Miðvikudagur, 7. maí, 2025 @ 23:10
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Fallegasti bíllinn og af hverju?

Malín Brand Höf: Malín Brand
23/10/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 6 mín.
270 17
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Fallegasti bíllinn og af hverju?

Þetta er spurning sem undirritaðri þykir nokkuð erfið og virkilega stór! Það er þó ekki að sjá að þeim eðalnáungum sem henni svöruðu árið 1970 hafi þótt þetta mjög snúin spurning. Svörin eru skemmtileg og vel rökstudd!

Í augum sumra eru bílar einföld farartæki á fjórum hjólum. Að mati annarra eru þeir í ætt við háþróuð listaverk. Blaðamaður Lesbókar Morgunblaðsins komst skemmtilega að orði hvað þetta snertir í apríl 1970 en hann skrifaði:

„Bílar virðast hafa mismunandi skapgerð; sumir heilla við fyrstu sýn, en falla við nánari kynni. Aðrir láta lítið yfir sér í fyrstu, en sanna kosti sína í daglegri notkun, þegar frá líður. Sumir eru duttlungafullir og óvarlegt að treysta þeim, sumir eru latir og sumir eru viljugir. En umfram allt, eins og öll mannanna verk, eru bílar meira og minna ófullkomnir.“

Í sama tölublaði Lesbókar Morgunblaðsins voru tíu menn spurðir um fagurfræðilegu hlið fólksbíla og ætla ég að skipta þessu í tvo hluta þannig að hér eru svör fimm þeirra. Athugið að myndirnar af bílunum eru ekki þær sem fylgdu greininni en myndirnar af mönnunum sjálfum eru úr greininni.  Þetta var spurningin:

Hver er fallegasti bíll sem þú hefur séð og af hverju finnst þér það?

Fullkominn arkitektúr

Fyrstur er ljósmyndarinn Sigurgeir Sigurjónsson sem þá var ljósmyndari hjá Vikunni:

Saab 96

„Ég gef atkvæði mitt Saab 96 og þá lít ég á málið eingöngu frá fagurfræðilegu sjónarmiði. Saab 96 er vel hannaður, en aftur á móti ekki eins vel tæknilega uppbyggður og nýi Saabinn „99“. Hvað er það þá í útliti Saab, sem mér finnst svona fallegt? Þegar ég lít á bílinn á hlið, þá standast öll hlutföll fullkomlega hvert gagnvart öðru. Og það er sama hvort maður lítur á hann framan frá eða aftan frá, alltaf stendur formið mjög vel, eins og fullkominn arkitektúr á að vera. Saab 99 hefur margt tæknilegt fram yfir, er betur hannaður að innan, en að vísu finnst mér framhlutinn of stuttur til að það hlutfall standist á móti öðrum. Ég skal játa, að ég var í vafa um, hvort ég ætti að greiða Saab atkvæði mitt, Volvo 164 eða Citroén.“

Einfalt en gott hjá auglýsingateiknaranum

Hilmar Sigurðsson, auglýsingateiknari hafði ekki mörg orð um sitt val en það er í góðu lagi:

Citroen DS

„Hvers vegna? Vegna einfaldrar og fágaðrar formmótunar hans.“

Eins og gott viskí og góð höggmynd

Baltasar Samper, listmálari:

Morgan +8

„Sá bíll, sem mér finnst fallegastur þeirra bíla, sem ég hef séð, heitir Morgan +8. Það er enskur sportbíll, tveggja manna, ýmist með harðtopp eða blæju. Mér finnst hann sambærilegur við gamalt whisky og viðráðanlegan gæðing. Hér tala ég um anda hlutarins, en hver hlutur hefur sinn anda og formið og andinn verða ekki aðskilin. Hann er eins og góð höggmynd, þar sem formið er í fullkomnu samræmi við tilgang verksins. Þó er hér ekki um að ræða neins konar kuldalegan „funktionalisma“. Og að lokum eitt, sem er mjög þýðingarmikið, þegar bíll á í hlut: Morgan +8 er sígildur og fellur aldrei úr tízku.“

Ford-bílasali valdi Volvo

Svar Hrafnkels Guðjónssonar, bílasala hjá Kr. Kristjánssyni, vakti nokkra athygli og kátínu hjá þeim sem hann þekktu en hér er svarið:

Volvo 164

„Volvo 164 Ég greiði Volvo 164 atkvæði mitt. Við fyrstu sýn vekur þessi vagn mikla athygli hér. Hann gefur strax til kynna, að hér er um traustan og þægilegan bíl að ræða. Hann minnir svo skemmtilega á hina traustu, gömlu og góðu bíla. Þó skiptir litavalið miklu máli til að hið klassíska form njóti sín sem bezt. Þegar inn er komið eru sætin leðurklædd og allur frágangur og fyrirkomulag stjórntækja með þeim hætti, að maður treystir því öllu.“

Í krafti einfaldleikans – til yndis

Jón Haraldsson, arkitekt:

de Tomaso Mangusta

„Það kann vissulega að hljóma sem þversögn að.tala um fagra bíla við núverandi íslenzkar aðstæður. En fagur hlutur er æ til yndis, jafnvel þótt í útlöndum sé. Af þeim bílum, sem ég hef séð, vildi ég telja fegurstan de Tomaso Mangusta, sem sá ítalski Ghia teiknaði, og fyrst kom fram 1966. Sá bíll sameinar að mínu viti hreyfingu, afl og stílfegurð í krafti einfaldleika.“

Forsíðumynd: Úr einkasafni
Myndir af bílum: Wikipedia

Tengt efni:

Flottastur á meðal fornbíla

„1955. Árið, sem bílar voru bílar“

Fegurstu bílar heims út frá gullinsniði

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Ók til Akureyrar fyrsta daginn með bílprófið

Næsta grein

Bílar ársins í Evrópu 1971-1980

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2025
0

En umræðurnar halda áfram..... Ein umdeildasta umræða í bílaheiminum er um skilgreininguna á SUV („Sport Utility Vehicle”) sem við hér...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Bílar ársins í Evrópu 1981 til 1990

Bílar ársins í Evrópu 1981 til 1990

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025
Álit

Peugeot E-5008 GT – sjö sæta bíll með nægu plássi!

07/05/2025
Bílaframleiðsla

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

02/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.