Þann 14. júlí verður Hyundai Ioniq 6 frumsýndur í Suður-Kóreu en fyrir fáeinum dögum birti framleiðandinn örstutt myndband þar sem fólksbíllinn er kallaður „Electrified Streamliner“. Það sem sést hefur af bílnum gefur einmitt almennilega straumlínulögun til kynna.

Það er kóreska bílabloggið, Korean Car Blog (KCB), sem greinir frá þessu en þeir (eða einhverjir þeim tengdir) hafa á síðustu mánuðum náð nokkrum „njósnamyndum“ af Ioniq 6 í prófunum og auðvitað felubúningi.

Ekki veit maður hverjum ber að hrósa fyrir þær myndir sem dregnar hafa verið upp af bílnum út frá því sem ráða mátti af njósnamyndunum, en fallegur er sá bíll sem þar birtist (myndirnar sem hér sjást). Vonandi eru þær ekki fjarri raunveruleikanum.

Bílasýningin í Busan

Það eru rúmar þrjár vikur í alþjóðlegu bílasýninguna í Busan í S-Kóreu og þar verður Ioniq 6 á meðal helstu númera í flóru frumsýninga.

Sýningin er alla jafna haldin annað hvert ár en út af leiðindum síðustu tveggja ára þurfti auðvitað að fresta bílasýningunni. Það eru því liðin fjögur ár frá síðustu bílasýningu í Busan og eflaust verður gríðarlegt fjör á sýningunni (14. til 24. júlí).

Ætlar sér langt á hleðslunni

Eins og við höfum áður komið inn á er Ioniq 6 smíðaður á undirvagni sem ber heitið Electric Global Modular Platform, eða einfaldlega E-GMP, og verður drægni bílsins 515 kílómetrar.  

Meðfylgjandi myndir eru sem fyrr segir byggðar á því sem menn sjá fyrir sér en við birtum myndir af Ioniq 6 um leið og búið er að taka lakið af honum í Busan þann 14. júlí.

Hér er myndbandið sem framleiðandinn birti á dögunum og það sem minnir þarna á baun (eða JellyBean) hlýtur að vera vísun í lögun bílsins frekar en annað!

Tengt efni: 

Hyundai Ioniq 6 ætlar að ná langt

Ioniq 5: Kemst lengra en gefið er upp

Hyundai Ioniq 5 heimsbíll ársins 2022

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Sett inn
18/6/2022
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.