Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 4:04
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Bíllinn sem ekki vildi deyja

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
19/01/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 6 mín.
283 18
0
144
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter
Ein af upphaflegu bjöllunum er hér í gömlu verksmiðjunni í Wolfsburg, en hluti verksmiðjuhúsanna sem reist voru árið 1938 eru enn notuð fyrir bílaframleiðslu hjá Volkswagen.

Bíllinn sem ekki vildi deyja

  • ?85 ár síðan Ferdinand Porsche kom fram með frumdrög að fyrsta „fólksvagninum“
Volkswagen bjalla; bíllinn sem átti sinn þátt í að breyta heimsmyndinni eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar.

Áður en Ferdinand Porsche fór að tilhlutan Hitlers að hanna „fólksvagn“ var hann þá þegar búinn að hanna tvo smábíla fyrir þýska framleiðendur. Tilraunabíll frá Zündapp hafði vélina aftur í, sléttan botn og snúningsfjöðrun. NSU frá 1934 var með loftkældan mótor, líkt og bjallan fékk, og svipaða fjöðrun. Hvorugur þessara bíla fór í framleiðslu en líktust mjög i útliti frumteikningum Porsche af bjöllunni 1934.

Ferdinand Porsche – hönnuður „bjöllunnar“.

Fyrsta fjöldaframleidda bjallan 1938

Fyrsta fjöldaframleidda bjallan, VW 38, var smíðuð 1938. Bíllinn mátti ekki kosta meira en 999 mörk að kröfu Hitlers.

Fyrstu frumgerðirnar: Samtöl við Hitler (þar sem hann er sagður hafa haldið því fram að bíllinn ætti að líkjast skjaldböku) leiddu til þess að í júní 1934 var gerður samningur um þrjár frumgerðir sem Porsche hafði hannað.

Frá því að fyrsta frumgerðin rúllaði af stað 1934 hefur nær öllu verið breytt í bílnum, en bara litlu í einu, og öll árin fimmtíu er grunnhugmyndin sú sama; loftkældur mótor aftur í.

Ferdinand Porsche átti nokkra tilraunabíla i bakhöndinni frá árunum 1932 og 34, áður en hann kom fram með hugmyndina að „bjöllunni“ í apríl 1934.

Mátti ekki kosta meira en 999 mörk

Krafan frá Adolf Hitler ríkiskanslara var að bíllinn skyldi vera einfaldur, öruggur, ódýr og sterkur. Bíllinn mátti ekki kosta meira en 999 mörk því annars var ekki hægt að kalla hann með réttu „Volkswagen“ („bíl fólksins“)..

Endanleg gerð Fólksvagnsins var hönnuð 1938 en framleiðslan fór ekki almennilega af stað fyrr en verksmiðjan var komin á kaf í hergagnaframleiðslu.

Í maí 1938 lagði Hitler hornsteininn að nýju verksmiðjunni í Fallersleben í Þýskalandi. Það skyldi byggja bæ fyrir 90 þúsund manns kringum verksmiðjuna og bærinn hlaut nafnið Wolfsburg eftir heimsstyrjöldina. Enn þann dag í dag er verið að nota hluta gömlu verksmiðjubygginganna við bílaframleiðsluna.

1938 var áætlað að 15.500 verkamenn myndu smíða hálfa milljón bíla á ári en það varð fyrst eftir stríðið að fólksbílaframleiðslan fór í gang fyrir alvöru. Meðan á stríðinu stóð voru smíðaðar ýmsar herútgáfur bæði til aksturs í ófærum og yfir vatn, 70 þúsund bílar alls.

Fólksvagnar voru enn smíðaðir í Brasilíu og í Mexíkó eftir að framleiðslunni lauk heima í Þýskalandi. Í júlí 2019 rúlluðu síðustu eintökin af „nýju“ bjöllunni frá Volkswagen af færibandinu í verksmiðjum VW í Puebla í Mexíkó, endir ferðalags bíls sem náði frá Þýskalandi nasista, í gegnum hippatímabilið en náði ekki að fanga smekk neytenda á tímum „crossover“-bíla og jeppa.

VW Golf – afkomandi bjöllunar er núna í sinni áttundu kynslóð

Afkomandi bjöllunnar hjá VW er Golf sem kom fram á sjónarsviðið 1974. Menn veltu vöngum yfir hvort sá bíll yrði arftaki bjöllunnar hvað vinsældir og langt líf áhrærði. Það er útilokað með tækniþróun nútímans í huga. Breytingarnar frá Golf I til Golf II, sem urðu 1983, reyndust miklu meiri en á bjöllunni allan hennar líftíma. En Golf er enn til og stendur vel fyrir sínu, núna í sinni áttundu kynslóð.

Meira en 21 milljón eintaka smíðuð

Lokaeintakið af upprunalegu bjöllunni, Gerð-1 (eintak númer 21,529,464) rúllaði síðan af færibandinu í Puebla í Mexíkó þann 30. júlí 2003, 65 árum eftir að fyrsta eintakið var smíðað. Því má segja að þetta sé bíllinn „sem vildi ekki deyja“, því upphaflega átti aðeins að framleiða bílinn í nokkur ár!

„Nýja bjallan“ var hins vegar smíðuð áfram í Mexíkó þar til í fyrra.

T-módel Henry Ford, sá frægi bíll, var smíðaður í yfir 15 milljón eintökum en bjallan fór langt umfram þá tölu.

(efni úr mörgum áttum á netinu, Wikipediu og bókinni VW bjallan eftir Clive Prew)

Gerð 32 frá árinu 1934.
Ein af fyrstu frumgerðunum, smíðuð 1937, þá án afturrúðu.
Bíllinn sem ekki mátti kosta meira en 999 mörk að kröfu Hitlers.
Ýmsar útgáfur bjöllunnar litu dagsins ljós á stríðsárunum. Yfir 70 þúsund fjalla- og vatnabílar voru smíðaðir fyrir þýska herinn á stríðsárunum.
Volkswagen 30 hét þessi gerð sem árið 1937 var ekið í reynsluakstri meira en 2,4 milljónir kílómetra áður en menn héldu þróuninni áfram.
Hér er röð tilraunabíla sem ekið var 80 þúsund kílómetra áður en endanleg framleiðsla fór í gang.
Hér má sjá blæjuútgáfu af bílnum á upphafsárunum en þar situr sonur Ferdinands, Ferry, við stýrið.
Hér er Ferdinand Porsche (til vinstri) að sýna Hitler og nokkrum hershöfðingjum hans módel af frumgerðinni 1938.
Auglýsing frá árunum fyrir heimstyrjöldina þar sem almenningur var hvattur til að kaupa bílinn. Hægt var að safna punktum sem myndu nýtast síðar við kaupin.
Árgerð 1949 með tvískiptum afturglugga. Fyrstu bjöllurnar sem komu hingað til lands voru með svona afturglugga.
Júlí 2019: Síðasta bjallan, að vísu af nýju gerðinni, sem rann af færibandinu var sýnd við hátíðlega athöfn sem markaði lok framleiðslu í verksmiðjunum í Puebla, Mexíkó.
Fyrri grein

Nýr Kia Niro Hybrid væntanlegur

Næsta grein

Bjallan frá froski til baðkers

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
VW e-Up aftur í sölu

VW e-Up aftur í sölu

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.