Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast.
Þegar stroka leiðir til að „ýta“
Undanfarinn áratug hafa bílaframleiðendur verið að flýta sér að skipta út hnöppum og rofum fyrir slétta snertiskjái og snertifleti. Innréttingar hafa orðið naumhyggjulegar en margir ökumenn eru svekktir og rannsóknir sýna að truflun við akstur vegna þessa tæknibúnaðar er út úr korti.

Viðbragðstími þegar þú notar hluti eins og snjallsímaspeglun (Apple CarPlay og Android Auto) er verri en að vera drukkinn eða þreyttur. Jafnvel grunnaðgerðir, eins og að stilla miðstöð eða hljóðkerfi á skjá, eru truflun sem eru ekki bara pirrandi heldur hugsanlega hættulegar.
Rannsóknir benda til þess að umtalsverður fjöldi neytenda sé óánægður með snertifleti í stýri og snertiskjástýringar fyrir nauðsynlega eiginleika eins og hljóðstyrk.
Nú, eftir bylgju mótmæla viðskiptavina og nýrra öryggissjónarmiða, eru nokkrir stórir bílaframleiðendur að snúa stefnunni við. Þó að það verði ekki viðsnúningur á einni nóttu, hafa nokkrar breytingar þegar verið gerðar og fleiri áætlanir um að koma aftur á hnappastýringu.
Af hverju hnappar eru að koma aftur
Snertiviðmót lofuðu einfaldri hönnun og stafrænum sveigjanleika, en þau voru ekki eins frábær eins og haldið var. Bílaframleiðendur töldu að fleiri skjáir væru betri.
Fjöldi skjáa sýndu að bílar þeirra gætu verið tækniframsæknir og ferskir, en það komu hins vegar kvartanir.
Á hverjum degi jókst gremja vegna þess að það, að grafa upp stýringar fyrir loftræstingu eða sætishita í undirvalmyndum, gerði algeng verkefni óþarflega flókin og pirrandi fyrir notendur. Rannsóknir, eins og sú frá sænska miðlinum Vi Bilägare, sýndu að virkni snertiskjás tók umtalsvert lengri tíma en að það hefði verið einfaldur takki til að ýta á.

Japanskir bílaframleiðendur hafa síður sagt skilið við takkana.
Annar stór hvati á bak við breytinguna fyrir evrópska bílaframleiðendur er þrýstingur vegna reglugerða. Evrópskar öryggisstofnanir, þar á meðal Euro NCAP, munu brátt verðlauna bíla sem hafa takka stjórn á nauðsynlegum aðgerðum eins og rúðuþurrkum, hættuljósum og aðalljósum.
Frá og með janúar 2026 mun Euro NCAP krefjast áþreifanlegra stýringa fyrir kjarnastarfsemi til að ökutæki uppfylli skilyrði fyrir hæstu öryggiseinkunnir. Það er ekki eins og NCAP muni banna bíla án þeirra, en skilaboðin eru skýr: fylgdu reglum eða taktu afleiðingunum.
Byggt á grein af Autoblog