Miðvikudagur, 14. maí, 2025 @ 21:36
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Bíltúr sem aldrei gleymist

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
05/07/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 5 mín.
277 17
0
141
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Bíltúr sem aldrei gleymist

Auglýsingar Veltis á Volvo á árum áður notuðu slagorðið „Fasteign á hjólum”. Að sjálfsögðu gerðu  menn smá grín að þessu og töldu þetta slagorð passa vel við því Volvoinn væri dýrari en aðrir bílar, hann væri þunglamalegur og það þyrfti að vera í lyftingum til að ráða við stýrið ef ekki væri það vökvastýri.

Þessi er árgerð 1978, nákvæmlega eins og bílar þeirra bræðra, Gunnars og Ebenezers Ásgeirssona.

Ódrepandi

Volvo hefur svo sannarlega sannað gildi sitt hér á landi sem öflugur og endingargóður bíll sem uppfyllir ströngustu öryggiskröfur. Lögregluembættin á Íslandi hafa löngum valið Volvo í vinnu enda bíll sem hægt er bjóða ýmislegt sem aðrar tegundir ráða kannski síður við.

Allavega hefur reynslan á Volvo verið góð í gegnum árin hjá Löggunni.

Bertone

Einn er sá bíll af Volvo gerð sem vakti sérstaka athygli undirritaðs en það er Volvo 262C Bertone. Um er að ræða tveggja dyra kúpubak sem kynntur var til sögunnar á bílasýningunni í Genf árið 1977. Bertone bíllinn var framleiddur á árunum 1977 til 1981 og aðeins í 6622 eintökum alls.

Í bílnum var 2,7 lítra V6 OHC en einnig var hann boðinn með 2,8 lítra vél.

Hægt var að velja um beinskiptingu með yfirgír eða þriggja þrepa sjálfskiptingu. Volvo 262C var búinn vökvabremsum og diskum á öllum hjólum.

Tveir svona fákar komu til Íslands en þeir voru í eigu bræðranna Gunnars Ásgeirssonar og Ebenezer Þ. Ásgeirssonar.

Gunnar rak Velti sem hafði umboð fyrir Volvo á Íslandi en Ebenezer átti og rak Vörumarkaðinn, Ármúla 1a – þar sem nú eru rannsóknastofur í meinafræði.

Vörumarkaðurinn verslaði með matvöru, raftæki og húsgögn ásamt vefnaðarvöru.

Minnir að bílar bræðranna hafi ekki verið með sóllúgu – er þó ekki viss.
Bíll David Bowie var svartur.
Og með ljósu leðri.

Bíll David Bowie var ansi flottur. Hann var svartur að lit og einn af síðustu bílunum sem framleiddir voru í þessari gerð.

Það var árgerð 1981. Bíll Bowie var seldur á uppoði árið 2017 en hann var í mjög góðu ásigkomulagi og ekki ekinn nema um 53 þús. kílómetra.

Lukkudagur unglingsins

Undirritaður starfaði sem „pokadýr” hjá Vörumarkaðinum í nokkur ár en vann sig upp í lagerstarf á nokkrum misserum.

Væri alveg til í þennan akkúrat núna.

Maður góndi reyndar á þennan bíl þegar hann renndi framhjá því flottur þótti hann. Það var svo einn góðan veðurdag að ég var að vinna við að taka á móti vörum þegar forstjórinn Ebenezer ók upp að versluninni og steig út úr þessum glæsilega Volvo 262C og kallaði til mín, skólpaðu nú af bílnum fyrir mig Pétur. Þá hef ég verið 17 ára og nýkominn með bílpróf.

Ég endurtók beiðni Ebba og sagði, „viltu að ég skólpi af bílnum fyrir þig?”

Hann rétti mér lyklana og þar með var ég líklega orðinn yngsti ökumaður Volvo 262C á Íslandi á þessum tíma.

Minnti á geimskip

Man ég sérstaklega eftir græjunum sem voru að Blaupunkt gerð sem voru box sem fest var á rana sem kom upp undan mælaborðinu. Leðrið var alvöru, mjúkt og glansandi og sætin voru eins og maður sæti í fínasta sófasetti.  

Ekki ók ég lengra en frá Ármúla og niður á BP (Olís) bensínstöðina við Háaleitisbraut til að „skólpa” af bílnum en það gerði ég nú bara með því að kústa bílinn á þvottaplaninu.

Þá voru menn ekkert að leggja uppúr sápu, svampi og að þurrka. Bara skólpað af og ekið í burtu. Og maður minn, nægt var aflið – þó svo að ég hafi ekki þorað fyrir mitt litla líf að fara uppfyrir 40 eða 50 kílómetra hraða þennan stutta spotta.

Upphaflega fengust bílarnir aðeins í þessum lit. Síðar bættust við silfurgrár og svo keypti Bowie sér svartan.

Enn í dag man ég eftir þessum stutta bíltúr. Því miður gat maður ekki hringt í vin, sett innlegg á Facebook eða tekið sjálfu. Bíltúr sem aldrei gleymist.

Aðrar greinar eftir sama höfund:

Fallega ljótur

Munið þið eftir AMC Concord?

Nokkur gömul íslensk bílaumboð

Svona töluðu sölumenn bílaumboðanna í denn

Fyrri grein

Ford Bronco kemur á markað í Evrópu árið 2023

Næsta grein

Aukapakkar og endursala

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2025
0

En umræðurnar halda áfram..... Ein umdeildasta umræða í bílaheiminum er um skilgreininguna á SUV („Sport Utility Vehicle”) sem við hér...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Aukapakkar og endursala

Aukapakkar og endursala

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

14/05/2025
Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.