Fimmtudagur, 15. maí, 2025 @ 2:47
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Líf bílaspæjarans

Malín Brand Höf: Malín Brand
25/10/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
270 14
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Þegar við sjáum myndir af sebramynstruðum bíl sem var „spottaður“ við prófanir, hugsum við ekki endilega um vinnuna að baki þessum myndum. Svo ekki sé minnst á hagsmunaárekstra sem verða á milli „bílaspæjarans“ og bílaframleiðandans!

„Spy photography“

Njósnamyndir, spæjaraljósmyndun, spægipylsa… Hér nota ég orðið „bílaspæjari“ yfir það sem á ensku kallast „spy photographer“. Sá sem stundar „spy photography“ kallast hér bílaspæjari en rétt rúm tvö ár eru liðin síðan brautryðjandi á þessum sérstaka starfsvettvangi féll frá.

Jim Dunne hét hann og var algjör goðsögn í heimi bílaspæjara. Hann vann við hið vinsæla tímarit, Popular Science (síðar Popular Mechanics), í Detroit um 1960. Í bílaborginni miklu veitti hann því athygli þegar verið var að prófa bíla sem ekki voru komnir á markað og fór að fylgjast með og mynda þá. Meira um það hér.

Hagsmunaárekstrar

Bílanjósnir snúast um að ná góðum ljósmyndum af bílum „sem eru ekki til“ í rauninni. Bílum sem enn er verið að prófa áður en þeir eru kynntir til leiks.

Fyrir slíkar myndir er hægt að fá greidda dágóða summu. Í myndbandi hér að neðan (frá 2017) kemur fram að ljósmyndarar fái á bilinu 300 til 10.000 dollara fyrir hverja mynd. Allt að 1.300.000 krónur!

Verkfræðingar, hönnuðir og aðrir sem „eiga“ eitthvað í bílnum sem verið að prófa vilja, eðli máls samkvæmt, ekki að „sköpunarverkið“ verði opinberað of snemma. Þeir geta því, sumir hverjir, orðið taugatrekktir þegar bílaspæjarar með myndavélar á lofti, sitja um sköpunarverkið. Þó að bíllinn sé dulbúinn er þetta samt mjög viðkvæmt allt saman og þess vegna þurfa ljósmyndararnir að laumast og „spæja“.

Hættulegt „djobb“

Þeir sem að prófunum bílanna standa (verkfræðingar o.fl. sem nefndir voru hér að ofan) verða jafnvel svo trekktir á taugum að þeir hafa ráðist á bílaspæjara.

Ljósmyndarinn Brenda Priddy hefur reynt eitt og annað á löngum ferli. Verkfræðingur ýtti eitt sinn svo harkalega við myndavélinni hennar að illa fór. Priddy var altsvo að taka mynd þegar maðurinn ýtti hraustlega við henni og tókst honum að nefbrjóta ljósmyndarann!

Öðru sinni reyndi bílstjóri bíls sem verið var að prófa að þvinga ljósmyndarann út af veginum og slapp hún naumlega í það skiptið. Jú, svo var það einhver sem kastaði grjóti á eftir henni.

Þetta er ekki vettvangur fyrir ljósmyndara sem vilja öðlast vinsældir. Það gerist annars staðar.

Eins og fram kemur bæði í meðfylgjandi myndbandi (hér fyrir neðan) og í grein sem lesa má hér þá er auglýsingagildið mikið sem felst í birtingu njósnamynda. Þ.e. fyrir framleiðandann. Eftirvæntingin og forvitnin sem skapast meðal kaupenda er oftar en ekki „milljón dollara“ virði, eins og maður segir.

Aðferð notuð í fyrri heimsstyrjöldinni

Misjafnt er hvernig bílarnir eru dulbúnir en það er engin hending sem ræður því. Felubúningurinn eða dulargervið á meira að segja rætur að rekja til kafbátahernaðar fyrri heimsstyrjaldar!

Með því að mála skipin í stríðinu á vissan hátt (sjá myndband) virtust þau bjöguð því mynstrið blekkti augað. Voru skipin máluð með það í huga að horft væri á þau „að neðan“, þ.e.a.s. frá sjónarhorni þess sem horfði á skipið gegnum sjónpípu kafbáts. Það sjónarhorn þurfti að bjaga og rugla. Frá því sjónarhorni reyndist erfitt að greina í hvaða átt skipið stefndi, hraða þess og fjarlægð. Allt þetta gerði andstæðingum erfiðara að miða út skotmarkið og auðvitað að hitta það. Að viðbættum öldugangi, þokumóðu og úða í loftinu var allt orðið mun erfiðara.

Allar þessar rákir, rendur, krullur og krúsídúllur gera það að verkum að virkilega erfitt er að greina nákvæmar útlínur bílanna.

Margir hafa bent á að bíll í „dulargervi“ hljóti að vekja mun meiri athygli en aðrir. Ljósmyndarinn Brenda Priddy sagði í myndbandinu sem hér fylgir að besta „gervið“ sem hún muni eftir hafi verið á GM „minivan“ sem voru einfaldlega merktir með límmiðum eins og bílar iðnaðarmanna. „Jói pípari“ eða eitthvað í þá veru getur virkað ágætlega í sumum tilvikum. Jú, einn bíllinn var svo „dulbúinn“ sem flugvallarúta eða skutla.

En skræpótti dulbúningurinn virkar samt vel. Allar þessar rákir, rendur, krullur og krúsídúllur gera það að verkum að virkilega erfitt er að greina nákvæmar útlínur bílanna. Ekki eingöngu ruglar mynstrið mannsaugað heldur líka „autofocus“ eða sjálfvirkan fókus myndavélarlinsunnar.

Nauðsynlegt að prófa á almannafæri

Þó að bílaframleiðendur eigi sín prófunarsvæði þá er það ekki nóg til að fullreyna bíl fyrir framleiðslu.  Alls konar vindgöng, brautir, undirlag og yfirborð má „búa til“ en öllu snúnara og raunar ómögulegt, er að hanna hliðstæðu við veruleikann: Umferðargötur og hraðbrautir þar sem allt getur gerst er eitthvað sem verður að prófa. Það eru aðstæður og umhverfi sem ekki er hægt að setja á svið og þess vegna eru bílanjósnarar mjög útsmognir við að finna staði og koma sér fyrir til að ná myndum.

Bílaspæjarar að störfum! Skjáskot úr myndbandinu sem fylgir greininni.

Nóg um það! Byrjum á þessu myndbandi til að sjá bílaspæjara að störfum:

Og hér er rætt við ljósmyndara, hönnuði og fleira gott fólk:

Fyrri grein

Nýr Renault Megane eVision kynntur

Næsta grein

Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Höf: Jóhannes Reykdal
13/05/2025
0

Nýr Volvo sportjeppi er fyrst og fremst hannaður fyrir kínverska markaðinn en alþjóðleg kynning er í skoðun. Volvo er að...

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

Næsta grein
Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

14/05/2025
Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.