Fór kvartmíluna á 10,665 sek. á Mustang Shelby GT500
Ford Mustang Shelby GT500, árgerð 2020, 760 hestöfl, 847,4 NM tog, hraðvirk tveggja kúplinga sjálfskipting og 8 strokka vél, löglegur götubíll í henni Ameríku og lagerbíll frá Ford fór kvartmílu á 10,665 sekúndum.


Shelbyinn fór kvartmíluna á 10,665 sekúndum á rétt um 214 km. hraða.

Ford gefur upp að Shelby GT500 vegi 1.916 kg. Reyndar mældist þyngd bílsins sem í fór kvartmíluna á þessum tíma ekki nema 1.851 kg. með afturstætum. Ford gefur einnig upp að aflið sé um 760 hestöfl en mæling sem eigandi bílsins lét fara fram á bílnum sýndi að aflið náði aðeins 705 hestöflum út í afturhjól.
Síðast en ekki síst hefur Ford gefið upp að bíllinn geti farið kvartmíluna á 10,7 sek. við bestu skilyrði. Pilturinn ungi sem virðist vera nýkominn með prófið náði hins vegar að fara kvartmíluna á 10,665 á 214 km. hraða og sprengja þannig skala framleiðandans. Við erum að tala um hreinan og kláran lagerbíl, óbreyttan Ford Mustang Shelby GT500. Í október síðastliðnum fór REVan Evan kvartmíluna á 10,61 sekúndu á Bradenton Motorsports Park í Florida á algjörlega óbreyttri gerð Mustang Shelby GT500.


Það má því til sanns vegar færa að Ford Mustang Shelby GT500, árgerð 2020 er villdýr á vegi hvort sem er á keppnisbraut eða ísbíltúrnum.

Meðfylgjandi myndband sýnir aksturinn og upplifun bíleigandans þar sem hann í gleði sinni talar um heimsmet, en þar er reyndar farið ansi frjálslega með staðreyndir.
(Byggt á frétt www.autoevolution.com)