Mánudagur, 14. júlí, 2025 @ 19:22
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Rafbíll frá VW í sömu stærð og Passat

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
18/09/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 3 mín.
279 6
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Rafbíll frá VW í sömu stærð og Passat

  • 2023 árgerð Volkswagen Aero B sést í reynsluakstri
  • Volkswagen mun brátt gera ID.Vizzion hugmyndabílinn að veruleika, sem gæti verið sá rafbíll, byggður á MEB-grunninum, sem er með lengsta drægni

Við höfum öðru hvoru fjallað um hugmynd Volkswagen að nýjum meðalstórum rafdrifnum fólksbíl, sem þeir hafa kallað ID Vizzion.

Hugmyndabíllinn hefur verið sýndur á bílasýningum, til dæmis í Los Angeles, en núna er framleiðandinn kominn skrefinu lengra með bíl sem byggður er á þessum grunni, því sá bíll er kominn í reynsluakstur.

Auto Express bílavefurinn birti nefnilega fyrir nokkrum dögum njósnaljósmyndir af nýja Volkswagen Aero B í prófunum á þjóðvegum.

Þessi rafmagnaði stóri hlaðbakur verður frumsýndur árið 2023, og mun keppa við Tesla Model 3 og virka sem rafmagnsvalkostur við Passat.

Byggður á ID.Vission

Aero B er framleiðsluútgáfan af ID.Vizzion hugmyndabílnum sem var afhjúpaður á bílasýningunni í Genf 2018 – og á sýningunni sögðu forráðamenn Volkswagen að fullbúinn bíll gæti ekið allt að 600 km á einni hleðslu.

Miðað við núverandi rafhlöðutækni Volkswagen, þá ætti þessi bíll auðveldlega að ná þessari drægni, sérstaklega þegar litið er til lítillar loftmótsstöðu í hönnun Aero B. ID.4 Life sem var frumsýndur í Munchen á dögunum, er búinn 77kWh rafhlöðu vörumerkisins og 201 hestafls rafmótor að aftan, getur farið allt að 520 kílómetra á hleðslunni.

Aero B mun líklega nota sömu rafhlöðu, rafmótora og MEB grunn og ID-bílar Volkswagen.

Nefið á bílnum er tiltölulega stutt og lágt; svæðið í kringum C-bitann er breitt og hátt og ökumaðurinn situr ansi framarlega, þar sem farþegarými og yfirbygging hefur verið aðlöguð til að búa til pláss fyrir rafmótorinn á afturöxlinum.

Aldrif hugsanlega í pípunum

Við getum einnig búist við fjórhjóladrifinni útgáfu (hugsanlega GTX-vörumerki) af Aero B, með rafmótor á báðum öxlum og samsett afköst 295 hestöfl og 310 Nm tog. Sama aflrás er þegar fáanleg í ID.4 GTX.

Væntanlega mun Volkswagen setja seinna á markað stationútgáfu af Aero B líka eins og ID. Space Vizzion hugmyndabíllinn sýndi á bílasýningunni í Los Angeles 2019.

Sá hugmyndabíll var einnig með tveggja mótora drifrás sem framleiðir heil 335 hestöfl.

Það á eftir að koma í ljós hvort þessi aflrás komist í framleiðslu. ID.X hugmyndabíllinn (sem kom fram á undan ID.4 GTX), var með þessi afköst, en það var svo skorið niður í 295 hestöfl þegar bíllinn fór í framleiðslu, svo það er líklegt að Volkswagen muni gera það sama með Space Vizzion.

Að innan er búist við að Aero B muni deila sama samhæfða stafræna mælaborðinu og 10 tommu upplýsingaskjá og aðrar MEB gerðir Volkswagen.

Það lítur sömuleiðis út fyrir að það sé nóg pláss fyrir farþega í aftursæti, þar sem há staða afturendans, sem sést á þessum njósnamyndum, sýnir glögglega aftursæti bílsins og fótarýmið.

(Frétt á vef Auto Express)

Fyrri grein

Álitlegur sjö sæta Dacia Jogger

Næsta grein

„Body Kit“ fyrir Land Cruiser 300

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Fiat kynnir mild-hybrid útgáfu af 500e

Fiat kynnir mild-hybrid útgáfu af 500e

Höf: Jóhannes Reykdal
11/07/2025
0

TÓRÍNÓ - ÍTALÍU — Fiat kynnti 4. úlí milda-hybrid útgáfu af 500e, sem er rafknúinn bíl, sem mun koasta um...

Mercedes mun smíða nýjan CLA á þremur vöktum vegna fjölda pantana

Mercedes mun smíða nýjan CLA á þremur vöktum vegna fjölda pantana

Höf: Jóhannes Reykdal
10/07/2025
0

BERLÍN — Mercedes-Benz mun auka framleiðslu á nýja CLA-bílnum sínum í þrjár vaktir á seinni hluta ársins vegna mikillar eftirspurnar,...

Hugmyndin að Renault 5 4×4 gæti verið fullkominn ferðabíll

Hugmyndin að Renault 5 4×4 gæti verið fullkominn ferðabíll

Höf: Jóhannes Reykdal
06/07/2025
0

Glæsilegur rafmagnssmábíll fær 100 mm hækkun á fjöðrun, breiða hjólboga og þykk utanvegadekk Renault 5 er einn af áhugaverðari minni...

Skoda kynnir mögulegan Octavia rafbíl á bílasýningunni í München

Skoda kynnir mögulegan Octavia rafbíl á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
03/07/2025
0

Skoda mun sýna hugmyndabíl af station-bíl á IAA bílasýningunni í München í september, þar sem mögulegur rafknúinn Octavia verður kynntur,...

Næsta grein
Er Rivian nýjasta þjóðarstoltið?

Er Rivian nýjasta þjóðarstoltið?

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Ford Ranger PHEV, örlítið fordómafull byrjun

13/07/2025
Bílasagan

Algjör veisla fyrir rúntara

12/07/2025
Bílaframleiðsla

Fiat kynnir mild-hybrid útgáfu af 500e

11/07/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.