Gamlar torfærumyndir eru eins áhugaverðar og aðrar. Það væri synd og skömm að birta þær ekki en þessar tók undirrituð á Blönduósi 2019 og var mikið um dýrðir eins og alla jafna í hinni rammíslensku torfæru.

Ef svona „myndasýning“ mælist vel fyrir þá á undirrituð nokkuð bústið myndasafn úr torfærunni frá síðustu árum og mætti birta fleira úr því – hvað segja lesendur? Er áhuginn til staðar?
Eins og keppendur magir vita hefur verið auðsótt mál að fá þessar myndir sé áhugi á því. Þetta sport er nefnilega algjörlega stórkostlegt og er hópurinn sem það stundar ekki sérlega stór en með eindæmum skemmtilegur. Þvílíkir karakterar!

Áhorfendur eru mikilvægur hluti af torfærunni því rétt eins og í Formúlu 1 þá væri sportið nú dapurt ef engir væru áhorfendurnir, ekki satt?
Í stað þess að ég skrifi ógnarlangan texta um allt og ekkert er sennilega best að leyfa myndunum að njóta sín og sjálfsagt er að tjá sig og spyrja í athugasemdum á Facebookþræði færslunnar – hlekkurinn er hér neðst!

Þetta lítur vel út!

En hvað er nú að gerast? Er þetta ekki úr einhverri Marvel-mynd? Sandman …

Æjæj, já þetta er nú partur af torfærunni líka.

Það var þurrt þennan dag og rykið virtist stundum hafa sjálfstæðan vilja.

Stundum byrja menn ekki alveg eins og þeir hefðu óskað sér:

?
?


Og svo er það allt önnur braut og allt upp á við!

Það þarf að berja þessi börð aðeins




Lendingar eru misgóðar. Þessi var, tjah, nokkuð harkaleg.

Gefið í botn til að drífa upp á topp



Ef fartin er ekki nægileg þá tekur þyngdarlögmálið strax í taumana:

?


Byltunum geta fylgt nokkur vel útilátin högg:

Sem betur fer er fátítt að menn slasist

Upp upp og ofar



Flugmenn eru ekki þeir einu sem taka á loft á sínum farartækjum

En lendingarnar eru sennilega mýkri hjá flugmönnunum, enda eru þeir ekki í torfærum



Flughæðin getur orðið nokkur


Og við vissar aðstæður sést hvað er undir bílnum.













Hvað finnst þér, lesandi góður? Var þetta hressandi? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.





Umræður um þessa grein