Hekla og Bílablogg í samstarfi
Næstu sex mánuðina ætlum við að lýsa upplifun okkar á því að aka um á rafmagnsbíl. Markmiðið er að gefa lesendum okkar innsýn í daglegt líf rafbílanotenda.

Hekla leggur til bílinn og munum við nota hann eins og okkar eigin bíl yfir sex mánaða tímabil.
Stefnan er að blogga um rafmagnaða upplifun okkar og fylgja eftir með myndböndum, viðtölum og umfjöllun um allt sem viðkemur því að skipta yfir í rafbíl og notkun hans.
Við munum nota nýjustu gerð rafmagnsbíls frá Volkswagen af gerðinni ID.4 1st. Editon með 77 kWh rafhlöðu. Þessi bíll er með afturhjóaldrifi, drægnin um 500 km. skv. WLTP staðlinum og aflið er um 204 hestöfl. ID.4 er fimm manna rúmgóður fjölskyldubíll. Hér má lesa um reynsluakstur okkar á bílnum.
Er Ísland aftarlega á merinni?
Við ætlum að leita svara varðandi stöðu innviða uppbyggingar fyrir rafmagnsbíla á Íslandi og bera saman við nágrannaþjóðir. Ræðum við forkólfa vegakerfisins, tæknigúrúa og þá sem þegar hafa skipt yfir í rafmagnsbíla og fáum þeirra sjónarmið fram.
Hleðslustöðva prófessorar
Hleðslustöðin er hin nýja „bensíndæla” og margir eflaust spenntir að heyra meira um svoleiðis búnað. Hvaða lausn hentar hverjum og hvað eru slík búnaðarkaup og uppsetning að kosta.

Endurmenntun umboðsaðila
Ásamt þessu ætlum við að gefa innsýn í muninn á notkun rafmagnsbíla og hefðbundinna, skoða hvernig tæknibyltingin hefur haft áhrif á bílaumboðin og þeirra þjónustu og skoða sem flesta snertifleti á rafbílatækninni.
Þjáist þú nokkuð af drægnikvíða?
Það er von okkar að við getum boðið upp á skemmtilega þætti og greinar sem lýsa sem best upplifun okkar, stöðu tæknibyltingarinnar og hverjar breytingarnar eru við umskipti yfir í rafmagnsbíl.
Umræður um þessa grein