Íslendingar tæta og trylla í Ameríku

140
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Íslendingar tæta og trylla í Ameríku

Þegar Íslendingar fara til Ameríku getur ýmislegt gerst. Einkum og sér í lagi þegar þeir taka bílana sína með sér og bílarnir eru torfærubílar. Já, lesendur góðir, ég á að sjálfsögðu við íslenska torfæruökumenn sem keppa í torfærunni í Bikini Bottoms.

Bikini Bottoms hljómar í margra eyrum vel. En þegar við bætist Offroad Park þá er ekki annað hægt en að verða spenntur. Bikini Bottoms Offroad Park í Dyersburg í Tennessee: Þangað héldu íslenskir torfæruökumenn, bílarnir þeirra og fjöldi fólks í síðustu viku en um helgina fór fram ORI Cup 2022 og Jakob C var að birta samantekt af því besta.

Geir Evert Grímsson á Sleggjunni landaði fyrsta sæti báða keppnisdagana. Skjáskot/YouTube/JakobC

Endilega kíkið á síðuna hans Jakobs á Facebook og YouTube fyrir meira góðgæti en hér er það nýjasta:

Þessu tengt: 

Þvílík tilþrif í íslenska rallinu

Skemmtun á heimsmælikvarða

Allt getur gerst á Egilsstöðum

Torfærumyndakassinn opnaður: Blönduós 2019

Svipaðar greinar