Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:52
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Bjallan frá froski til baðkers

Malín Brand Höf: Malín Brand
20/01/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
268 17
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Fólksvagninn, Volkswagen, VW, Bjallan… Bjöllur heimsins eru fjölmargar og ekkert furðulegt að enn sé góður slatti til af þeim 21,529,464 sem framleiddar voru frá 1938 til 2003.

En ekki eru þær þó alls staðar kallaðar bjöllur með vísan til skordýrsins. Alls ekki!

Ljósmyndir/Unsplash

Ekki algjör padda!

Nú væri rökrétt að ætla að þar sem fljótlega var farið að kalla Volkswagen „Käfer“ í heimalandinu Þýskalandi (Käfer þýðir bjalla) myndi pöddutengingin loða við bílkvikindið í hvaða landi sem er. Bug eða Beetle-bug kallast bíllinn sá í Bandaríkjunum. Í Kanada, Englandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi er það Beetle.

Padda eða bjalla? Skiptir ekki öllu þó að padda sé nú öllu leiðinlegra og víðtækara en bjalla. Þessi bjöllu-pöddutenging er nú bara tilkomin af lögun bílsins og allt í sóma með það.

Tekur paddan á sig ýmsar myndir hér og þar í heiminum og nefni ég nokkur dæmi :

Pulga (fló) í Kólumbíu
Cucaracha (kakkalakki) í Gvatamala og Hondúras
Coccinelle (maríubjalla eða maríuhæna) í Frakklandi
??? (bjalla) í Rússlandi
Maggiolino (aldinborri sem er bjöllukyns) á Ítalíu
Fusca (svartur maur) í Brasilíu, Úrúgvæ og Paragvæ

Fleiri kvikindi bætast við

Nú gerist eitthvað voðalega undarlegt því ekki ólíkari lífverur en froskar og skjaldbökur bætast við heitin blessaðrar „bjöllunnar“.

Nokkur dæmi:

Sapito (karta eða eitthvert stökkvandi froskdýr) í Perú
Kodok (froskur) í Indónesíu
Ghoorbaghei ??????? ??  (froskur) í Íran
Agroga ?????? (lítill froskur) eða  Rag-gah ????? (lítil skjaldbaka) í Írak
Peta (skjaldbaka) í Bólivíu
?????????? (skjaldbakja) í Búlgaríu
Kaplumba?a (skjaldbaka) í Tyrklandi
Broasca (lítill froskur) eða Buburuza (maríubjalla) í Rúmeníu

Svo eru það „búbblurnar“ eða bólurnar

Í Skandinavíu er þetta spes með Bjölluna því þar er hún nú bara bóla:

Boblen (bóla) í Danmörku
Kupla í Finnlandi
Boble í Noregi
Bubbla í Svíþjóð
Bobla í Færeyjum

Ástæðan er sennilega sú að ef skordýratengingin fengi að haldast í þessum löndum yrði sumt alveg agalegt:

Bille í Danmörku
Kovakuoriaine í Finnlandi
Bille í Noregi
Skalbagge í Svíþjóð  
Klukka í Færeyjum

Svíar og Finnar myndu koma illa út úr þessu pöddulega séð og þá er nú búbblan eða bólan betri.

Alveg óskylt kvikindum hvers kyns

Að lokum er það sérstaki flokkurinn en þar er lítil tenging á milli útlits bílsins og þess sem hann kallast.

Cepillo  (bursti eða hefill, jafnvel skafa) í Dóminíska lýðveldinu
Poncho (sem ég fæ ekki betur séð og skilið en vísi til herðaslárinnar fremur en einhvers „padd-kyns“)  í Chile
Garbus (kryppa) í Póllandi

Og hér er það síðasta og besta:

Banju Maqlub (baðker á hvofi) á Möltu

Saga VW Bjöllunnar var rakin í býsna góðri grein eftir Jóhannes Reykdal og hér er hún:  Bíllinn sem vildi ekki deyja

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Bíllinn sem ekki vildi deyja

Næsta grein

Tvær stórfurðulegar og franskar

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Tvær stórfurðulegar og franskar

Tvær stórfurðulegar og franskar

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.