Corvette með fellanlegum harðtoppi!

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Corvette með fellanlegum harðtoppi!

Automotive News Europe færir áhugamönnum um sportbíla þær fréttir að núna verði Chevrolet Corvette fáanleg með fellanlegum harðtoppi, með nýrri gerð – C8 Corvette. Þessi fyrsta „hardtop“-Corvette með þessum frágangi á þaki fer í framleiðslu á fyrsta ársfjórðungi 2020.

Þakið er í tveimur hlutum, og það eru sex rafmótorar sem sjá um að fella það niður- áreiðanlegri en fyrri vökvakerfi, sagði Chevrolet í fréttatilkynningu.

Það fer upp eða niður á aðeins 16 sekúndum og það er hægt að framkvæma það á allt að 50 km hraða á klst.

Hægt er að hækka eða lækka glerbrún til að fínstilla loftflæðið í bílnum. Þegar toppurinn er ekki í notkun er hann geymdur undir hlíf. Hönnuðurinn Vlad Kapitonov heldur því fram að enginn áhrif frá Ferrari sé í hönnun hans á Corvettunni. „Ég hafði fagurfræði Corvette í huga mér og þá hvatti margt mig: flugvélar, hraði og tilfinningar“, sagði hann.

Þessi gerð Corvettu deilir sömu 6,2 lítra V-8 LT2 vél með Coupé-bílnum, eins og þú mátt búast við, og skilar 495 hestöfl og 637 Newton metra snúningsvægi. Sú vél verður pöruð við fyrstu átta þrepa skiptingu Chevrolet, með tveimur kúplingum sem á að tryggja hnökralausar og hraðar skiptingar.

Jafnvel þó að ytra byrðið sé með sitt eigið útlit, þá er loftaflfræðileg mótstaða svipuð og á Coupé-gerðinni. Toppurinn sjálfur rennur í hólf rétt fyrir aftan höfuð ökumanns og farþega, ofan á vélinni. Þar munu vera hitahlífar til að verja hann gegn hita vélarinnar. Sjálf farangursgeymslan þar fyrir aftan er nógu stór fyrir poka með golfkylfum.

Styrkt fjöðrun

Búið er að styrkja undirvagninn með stífari gormum og dempurum til að mæta aukinni þynd sem nemur 36 kg.

Innréttingin er sú sama og Coupé, með langri línu hnappa hægra megin við gírskiptinguna.

„Við reyndum að halda mælaborðinu eins lágu og mögulegt er,“ sagði Tristan Murphy, hönnuður innanrýmisins. „Allt snerist um að halda öllu lágu.“

Bæði sæti ökumanns og farþega eru þægilega lág.

„Við erum sérstaklega stolt af því hvernig bíllinn lítur út bæði með toppnum uppi og niðri“, sagði Kapitonov.

Svipaðar greinar