Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 18:53
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Bifvélavirkinn Elísabet Englandsdrottning

Malín Brand Höf: Malín Brand
08/09/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 9 mín.
271 15
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Þær eru sennilega ekki margar, konurnar á tíræðisaldri, sem rúnta um á Jagúar X-TYPE á sunnudögum. Almennt aka fáir sem komnir eru yfir nírætt. Skiptir þar engu hvort það sé sunnudagur eða hvort hin aldna manneskja eigi Jagúar í skúrnum.

Enn sjaldgæfara er að, segjum 95 ára gömul kona, hafi lært bifvélavirkjun í seinni heimsstyrjöldinni og aki um á eðalvögnum þegar hún þarf ekki að gegna skyldustörfum. Til að kóróna þetta alveg þá setjum við á hana kórónu því hún er einmitt drottning.

Elísabet Englandsdrottning er sú sem lýsingin hér að ofan á við um.

Hún hefur nóg að gera, er 95 ára gömul [ath. skrifað í október 2021], gerði við trukka og ók sjúkrabílum í seinni heimsstyrjöldinni (og var prinsessa á sama tíma því slíkt fylgir sumum konum), ól fjögur börn, á átta barnabörn og um það bil 12 barnabarnabörn. Samkvæmt síðustu talningu.

Að missa skírteinið er eins og að missa útlim

Þó eru ótrúlega margir Bretar sem komnir eru yfir nírætt og aka enn. Þó svo að margir þeirra ættu að mati einhverra að láta akstur eiga sig með öllu. En til að eitthvað sé hæft í fyrstu orðum greinarinnar þá eru hverfandi líkur á að margir þeirra aki um á Jagúar X-TYPE. Látum getgátum um það lokið.

Árið 2017 fór fjöldi bílstjóra sem komnir eru yfir nírætt, í fyrsta sinn yfir 100.000 í Englandi. Þetta kom fram í frétt BBC sem lesa má hér. Þeir ríghalda sumir hverjir í ökuskírteinið, eins og dósent nokkur við öldrunarfræðideild háskólans í Swansea komst að orði þá væri „tilhugsunin um að glata ökuskírteininu álíka skelfileg og tilhugsunin um að missa útlim,“ og það er örugglega ekki gott.

En af því þarf Elísabet Englandsdrottning ekki að hafa nokkrar einustu áhyggjur. Það er að segja; af því að glata ökuskírteininu. Hún þarf nefnilega ekkert ökuskírteini!

Þarf hvorki skírteini né númeraplötu

Hvort sem til er ökuskírteini einhvers staðar með nafni Elísabetar eður ei þá þarf hún í það minnsta aldrei að framvísa slíku né heldur eiga slíkt. Hún er sú eina í Bretaveldi sem má aka án ökuréttinda og ef út í það er farið þá þarf bifreið hennar hátignar ekki að skarta númeraplötum. Hvort tveggja flokkast til forréttinda sem drottningin ein nýtur.  

Það er frekar spaugilegt að í hvert skipti sem þessi áhugaverða kona, hin 95 ára gamla Elísabet Englandsdrottning, skreppur í bíltúr út fyrir landareigina, birtast um það fréttir.

Hún hlýtur að vera vön því; manneskjan þekkir auðvitað ekkert annað en að henni sé fylgt eftir hvert fótmál. En víkjum nú að máli málanna: Bíladrottningunni og bílasögu hennar!

Þráði að gegna herskyldu

Í byrjun árs 1944 vildi Elísabet prinsessa (hún varð drottning um áratug síðar) leggja sitt af mörkum og gegna herskyldu eins og margir ungir Bretar gerðu í seinni heimsstyrjöldinni. Þá var hún tæplega átján ára gömul og foreldrar hennar voru aldeilis ekki á því að stúlkan færi í eitthvert hernaðarbrölt. Enda hafði engin kona innan konungsfjölskyldunnar gert nokkuð í þá veru.

Stúlkan sú var ákveðin og skyldurækin með eindæmum. Hún vildi gegna herþjónustu og það gerði hún. Raunar tók meira en ár að sannfæra foreldrana en í febrúar 1945 létu þau undan og Elísabet gekk til liðs við hjálparsveitir kvenna í landhernum (e. Women´s Auxilary Territory Service eða ATS). Þar var hún skráð undir nafninu Elizabeth Windsor og herkvaðningarnúmer hennar var 230873.

Meðlimir ATS gegndu mikilvægum hlutverkum í stríðinu og má þar nefna sem dæmi störf loftskeytamanna, bifvélavirkja og ökumanna.

Prinsessan stóðst ökupróf hersins, lærði kortalestur og bifvélavirkjun. Þetta mun hún hafa gert virkilega vel og sjálf greindi hún frá því síðar að auk þess að gegna skyldu sinni hafi þessir mánuðir innan ATS veitt henni innsýn inn í líf og veruleika alþýðunnar.

Auk þess sem hún sá með eigin augum hversu mikils undirbúnings ein einasta konungleg heimsókn krefst (foreldrar hennar komu í opinbera heimsókn meðan prinsessan var innan herbúðanna).

Þarna gat hún séð eitt og annað með augum hins almenna borgara, og það hefur eflaust reynst henni vel allar götur síðan.  

Bifvélavirkinn og prinsessan

Í vorbyrjun 1945 lauk prinsessan formlegri þjálfun bifvélavirkja í Aldershot í Surrey. Fór það orð af henni innan herdeildarinnar að hún væri harðduglegur bifvélavirki og naut þess að verða drullug upp fyrir haus með koppafeiti á höndunum og feita óhreinindarönd undir nöglunum.

Ekki alveg sú mynd sem maður hafði af drottningunni, huh? Ekki ég, í það minnsta. Hélt að vinnugallinn hennar hefði alltaf verið einhver ægileg múndering og kóróna. En á þessum tíma var vinnugallinn hennar bara eins og við þekkjum þá: Vel smurður samfestingur!

Á meðal helstu verkefna bifvélavirkjans Elísabetar prinsessu voru almennar viðgerðir á hertrukkum og sjúkrabílum, auk aksturs. Til dæmis má nefna að hún bæði gerði við og ók Austin K2 sjúkrabílum en þeir vega rúm þrjú tonn stykkið og voru engin fis að fást við.

Vildi svo til að dóttir hjónanna var bifvélavirkinn

Í grein sem birtist tæpum tveimur árum síðar í bandaríska tímaritinu Collier´s var eftirfarandi frásögn:

„Í marsmánuði 1945, fékk bifvélavirki númer 230873 í þjálfunarbúðum ATS herdeildarinnar í Camberley, heimsókn frá foreldrum sínum og systur. Vildi svo til að foreldrar bifvélavirkjans reyndust þau Georg VI konungur og drottningin, og systirin var Margrét prinsessa. Bifvélavirkinn var sjálf Elísabet prinsessa, verðandi drottning.“

Kannski ögn tilgerðarleg skrif en samt frekar spaugileg lesning sem eflaust hefur vakið athygli á sínum tíma.

Hér, á þessari ljósmynd frá því í lok mars 1945, sést hin unga Elísabet útskýra fyrir drottningunni hvernig hún hafi gert við vélina í bílnum sem þær standa við.

Hræddi næstum líftóruna úr konungi Sádi-Arabíu

Stríðinu lauk og verki bifvélavirkjans Elísabetar prinsessu var þar með líka lokið. Hún hafði nóg fyrir stafni, varð drottning og alls konar fleira sem heilu þáttaraðirnar fjalla um. Því er óþarfi að tíunda það hér á Bílabloggi.

Hvort drottningin hafi eitthvað verið í skúrnum að dunda síðustu áratugina, vitum við ekki. Hins vegar fer heimspressan nánast á hliðina í þau fáu skipti sem hún skottast í bíltúr núorðið, eins og fram kom í byrjun greinarinnar.

Hvað sem því líður þá er ekki annað hægt en að ljúka þessu á örlítilli bílasögu frá árinu 1998.

Þá var hinn margfrægi Abdullah konungur Sádi-Arabíu í heimsókn hjá drottningunni. Eða reyndar var hann enn prins, árið 1998, svo við förum ekki með fleipur. Nema hvað! Þegar drottningin sýndi honum hinn konunglega Balmoral kastala í Skotlandi (þar sem undirrituð hefur raunar leikið á konunglegan flygil en það var árið 1997) fannst henni kjörið að skreppa í bíltúr um landareignina og sýna Abdullah í leiðinni ökuleikni sína.

Fáeinum dögum síðar birti blaðið the Sunday Times frásögn embættismanns sem fylgdist með þessu öllu saman: Eins og drottningin fyrirskipaði, klöngraðist prinsinn fram í farþegasætið á Land Rovernum. Fyrir aftan hann sat túlkur.

Prinsinum til mikillar furðu, (hann hafði ekki hugmynd um fyrirætlanir drottningar) plantaði sjálf drottningin sér í bílstjórasætið. Setti í gang og gaf allt í botn!

Konur í Sádi-Arabíu, árið 1998, óku ekki bílum. ALLS EKKI!

Abdullah prins hafði sannarlega aldrei verið farþegi hjá kvenbílstjóra. En þarna var hann eins og settur í tryllta þeytivindu: Í bíl með konu sem gerði við og ók hertrukkum í seinni heimsstyrjöldinni og var nú drottning á Land Rover.

Embættismaðurinn sem fór með söguna í blöðin, sagð að lamandi óttinn hafi vaxið hjá prinsinum eftir því sem drottningin ók hraðar á Land Rovernum eftir þröngum malarvegunum á víðfeðmri landareign hennar hátignar.

„Hann var skelfingu lostinn en drottningin jók bara hraðann og talaði án afláts. Með aðstoð túlksins tókst prinsinum að koma þeim skilaboðum til bílstjórans að hún yrði að hægja á sér og einbeita sér að akstrinum!“

Saga Elísabetar Alexöndru Maríu, (Elizabeth Alexandra Mary) en það er skírnarnafn hennar, er sannarlega mögnuð og alveg ljóst að svona drottningar eru ekki á hverju strái. Síður en svo!

Hafðir þú gaman af þessari? Þá eru þetta greinar sem þér gæti þótt skemmtilegar:

Bíllinn sem sökk með Titanic

Bölvaður bíllinn: Upphaf heimsstyrjaldar

Hundrað amerískir bílar settir saman á Mýrdalssandi 1941

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

[Greinin birtist fyrst í október 2021. Drottningin lést þann 8. september 2022, 96 ára gömul.]
Fyrri grein

Hvað eiga króm og ostur sameiginlegt?

Næsta grein

Nýr Jeep Recon og Wagoneer S

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
Nýr Jeep Recon og Wagoneer S

Nýr Jeep Recon og Wagoneer S

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.