Laugardagur, 17. maí, 2025 @ 0:25
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Hyundai frumsýnir rafbílinn Ioniq 5

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
24/01/2022
Flokkar: Bílasýningar
Lestími: 3 mín.
267 18
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Hyundai frumsýnir rafbílinn Ioniq 5

Hyundai á Íslandi kynnir á laugardag, 2. október milli kl. 12 og 16, rafbílinn Ioniq 5 sem er alveg nýr bíll, hannaður frá grunni; búinn miklum þægindum og tækni sem ekki hafa sést áður í bílum framleiðandans.

Ioniq 5 er rúmgóður fimm manna fjölskyldubíll með ríkulegan staðalbúnað og 7 ára/150 þús. km framleiðsluábyrgð Hyundai.

Í Ioniq 5 kristallast framúrstefnuleg hönnun í útliti og farþegarými.

Þetta endurspeglast m.a. í innfeldum hurðarhúnum og skellaga vélarhlíf sem eru einkennandi þættir í útlitinu auk sérstæðra afturljósa og ílangra og mjósleginna aðalljósa sem samanstanda af alls 356 díóðum sem varpa björtum ljósgeisla fram á veginn.

Undirvagn og fjöðrun

Ioniq 5 er á nýjum E-GMP undirvagni Hyundai sem er um 4,6 metrar að lengd. Við undirvagninn er MacPherson fjöðrunarbúnaður að framan og fjölliðafjöðrun að aftan sem framkalla framúrskarandi aksturseiginleika, ekki síst í kröppum beygjum.

Ný rafhlaða og 800 V kerfi

Hyundai á Íslandi býður Ioniq 5 með vali um tvær rafhlöður, annars vegar 58 kWh og hins vegar 73 kWh. Rafhlöðukerfi bílsins er 800 volt sem gerir kleift að tengja Ioniq 5 við 220 kW hraðhleðslustöð og hlaða bílinn á aðeins átján mínútum úr 10% í 80%. Það er því ekki að undra þótt erlendir blaðamenn hafi líkt kerfinu í Ioniq 5 við „risastóran orkubanka“ (one giant power bank) enda með öflugustu hraðhleðsluna á markaðnum í sínum stærðarflokki.

Fallegt farþegarými

Farþegarými Ioniq 5 er hannað með mikil þægindi í huga. Sem dæmi má nefna að gólfið er flatt og þægilegt í umgengni, ekki síst aftur í. Hægt er að halla sætisbaki framsæta á þann veg að setan lyftist svo úr verður hægindastóll. Í glerþakinu er svo innbyggð sólarsella til að hlaða síma og önnur viðtæki og í mælaborði eru tveir hliðstæðir 12,3″ skjáir fyrir stjórnmæla, upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem veita einfaldan aðgang að öllum aðgerðum.

1,6 tonna dráttargeta

Farangursrýmið er 527 lítrar og stækkanlegt í 1.587 lítra með niðurfelld sætisbök auk þess sem hægt er að færa aftursætin í heild fram um 20 sentimetra. Að lokum má svo nefna að Ioniq 5 getur dregið allt að 1,6 tonn á dráttarkróki.

Comfort, Style og Premium

Ioniq 5 fæst í þremur mismunandi búnaðarútfærslum; Comfort, Style og Premium, sem kosta á bilinu 5.990.000 til 8.390.000 króna. Í Ioniq 5 með 58 kwh rafhlöðunni er rafmótor fyrir afturdrif sem skilar 170 hestöflum, 350 Nm togi og 384 km drægni. Með afturhjóladrifnum bíl og 73 kwh rafhlöðu fást 218 hestöfl og 350 Nm tog sem skila bílnum í 100 km/klst á 7,4 sekúndum og er drægni rafhlöðunnar allt að 481 km.

Síðast en ekki síst er Ioniq 5 með stærri rafhlöðunni boðinn fjórhjóladrifinn, þar sem rafmótorinn skilar 306 hestöflum, 605 Nm togi og 460 km drægni og er sú útgáfa Ioniq 5 aðeins 5,2 sekúndur í hundrað. Allar útfærslur eru ríkulega búnar staðalbúnaði og með Ioniq 5 Comfort er val um hvora rafhlöðuna sem er og einnig um afturdrif eða fjórhjóladrif. Style og Premium, sem eru með meiri búnaði, eru einungis boðnar með stærri rafhlöðunni og fjórhjóladrifi. Hægt er að kynna sér nánar búnað Ioniq 5 á hyundai.is.

Viltu lesa meira um Ioniq 5? Reynsluakstursgrein um Ioniq 5 má lesa HÉR.

Fyrri grein

Ljúfur í akstri, orkumikill og sprettharður

Næsta grein

400 hestafla tóndæmi

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

Höf: Pétur R. Pétursson
16/05/2025
0

Land Rover við Hestháls heldur vorsýningu á helstu bílum sínum á laugardag, 17. maí milli kl. 12 og 16, þar...

Sumarsýning Heklu fer fram laugardaginn 17. maí, frá kl.12 til 16.

Sumarsýning Heklu fer fram laugardaginn 17. maí, frá kl.12 til 16.

Höf: Pétur R. Pétursson
16/05/2025
0

Hekla kynnir nýjan og glæsilegan Škoda Enyaq, nýtt og betra verð á Audi Q6, auk sértilboðs á Volkswagen ID.4 GTX. Nú...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

Bílasýningin í Sjanghæ opnar með tolla Trumps og öryggi í aðalhlutverki

Bílasýningin í Sjanghæ opnar með tolla Trumps og öryggi í aðalhlutverki

Höf: Jóhannes Reykdal
23/04/2025
0

SHANGHAI - Reuters News - Helstu árlegar bílasýningar Kína eru orðnar sýningargluggi fyrir uppgang sífellt ódýrari rafbíla sem afkasta betur...

Næsta grein
2022 Ford Bronco Raptor: 400 hestöfl í torfærurnar

2022 Ford Bronco Raptor: 400 hestöfl í torfærurnar

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaheimurinn

Þjónustudagur Toyota

16/05/2025
Bílasýningar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

16/05/2025
Bílasýningar

Sumarsýning Heklu fer fram laugardaginn 17. maí, frá kl.12 til 16.

16/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.