Spenningur fyrir nýja rafbílnum frá Volkswagen – ID.3
Búið að panta 27.000 eintök af bíl sem enginn hefur séð nema á mynd


Nýr rafbíll frá Volkswagen, ID.3 verður frumsýndur eftir um mánuð á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt.
Það er greinilega mikill spenningur fyrir þessum nýja rafbíl, því samkvæmt frétt í Automobil Woche hefur Volkswagen fengið meira en 27.000 fyrir fram pantanir á þessari fyrstu útgáfu af Volkswagen ID.3.
Þar sem áætlunin gerði ráð fyrir að bjóða upp á takmarkaðan fjölda eða 30.000 eintök af þessari fyrstu útgáfu, eru innan við 3.000 (eða 10% af öllum) eftir.
Opnað var fyrir forpantanir á ID.3 þann 8. maí og fyrstu 10.000 pantanirnar voru gerðar á einum sólarhring, þann 9. maí. Síða dró úr hraða skráninga, en 20.000 eintaka markinu var náð í byrjun júní.
Volkswagen hefur þurft meira en 100 daga til að fá 27.000 pantanir og þar á bæ eru menn nú nálægt markmiðinu 30.000, sem búist var við að myndi nást fyrir bílasýninguna í Frankfurt í september. Allgóð niðurstaða fyrir VW á bíl sem enginn hefur séð nema á mynd
Hérna er allt sem við vitum varðandi ID.3:
Markaðssetning:
Hefja forbókun ID.3, fyrstu útgáfu þann 8. maí (30.000 bílarr)
Kynning á ID.3 á bílasýningunni í Frankfurt í september 2019
Sala á fyrir fram bókuðum bílum hefst eftir bílasýninguna
Framleiðsla ID.3 1ST hefst eins og áætlað var í lok árs 2019 í Zwickau í Þýskalandi
fyrstu bílarnir verða afhentir um mitt ár 2020
Talið er að markframleiðsla sé yfir 100.000 árlega.
Staðfest tæknilýsing:
330 km akstursdrægni mælt með WLTP sviði (grunngerð með 45 kWklst rafhlöðu)
420 km akstursdrægni mælt með WLTP sviði (miðlungs gerð með 58 kWklst rafhlöðu)
550 km akstursdrægni mælt með WLTP sviði (toppgerðin með 77 kWklst rafhlöðu)
ábyrgst að rafhlöðurnar haldi að minnsta kosti 70% af nýtanlegri getu eftir 8 ár eða 160.000 km akstur
allt að 125 kW DC hraðhleðslugeta
hægt að hlaða allt að 260 km viðbótar akstursdrægni (WLTP) á 30 mínútum
hleðslugeta riðstraums (með hleðslutæki í bílnum) allt að 11 kW
150 kW rafmótor
topphraði 180 km / klst.
Tilboðið í þessari forbókun:
ID.3 fyrsta sérútgáfa (30.000 ökutæki), miðlungs rafhlöðupakki (58 kWh, 420 km mælt með WLTP sviði), byrjar undir € 40.000 í Þýskalandi (5,5 milljónum íslenskra króna) fyrir frádrátt niðurgreiðslu frá stjórnvöldum, í fjórum litum og þremur sniðum útgáfum
ID.3 venjulegur með miðlungs rafhlöðupakka
ID.3 venjulegur með stóran rafhlöðupakka
ID.3 venjulegur með grunn rafhlöðupakka byrjun undir € 30.000 (4,1 milljón ISK) í Þýskalandi
* Innborgun við fyrirfram skráninguna í Þýskalandi er € 1.000, en getur verið breytileg í öðrum löndum (£ 750 í Bretlandi).
?



