Ford Bronco frá 1968, sem er í eigu fyrrum þáttastjórnandans Jay Leno er með GT500 leyndarmál!

Þetta er ekki venjulegur gamall Bronco - hann er með 5,2 lítra forþjöppu V8 undir vélarhlífinni.

Jay Leno, hinn þekkti fyrrum þáttastjórnandi og bílaáhugamaður kom á SEMA sýninguna í ár með endursmíðaðan Ford Bronco 1968 með áhugaverða sögu. Fyrrum gestgjafi „The Late Show“, Craig Ferguson, gaf Leno gamla jeppann sem brandara vegna þess að bifreiðin var í svo slæmu ástandi. Eftir að hafa setið í fræga bílskúrnum hans Leno um árabil hefur hann tekið höndum saman með Ford Performance og SEMA Garage til að endurvekja hinn vanræktu bíl.

Til útskýringar er SEMA-sýningin (Specialty Equipment Market Association) sýning framleiðenda aukahluta fyrir bíla og slíks búnaðar sem komið var á fót árið 1963

1968 Ford Bronco með GT500 vél

Hvar annars myndu Jay Leno og Ford frumsýna algerlega endursmíðaðan Bronco frá 1968 en SEMA sýninguna? Það er flott útkoma sem sýnir fram á hvernig fjölmargir samstarfsaðilar unnu saman að því að vekja þessa táknmynd aftur með nýjum hlutum í yfirbyggingu, nýjum undirvagn og glitrandi málningarvinnu.

Ójá, og það er 5,2 lítra forþjöppu V8-vél frá Shelby GT500 undir vélarhlífinni.

Leno hefur átt þennan Bronco í mörg ár eftir að sameiginlegur grínisti, sem einnig stjórnaði sama þætti og Leno, Craig Ferguson, gaf honum jeppann. Það sat þó óhreyfður og vantaði mikla alúð í bílskúr grínistans, þar til fyrr á þessu ári þegar Ford og SEMA Garage nálguðust Leno með áætlun. Sú áætlun samanstóð af því að leggja öflugustu verksmiðjusmíðuðu vél Ford í jeppann og tengja með fimm gíra handskiptingu.

GT800 forþjöppu V8 kraftar þessa Ford Bronco frá 1968

Auðvitað voru þetta ekki auðveld vélaraskipti. Ford fékk Bronco leyfishafann Kincer Chassis til að búa til nýjan undirvagn og LGE-CTS Motorsports kortlagði nýja hluti í yfirbugginguna og settu lokaafurðina saman. Kjarni alls er 760 hestafla V8.

Nóg af annarri nútíma verkfræði er haldið á lofti. Bremsurnar koma frá Wilwood, það eru Fox demparara, nútíma millikassi eykur hreystina utan vega og fjöldi annarra hluta gera þetta að stjörnu á SEMA-sýningunni. Innréttingin fær nútímalega yfirferð með nýjum mælum, leðuráklæði og nýju Sony hljóðkerfi.

Að utan, þó, lítur þetta út eins og hvar annar endurgerður Bronco kláraður í fallegum bláum lit með hvítum áherslum og sett af stálfelgum með harðgerðum BFGoodrich dekkjum. Þetta er alls ekki Bronco eins og blaðamaður bílabloggs átti á sínum tíma!

Engin tilviljun

Ekki er sýningin á þessum endurgerða Bronco nein tilviljun, bíllinn var sýndur aðeins degi eftir að Ford gaf okkur fyrstu sýn á hinn endurfædda Bronco 2020 í torfæruformi. Ford er fús til að halda inngjöfinni og minna almenning á að þeir eru að koma með nýjan Bronco – og það að hjálpa til við að smíða einn endurgerðan með GT500-vél er vissulega ein leið til að gera það.

Sett inn
6/11/2019
í flokknum:
Fornbílar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Fornbílar

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.