Chevrolet Suburban verður 85 ára árið 2020
Stóra fólksflutningabifreiðin sem hefur séð tímana tvenna og sett sniðmát fyrir marga nútíma jeppa


















Hann hefur verið til lengur en við gerum okkur flest grein fyrir, lagt línurnar fyrir marga jeppana í dag. Bíllinn sem við þekkjum sem löggubíl, björgunarsveitarbíl og sem bíl fyrir minni ferðahópa hér á landi á árum áður. Við erum hér að tala um Chevrolet Suburban, sem verður áttatíu og fimm ára á næsta ári, 2020.
Þegar hann byrjaði fyrst sem stór átta sæta bíll með sætum sem varhægt að fjarlægja, saman brotnum sætum í annarri röð og 60 hestafla sex strokka línumótor, voru Bandaríkin í heljartökum kreppunnar miklu.
Sex ár voru enn í þátttöku Bandaríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni og boðið var upp á kvikmyndir í lit í fyrsta skipti.
Síðan þá hefur Chevy Suburban lifað af öll átök í kjölfarið sem þingið lýsti aldrei formlega yfir, breyttum menningarlegum siðum Bandaríkjanna og óskir neytenda, olíukreppu á áttunda áratugnum og lánað nafnið sitt til nokkrra annarra bílaframleiðenda, þar á meðal systurmerkinu GMC.
Og með árgerðinni 2020 verður þessi síunga fólksflutningabifreið 85 ára gamall.
Þetta gerir Suburban, fyrirrennara margra nútíma jeppa, að því bifreiðarmerki sem er langlífast og hefur verið lengur sem slíkt en Ford F-Series pallbíllinn (1948), Toyota Land Cruiser (1951) og Corvette (1953).
Fyrstir með yfirbyggingu á svona bíl úr stáli
Fólksflutningabifreiðar sem þessar voru auðvitað ekki óvenjulegar á fjórða áratugnum, en flestir notuðu yfirbyggingar sem voru að hluta til úr tré.
Chevy byrjaði að prófa yfirbyggingu úr stáli sem var ofan á vörubíl um miðjan 30. áratuginn og hóf að lokum að smíða Suburban Carryall árið 1935 sem tveggja dyra bifreið á hálfs tonns undirvagn.
Systurbifreið GMC með sama nafni kom tveimur árum síðar; það varð síðar að Yukon XL árið 2000.
Nafnið Suburban var einnig notað af öðrum bílaframleiðendum, þar á meðal Plymouth, DeSoto og Studebaker, og sem hluti lýsingar, enn notaður af bifreiðaskráningu New York ríkis (DMV) í styttri útgáfu „SUBN“ til að lýsa stationbílum og jeppum, meðal annarra gerða. Það var ekki fyrr en 1988 sem GM fékk einkarétt vörumerkjaskráningar til að nota nafnið.
Önnur kynslóðin var að mestu notuð af hernum
Chevy hélt áfram að framleiða Suburban, í annarri kynslóð sinni, í síðari heimsstyrjöldinni til skyldustarfa í hernaði á þeim tíma þegar framleiðslu næstum allra bifreiða til borgaralegra nota var hætt. Þriðja kynslóð þess sem hleypt var af stokkunum eftir stríðið árið 1947 með endurhönnun og meiri dráttargetu, og þar með sinni fyrstu V8-vél árið 1955.
Árið 1960 kom fimmta kynslóð bílsins á markað með möguleika á fjórhjóladrifi og það sem við þekkjum nú sem hefðbundið jeppaútlit.
Bíllinn er nú í 11. kynslóð sinni, með sæti fyrir allt að níu, 121,7 rúmmetra af farmrými og afl allt að 420 hestöflum frá tiltækri 6,2 lítra V8-vél.
Selst enn vel
Suburban selst enn ágætlega í Bandaríkjunum með 12.391 selda bíla núna á þriðja ársfjórðungi þessa árs og 41.686 bíla á árinu fram til september, þó að báðir tölurnar séu lægri en árið áður.
Í fyrra náðust njósnamyndir af næstu kynslóð Suburban í miklum felulitum með sjálfstæðri fjöðrun að aftan. Hann mun sitja á afbrigði af næstu kynslóð Chevy undirvagns Ch1. Með hliðsjón af því að næsta ár markar stórt afmæli fyrir Suburban þá má þess vænta að sjá alveg nýjan bíl eða að minnsta kosti sérstaka minningarútgáfu af núverandi gerð eða bæði.
(byggt á grein á Autoblog)



