Ford Bronco frá 1968, sem er í eigu fyrrum þáttastjórnandans Jay Leno býr yfir GT500 leyndarmáli!

Þetta er ekki venjulegur gamall Bronco - hann er með 5,2 lítra forþjöppu V8 undir vélarhlífinni.

Jay Leno, hinn þekkti þáttastjórnandi og bílaáhugamaður kom á SEMA sýninguna í ár [2019] með endursmíðaðan Ford Bronco 1968 með áhugaverða sögu. Fyrrum gestgjafi „The Late Show“, Craig Ferguson, gaf Leno gamla jeppann sem brandara vegna þess að bifreiðin var í svo slæmu ástandi. Eftir að hafa setið í fræga bílskúrnum hans Leno um árabil hefur hann tekið höndum saman með Ford Performance og SEMA Garage til að endurvekja hinn vanrækta bíl.

Til útskýringar er SEMA-sýningin (Specialty Equipment Market Association) sýning framleiðenda aukahluta fyrir bíla og slíks búnaðar og var henni komið á fót árið 1963.

1968 Ford Bronco með GT500 vél

Hvar annars myndu Jay Leno og Ford frumsýna algerlega endursmíðaðan Bronco frá 1968 en einmitt á SEMA sýningunni? Það er flott útkoma sem sýnir fram á hvernig fjölmargir samstarfsaðilar unnu saman að því að vekja þessa táknmynd með nýjum hlutum í yfirbyggingu, nýjum undirvagni og glitrandi málningarvinnu.

Ójá, og það er 5,2 lítra forþjöppu V8-vél frá Shelby GT500 undir vélarhlífinni.

Leno hefur átt þennan Bronco í mörg ár eftir að Craig Ferguson, gaf honum jeppann. „Gjöfin“ sat þó óhreyfð og vanrækt í bílskúr Lenos, þar til fyrr á þessu ári [2019] þegar Ford og SEMA Garage komu með hugmynd og áætlun. Hugmyndin fólst meðal annars í því í að setja öflugustu verksmiðjusmíðuðu vél Ford í jeppann og tengja með fimm gíra handskiptingu.

GT800 V8 afl í Ford Bronco frá 1968

Auðvitað voru þetta ekki auðveld vélaskipti. Ford fékk Kincer Chassis til að búa til nýjan undirvagn og LGE-CTS Motorsports kortlagði nýja hluti í yfirbygginguna og setti lokaafurðina saman. Útkoman er 760 hestafla V8.

Nóg er af annarri nútímaverkfræði í bílnum. Bremsurnar koma frá Wilwood, það eru Fox demparar, nútíma millikassi eykur hreystina utan vega og fjöldi annarra hluta gera bílinn að stjörnu á SEMA-sýningunni. Innréttingin fær nútímalega yfirferð með nýjum mælum, leðuráklæði og Sony hljóðkerfi.

Að utan lítur bíllinn út eins og hver annar endurgerður Bronco sem málaður hefur verið í fallegum bláum lit með hvítum áherslum og á stálfelgum með harðgerðum BFGoodrich dekkjum. Þetta er alls ekki Bronco eins og blaðamaður Bílabloggs átti á sínum tíma!

Engin tilviljun

Ekki er sýningin á þessum endurgerða Bronco nein tilviljun, bíllinn var sýndur aðeins degi eftir að Ford veitti okkur fyrstu sýn á hinn endurfædda Bronco 2020 í torfæruformi. Ford er fús til að halda inngjöfinni og minna almenning á að þeir eru að koma með nýjan Bronco – og það að hjálpa til við að smíða einn endurgerðan með GT500-vél er vissulega ein leið til að gera það.

Greinin birtist fyrst þann 6. nóvember 2019.

Meira um nýjan Bronco: 400 hestafla tóndæmi

Klettaklifur á nýjum Bronco

Nýr Bronco kominn til Íslands

Ford Bronco: Nokkrir sérsniðnir

Sett inn
25/1/2022
í flokknum:
Fornbílar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Fornbílar

skoða allt
60 ára Volkswagen rúgbrauð
Fallega ljótur
Einn af 475 eintökum
Að aka versta bíl í heimi

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.