- Frumsýningardagar 1.-3. júlí
Dagana 1.-3. júlí mun ÍSBAND frumsýna 33” breytingu á Jeep Grand Cherokee Summit Reserve 4xe Plug-In-Hybrid.
Breytingarpakkinn sem sýndur verður samanstendur af 33” dekkjum, 17” felgum, brettaköntum, upphækkun og aurhlífum.

Nýr Jeep Grand Cherokee Summit Reserve kostar 16.990.000 kr. og breytingarpakkinn kostar 2.356.000 kr. og er þá heildarverðið 19.346.000 kr.
ÍSBAND mun bjóða takmarkað magn af bílum með breytingunni á 17.990.000 kr. eða með 1.356.000 kr. afslætti. 5 ára ábyrgð er á nýjum Grand Cherokee og 8 ára ábyrgð er á drifrafhlöðu.
Jeep Grand Cherokee er verðlaunaðasti jeppi sögunnar. Summit Reserve útfærslan er með öllum lúxusbúnaði, s.s. vandaðri leðurinnréttingu, panorama opnanlegu glerþaki, 360° myndavélakerfi, nuddi í framsætum og MacIntosh hljómflutningstækjum. Hátt og lágt drif, driflæsing á afturöxli , stillanleg loftpúðafjörðun og með 33” breytingu er Grand Cherokee reiðubúinn í ljúfan akstur í borg eða við erfiðar aðstæður á torfærum vegslóðum.
Farangursrýmið í Grand Cherokee er eintaklega gott, en það rúmar auðveldlega 4 golfsett og kerrur.
Opnunartími sýningardagana er frá kl. 10-17.
(fréttatilkynning frá Ísband)
Umræður um þessa grein