Endurkoma Morris til nútímans?

Í Englandi er unnið að því að endurvekja löngu dautt bifreiðamerki, Morris, til að selja sendibifreiðar sem ganga fyrir rafmagni.
Síðasta ökutækið sem bar merki Morris rúllaði af færibandinu hjá breska Leyland árið 1984. Þar með endaði ferill sem William Morris byrjaði á árið 1919.
Vörumerkið, sem réði yfir 42 prósentum af breska nýbílamarkaðnum árið 1926, smíðaði hinn sígilda Morris Minor, ódýran og glaðværan fólksbíl í sama anda og „bjölluna“ frá Volkswagen. Vörumerkið náði 1,6 milljón bíla sölu á heimsvísu og hélst í framleiðslu þar til 1971.
Í síðustu viku tilkynnti Morris Commercial, kínversk fjármagnað sprotafyrirtæki í Bretlandi, nútímalega útgáfu af litla sendibílnum Morris J-Type. Hann mun verða með tilvísun í upprunalegt útlit, sem var framleitt frá 1948 til 1961, og er með litíumjónarafhlöðupakka með rafmótor, að sögn fyrirtækisins.
Enn er ekki vitað hvar ökutækið verður smíðað. Qu Li, fyrrverandi forstöðumaður hjá MG Rover, sem varð gjaldþrota árið 2005, er stofnandi og forstjóri Morris Commercial. Hún segir fullmótaða frumgerð hafa verið smíðaða og verður kynnt í haust.
Gamla verksmiðja Morris í Oxford, þar sem margir af söluhæstu bílum vörumerkisins voru smíðaðir, er ekki lengur valkostur. Hún er nú í eigu BMW og notuð til að setja saman Mini bíla.




