Ford að verða tilbúnir með nýjan „smájeppa“ fyrir Evrópu
Byggður á grunni Fiesta. Nýr Kuga einnig á leiðinni.

Ef allt fer fram sem horfir þá mun nýr smájeppi byggður á grunni Fiesta koma á markað ásamt því að ný útgáfa af Kuga er einnig á leiðinni á markað í Evrópu á næstu 12 mánuðum sem hluti af áætlun Ford að einbeita sér að fleiri valkostum á jeppamarkaðnum í Evrópu.
Ford hefur sagt að bílar með meiri veghæð muni verða meginhluti endurskipulagningaráætlana sinna í Evrópu þar sem fyrirtækið reynir að ná samkvæmni í arðsemi á svæðinu, eitthvað sem ekki hefur náðst í tvo áratugi.
„Crossover-bílar“ og jeppar er markaður sem neytendur eru að færa sig í til og við munum halda áfram að vaxa og þróa þessi viðskipti“. sagði Steve Armstrong, forstjóri Ford Evrópu, þann 16. janúar og tilkynnti nýjustu endurskipulagningaráætlun bílaframleiðandans fyrir Evrópu.
Smíðaður í Rúmeníu
Þessi litli jeppi verður smíðaður á verksmiðjui Ford í Craiova í Rúmeníu og gæti verið kallað Puma. Reiknað er með frumsýningu á sýningunni í Frankfurt í september. Hann kæmi þar í staðinn fyrir EcoSport.
Ný kynslóð Kuga
Önnur kynslóð Ford Kuga, sem er markaðssettur undir heitinu Escape í Bandaríkjunum, hefur sést í akstursprófunum í nágrenni Detroit undanfarna daga. Reiknað er með því að hann fari í sölu í Bandaríkjunum á seinni hluta ársins.
Ford hefur ekki sagt hvenær nýr Kuga muni fara í sölu í Evrópu. Hann kom fram á sjónarsviðið árið 2008. Ford smíðar Kuga í Valencia, Spáni.
Góð sala í jeppum á Evrópumarkaði
Ford hefur sagt að fyrirtækið hefði selt metfjölda jeppa árið 2018 í Evrópu, seldu meira en 250.000 í fyrsta sinn og þessi sala er nálægt fimmta hluta af sölu ökutækisins.
Kuga var eini bíll Ford sem smíðaður er í Evrópu og skilaði hagnaði á seinni hluta 2018. Sendibílar Ford komu einnig vel út á þessum markaði.
Fyrstu rafbílarnir koma 2020
Ford hefur sagt að fyrsti rafknúinn bíllinn sem þeir hanna frá grunni muni verða jeppi og koma á Evrópumarkað árið 2020. Bíllinn er sagður vera innblásinn af Ford Mustang.
„Baby-Bronco“ á leiðinni
Í Bandaríkjunum er Ford einnig að undirbúa að markaðssetja litla útgáfu af komandi Bronco jeppanum, kallaður „Baby Bronco“ í fjölmiðlum. Þessi gerð gæti komið til Evrópu til að gefa Ford betri samkeppnisstöðu við bíla á borð við Jeep Renegade.

Fleiri rafmagnsútgáfur
Hvað varðar nýja jeppa frá Ford er gert ráð fyrir að þeir verði í fjölbreyttum útgáfum, væntanlega tengitvinnbílar, sem hluti af áætlun fyrirtækisins um að bjóða upp á rafmagnsútgáfur af öllum nýjum bílum sínum, frá og með Focus og Mondeo síðar á þessu ári.
?