Audi hættir með TT

Audi hættir með TT samhliða því að stefna að því að verða betri en Tesla sem aðal rafbíllinn
Þegar honum var hleypt af stokkunum árið 1998, sýndu hallandi þak TT og áferðarfalleg hönnun breytinguna frá fyrri gerðum fólksbíla frá Audi á áþreifanlegan hátt.

Frá Þýskalandi berast þær fréttir að Audi muni hætta með sinn táknræna TT sportbíl og skipta honum út með rafknúnu ökutæki sem hluti af áætlun um að fara fram úr Tesla sem leiðandi bílaframleiðanda.

Þegar Audi TT var hleypt af stokkunum árið 1998 náði þessi tveggja sæta sportbíll hylli fjölmargra aðdáenda og sem meira um vert, setti það Audi á stall sem leiðtoga hönnunar. Þetta hjálpaði til við að greina þá frá bílum á borð við BMW og Mercedes sem átti líka þátt í átta ára vaxandi velgengni sem aðeins lauk á síðasta ári.

Audi útskýrði stefnu sín þar sem var lögð áhersla á sjálfbærni sem felur í sér 20 gerðir knúnar rafhlöðum á ársfundi fyrirtækisins í Neckarsulm í Þýskalandi í vikunni. Frá árinu 2025 mun framboð Audi innihalda meira en 30 gerðir sem eru rafknúnar, þar af 20 sem eru eingöngu knúnar rafmagni að sögn Audi.

Á næstu misserum viljum við vera með sterkasta framboð gerða með rafmagni meðal samkeppnisaðila“, segir forstjóri Audi, Bram Schot.

Schot sagði að þessi stefna snérist svo mikið um sjálfbærni sem þýddi að Audi yrði að skera niður nokkrar gerðir sem ekki lengur skiluðu efnahagslegum ábata. Þetta innifelur TT-sportbílinn. Innan fárra ára mun Audi skipta honum út með nýjum rafknúnum bíl á sama verði.

Audi áformar einnig aðrar breytingar í framboði sínu. "Næsta kynslóð Audi A8 gæti vel verið rafmagnsbíll. Ekkert hefur verið ákveðið enn þá en ég get vel ímyndað mér það“, sagði  Schot og bætti við að arftaki flaggskipsins frá 2017 gæti verið orðið „alveg ný hugmynd“.

Schot kastaði því einnig fram hvort R8 sportbíll Audi, sem er knúinn með hefðbundinn brunavél, samsvaraði enn þá sýn fyrirtækisins.

Miða að einni milljón rafbíla

Á miðjum næsta áratug miðar Audi að því að selja eina milljón rafknúinna ökutækja og tengitvinnbíla. Þess vegna er nú búist við að um 40 prósent bíla Audi verði rafknúin ökutækj, sem er aukning frá þriðjungi áður.

Audi tók fyrstu sporin í þessa átt þegar byrjað vara ð afgreiða fyrstu bílana af hinum nýja e-tron „crossover“ rafbílnum í Evrópu í mars.

Alexander Seitz, aðal fjármálastjóri Audi tók undir þessar nýju áætlanir, og hafnaði þeirri forsendu að fjármálastjórum mislíki rafbílar vegna þess að þeir séu með lægri framlegðarmörk og minni arðsemi. Seitz hélt því fram að sérhver rafbíll sem selst gæti hugsanlega náð verðmætum ávinningi, svo sem á tilteknum mörkuðum eins og Kaliforníu og Kína. „ Ávinningur í losun CO2 er í raun hreinar tekjur í heiminum í dag," sagði hann við hluthafana. „Sem fjármálastjóri hlakka ég nú þegar til allra seldar rafmagnsbíla, jafnvel þótt arðsemi þeirra geti ekki náð því sem er í hefðbundnum ökutækjum“.

Meiri endurnýting og endurvinnsla

Audi vill einnig draga úr notkun, endurnýta og endurvinna auðlindir sínar. Búist er við að verksmiðjurnar í Þýskalandi, Ungverjalandi og Mexíkó muni starfa CO2-hlutlausar árið 2025, fimm árum fyrr en spáð var í mars. Þetta þýðir einnig að öll verðmætikeðjan verður að vera sjálfbærari í því ferli. „Betra CO2 fótspor byrjar hjá birgjum okkar. Við gerum þetta í lykilatriði í samningum við birgja“, sagði Schot.

Audi er nýjasti þýski bílaframleiðandinn til að velja sjálfbærni sem grunnstoð í stefnu sinni alla leið að einstökum hlutum. Volkswagen og Mercedes sögðu nýlega að þeir myndu gera þetta að skilgreindu viðmiði hér eftir.

Audi hefur reynt að losa sig undan stöðugum straumi neikvæðra fyrirsagna frá því að opinberanir hafa leitt í ljós lykilhlutverk í dísil-svindl hneyksli Volkswagen Group. Forstjórinn til langs tíma, Rupert Stadler, neyddist til að segja af sér á síðasta ári eftir að hann var handtekinn af þýskum yfirvöldum vegna grun um að eyðileggja sönnunargögn.

(byggt á Automotive News Europe)

Sett inn
24/5/2019
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.