Fjölmargir bílar hafa vakið athygli gegnum tíðina en ekki hafa margir haft bein áhrif á framleiðslu annarra ökutækja. Hér eru tólf þeirra sem mörkuðu á einhvern hátt tímamót í sögunni. Eða ruddu brautina. Bílabrautina.
Top Gear tímaritið tók einhvern tíma saman lista yfir tuttugu bíla sem að þeirra mati breyttu heiminum. Það er fínt en ég ætla að taka tólf bíla af þeim lista. Hér eru þeir og skýringar Top Gear manna á hvernig þeir breyttu heiminum:
1. Land Rover Defender

Hvert sem hann fer þá er hann alltaf á heimavelli. Í sveitinni, úti í skógi eða móa.
2. Toyota Prius

Tæknilega séð var Honda Insight fyrsti tvinnbíllinn en hann náði ekki athygli fólks á sama hátt og Prius.
3. Thrust SSC

Árið 1997 komst þetta farartæki upp í 1228 km/klst (763 mílur) og þar með var Thrust SSC fyrsti bíllinn til að rjúfa hljóðmúrinn. Andy Green ók bílnum á þessum geigvænlega hraða.
4. VW bjalla

Með tilkomu bjöllunnar áttu milljónir almennra borgara þess kost að eignast bíl.
5. Bugatti Veyron

Var virkilega þörf fyrir götuskráðan bíl sem næði 407 km/klst (253 mílur)? Auðvitað ekki. Svipaðra spurninga mætti spyrja um nauðsyn þess að fara til tunglsins eða að byggja Taj Mahal. En ekkert af þessu var gert af brýnni nauðsyn heldur snýst sumt einfaldlega um það að sýna alheiminum hvers maðurinn er megnugur. Og það tókst.
6. Audi Quattro

Áður en þessi bíll kom til sögunnar voru rallýbílar með afturendann hoppandi og skoppandi í hverri beygju, þar til afturhjólin náðu nægilegu gripi til að koma tækinu áfram. Afturendar rallýbíla hoppa enn og skoppa – bara á mun meiri hraða.
7. Tesla Model S

Áður en Model S kom til sögunnar þurftu menn stöðugt að hafa áhyggjur af rafmagninu og sífellt að hlaða rafhlöður rafbíla. Heimurinn þurfti á bíl að halda sem stinga mætti í samband, hlaða og aka svo drjúgan spöl, eða um 400 kílómetra eða svo. Model S er sá bíll.
8. Google Streetview bílarnir

Þessir bílar hafa kortlagt og farið yfir meira en fimm milljónir mílna og safnað saman yfir 20 petabætum (petabytes) af myndefni. Þeir hafa algjörlega umbylt skipulagningu ferðalaga og fyrir vikið er auðveldara að velja bestu leiðirnar og finna vegi í góðu standi.
9. Austin Mini

Bílkríli eða smábílar voru engin nýjung þegar Mini kom á markað. En enginn þeirra var nærri eins vel hannaður og Mini.
10. G-Wiz [REVAi]

Mini er dæmi um allt það góða við smábíla en G-Wiz er hins vegar dæmi um allt hitt. Hann er ljótur, illa smíðaður og hönnunin er frat.
11. Lunar Rover

Um 250.000 mílum frá jörðu lenti bíllinn (sem fór auðvitað með eldflaug) á tunglinu og hóf könnun á yfirborði þess. Upplýsingarnar sem Lunar Rover safnar eru ákaflega mikilvægar í vísindalegu samhengi.
12. Toyota Hilux

Að sjálfsögðu er Hilux á þessum lista Top Gear. Annað væri ótækt. Reyndar eru allt aðrir karlar sem þetta skrifa en þeir sem markvisst reyndu að drepa Hilux hér um árið eins og frægt er orðið. Þeir Clarkson, May og Hammond lögðu sig virkillega fram en ekkert tókst.
Hér verður að fylgja myndband, eins konar samantekt af tilraunum þeirra til að gera út af við Hilux:
[Sem fyrr segir er þetta nú mat Top Gear karlanna en listann í heild má skoða hér]
Þessu tengt:
Bílarnir sem björguðu fyrirtækinu
Bíllinn sem ekki vildi deyja
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein