Miðvikudagur, 21. maí, 2025 @ 12:09
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Bifvélavirkinn sem vann 108 milljónir punda

Malín Brand Höf: Malín Brand
19/05/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
265 20
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Breski bifvélavirkinn Neil Trotter vann digran peningapott í pappdrætti árið 2014. Hann vissi upp á hár hvað hann ætlaði að gera við aurinn eða öllu heldur hvað hann myndi kaupa fyrst. Hann vantaði nefnilega bíl. En ekki hvað!

Það er áhugavert að hinn 48 ára gamli Trotter sagði í viðtali eftir að úrslitin lágu fyrrir að hann hafi vitað „nákvæmlega hvað hann ætlaði að nota peningana í“ því hann hefði lengi vitað að hann ætti eftir að verða milljarðamæringur.

Iss, svona fólk sko!

Þegar ég las þessi ummæli hans hugsaði ég með mér að það væri nú auðvelt að segja þetta þegar búið var að afhenda vinninginn. Iss …

En nei, ég var kannski of fljót á mér. Trotter hafði nefnilega, þennan föstudag í mars árið 2014, sagt við föður sinn, þannig að vinnufélagar pabba gamla heyrðu: „Á sama tíma á morgun verð ég orðinn milljarðamæringur.“

Þetta voru auðvitað bara einhver karlalæti í honum en sannspár reyndist Trotter því það var nákvæmlega þannig. Sólarhring síðar, eða reyndar fáeinum klukkustundum eftir yfirlýsinguna, var hann orðinn milljarðamæringur og var vinningurinn á þeim tíma sá fjórði stærsti í sögu bresks happdrættis: 108 milljónir punda eða um 10 milljarðar króna.  

Búinn af fá nóg af að gera við annarra manna bíla

„Á föstudagskvöldið kíkti ég á miðann til að skoða tölurnar og ótrúlegt nokk þá stemmdu þær, ein af annarri, við vinningstölurnar. Ég sagði við Nicky [kærustuna] að mér hefði tekist það! Ég hefði unnið stóra vinninginn! Svo varð ég bara krítarhvítur í framan og gat ekki verið kyrr. Gekk um gólf og vissi ekki neitt í minn haus,“ sagði „spámaðurinn“ og bifvélavirkinn Neil Trotter.

Þennan bíl átti hann og keppti á en hafði of lítinn tíma til að sinna kappakstrinum þar til allt breyttist.

Á þessum tíma var Neil kominn með nóg af vinnunni sinni og vildi helst af öllu einbeita sér að akstursíþróttum. Kappakstri.

„Þessi föstudagur reyndist síðasti vinnudagurinn minn á verkstæðinu og þetta var í síðasta skipti sem ég gerði við og málaði bíla fyrir ókunnugt fólk,“ sagði hann í viðtali sem birtist sama ár, þ.e. 2014. Ekki laust við að greina megi starfsleiða hjá blessuðum bifvélavirkjanum.

Stór ávísun enda margir tölustafir! Myndir/National Lottery

„Það væri frábært að eignast ofursportara“

Þó Trotter hafi einhvers staðar sagt að hann hafi vitað upp á hár hvernig hann ætlaði að verja vinningsfénu þá er nú eitt og annað sem hann sagði í fyrsta viðtalinu sem fær mann til að efast um það. Til dæmis þetta:

„Það væri frábært að eignast ofursportara. Það væri sko alveg geggjað. Einhvern á borð við McLaren en ég veit bara ekki hversu auðvelt er að verða sér úti um einn slíkan.“ Ojæja, karlinn var kannski ekki alveg búinn að átta sig en þetta birtist á vefsíðu The National Lottery og er hlekkur á síðuna hér.

Hann var víst snöggur að skipta Ford Focus út fyrir Porsche og Jaguar og svo vék þriggja herbergja íbúðin fyrir miðaldaherragarði í Kent.

Það þurfti að gera eitt og annað við „húsið“ sem Neil Trotter keypti. Skjáskot/YouTube

Hvað með ofursportarana?

Til þess að komast að því hvað fleira Trotter gerði við peningana fann ég viðtal sem tekið var fimm árum eftir þennan merka föstudag.

Hann sagðist fljótlega hafa komist að því að ekki var mikið fútt í því að sitja heima og góna á sjónvarpið alla daga. „Ég hef alla tíð unnið eins og skepna og það var undarlegt að hætta í vinnunni og tók sinn tíma að laga sig að þessum breytingum. Þannig að ég keypti hús [herragarðinn sem minnst var á] sem þurfti að vinna rosalega mikið í, miklu stærra hús en ég hafði hugsað mér en mig langaði í þetta hús sem stendur við lítið stöðuvatn,“ sagði Trotter meðal annars í viðtalinu á BBC en einnig má horfa á myndband sem því tengist hér neðst (samt er ekkert um bíla þar).

Hann keppti 28 sinnum árin 2019 og 2020 í JCW Class (Mini Cooper) kappakstri en komst ekki á verðlaunapall. Hann hefur vonandi notið þess að taka þátt.

Það er kannski ekkert undarlegt við að illa gangi að finna út hvernig ofursportbíla Trotter keypti, því frá því hann vann stóra vinninginn til ársins 2019 hélt hann sig fjarri sviðsljósinu. Hann mun kannski greina frá því síðar en hann hefur alla vega ekki sótt um gamla starfið sitt sem bifvélavirki á verkstæði í Coulsdon í suðurhluta Lundúna.

Fleiri greinar um seðla, fólk og bíla:

Manstu þegar stelpur kysstu bíl?

Fann gommu af seðlum þegar hann lagaði bílinn

??Bíllinn sem dreifði peningum í gær

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Veistu hvort það er eitthvað ryð í honum?

Næsta grein

Klaufabárðar ýta Citroën 2CV

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Þjónustudagur Toyota

Þjónustudagur Toyota

Höf: Pétur R. Pétursson
16/05/2025
0

Árlegur þjónustudagur Toyota verður á laugardag, 17. maí frá kl. 11 – 15. Valdir þjónustuaðilar taka vel á móti Toyota-...

Fiat 500 fær aftur bensínvél

Fiat 500 fær aftur bensínvél

Höf: Jóhannes Reykdal
15/05/2025
0

Stellantis staðfestir framleiðslu á Fiat 500 tvinnbíl, byggðum á rafbílnum, í ítalskri verksmiðju Stellantis stefnir að því að hefja framleiðslu...

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Höf: Jóhannes Reykdal
13/05/2025
0

Nýr Volvo sportjeppi er fyrst og fremst hannaður fyrir kínverska markaðinn en alþjóðleg kynning er í skoðun. Volvo er að...

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Næsta grein
Klaufabárðar ýta Citroën 2CV

Klaufabárðar ýta Citroën 2CV

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

BYD Sealion 7 – fágaður lúxus og kraftmikið tæknibúnt

19/05/2025
Bílaheimurinn

Þjónustudagur Toyota

16/05/2025
Bílasýningar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

16/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.