2021 Kia Sorento verður frumsýndur 19. mars

-frumsýningin verður á Facebook
2021 Kia Sorento. Ljósmyndir Kia

Kia ætlaði að afhjúpa Kia Sorento 2021 fyrr í þessum mánuði á bílasýningunni í Genf, en vegna útbreiðslu á kórónavírus var sýningunni aflýst. Nú hefur Kia tilkynnt að þeir muni afhjúpa Sorento 2021 á Facebook, 19. mars.

Frumsýndur á fimmtudaginn 19. mars

Kia Sorento árgerð 2021 mun verð frumsýndur klukkan 13:30 á okkar tíma hér á Íslandi (12:30 CET) í beinni útsendingu á Facebook. Þar sem enginn fjölmiðill verður til staðar til að spyrja spurninga ætlar Kia að láta áhorfendur á Facebook leggja fram spurningar til Kia teymisins sem munu svara í rauntíma eftir kynninguna. Notendur Facebook sem leggja fram spurningar eiga möguleika á að vinna eina af 60 sex mánaða prent og stafræna áskrift að TIME tímaritinu. Sigurvegarar verða valdir út frá gæðum spurninga sinna.

Fyrir þá sem vilja fylgjast með frumsýningunni er bara að leita eftir Kia Motors Worldwide á Facebook

Sem betur fer fyrir okkur sendi Kia út nokkrar myndir af nýja bílnum í aðdraganda bílasýningarinnar í Genf og nokkrar upplýsingar um fjórðu kynslóð Sorento. Kia segir að „skarpari línur, hátæknileg atriði og lengd hlutföll í hönnun veiti bílnum og farþegum öruggari og þroskaðri nærveru“. Kia heldur því einnig fram að Sorento 2021 „sé einn fjölhæfasti og rúmbesti þriggja sætaraða sportjeppinn á vegunum“. Þetta eru stór orð en við sjáum þetta betur eftir fimmtudaginn 19. Mars.

Sett inn
18/3/2020
í flokknum:
Bílasýningar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílasýningar

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.