ömurlegasti dagur lífs míns var þegar ég var sextán og hálfs. Hverfið okkar var einhverja ellefu kílómetra frá miðbænum og ég var á leiðinni þangað, upp eftir, á reiðhjóli. Louie vinur minn, hálfu ári eldri en ég og kominn með bílpróf og allt, kom akandi á blæjubíl pabba síns og var stelpa með honum í bílnum. „Jay, ertu á leiðinni upp eftir?“ Ég svaraði: „Já, við sjáumst upp frá.“ Svo hjóla ég og hjóla, og svona þremur korterum eða klukkutíma síðar kem ég þangað og auðvitað voru allir farnir. Þá hugsaði ég með mér að þetta bara gengi ekki lengur. Ég yrði að fá bílpróf. Þetta væri alveg út í hött.

Lærdómurinn sem fólst í sláttuvélinni

Nema hvað, næstu tvö árin vann ég í bílnum; pússaði og blettaði. Við höfðum uppi á bílamálara sem var til í að mála bílinn fyrir 100 dollara sem var í þá daga dágóð summa. Þannig að þetta var ekkert ódýrt en vinnubrögðin voru góð og vandað til verka. Maður þurfti samt að vinna alla undirbúningsvinnuna sjálfur,“ sagði Jay Leno sem tjah, réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, ef svo má segja.

Reyndar var þetta ekki fyrsta áskorunin af þessu tagi því einhverjum árum fyrr hafði faðir Lenos látið hann hafa bilaða sláttuvél til að æfa sig á. „Ég tók allt í sundur, tók heddið af og sagði: „Aha, hér er skýringin á því hvers vegna hún virkar ekki. Það er eitthvert snifsi fast hérna á milli!“ Ég var bara krakki, kannski tólf ára gamall. Þetta „snifsi“ sem ég reif úr var auðvitað pakkning og svo tók við eitthvert neistaflug þegar ég reyndi að koma þessu í gang.

„Almáttugur,“ sagði pabbi minn sem fylgdist með aðförunum. Þetta var heddpakkningin. Þú þarft eiginlega á henni að halda,“ sagði hann. „Ó, já ókei,“ svaraði ég.

Þannig komst ég að því hvað heddpakkning er. Og ég kynntist líka sælutilfinningunni sem fylgir, þegar það sem maður var að skrúfa sundur og saman, kemst í lag. Þegar vélin fer í gang og virkar. Það var alveg mögnuð tilfinning!

Þá var ekki haft samband við barnavernd

Við bjuggum í nokkurs konar úthverfi og áttum frekar stórt land eins og flestir á svæðinu á þessum tíma. Þá gat maður ekið um og búið til brautir og hvaðeina. Svo smalaði maður saman krökkunum í kring og þá var ekið í hringi, driftað og já, burnout og donuts á meðan mamma horfði skelfingu lostin á út um eldhúsgluggann! Þetta var það sem krakkar gerðu í þá daga.

Maður gat keypt bíl fyrir tíu eða tuttugu dollara og þá á ég við bíl sem virkaði. Það er eiginlega fjarstæðukennt að hugsa til þess í dag. Enginn hafði samband við barnaverndaryfirvöld þó að einhver tólf ára gutti væri að spóla í næsta garði. Svona lærðum við. Með því að gera hlutina.

Heimreiðin okkar var rúmlega 100 metra löng og öll unglingsárin var maður að æfa sig að bakka þetta og svo fram og aftur og já. Ég held að þetta sé skýringin á krónískum hálsríg sem ég hef verið með allar götur síðan,“ sagði þessi ágæti náungi, Jay Leno, sem virðist hafa fengið ágætt „start“ í lífinu og á þessar ljúfu æskuminningar.  

Látum hér staðar numið í bili en ég hugsa að það verði nú framhald því „næsti fyrsti bíllinn“ hans Jay Leno er áhugaverður og sömuleiðis næstu tvöhundruð bílar!

Annað tengt bílasafnaranum:

Hér „hanga“ Jay Leno og Jerry Seinfeld: Í óþökk margra

760 hestafla Ford Bronco frá 1968 í eigu Jay Leno

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Gott bílamím á sunnudegi

Næsta grein

Vitlausir ljósastaurar og tré sem flæktust fyrir

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Vitlausir ljósastaurar og tré sem flæktust fyrir

Vitlausir ljósastaurar og tré sem flæktust fyrir

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.