Arftaki MG ZS EV verður kynntur eftir nokkrar vikur, hefur vörumerkið staðfest, og hinn glænýi, rafknúni sportjeppi mun verða MGS5 EV.
Þetta er keppinautur MG við Skoda Elroq, Kia EV3 og Hyundai Kona Electric og mun sitja á sama grunni (MSP) og hinn margverðlaunaði MG4 hlaðbakur. Miðað við nýjustu myndirnar mun hann einnig erfa nokkur hönnunar einkenni, eins og ljósastiku í fullri breidd með Y-laga afturljósum.

Auðvitað höfðu menn nokkuð skýra hugmynd um hvernig MGS5 lítur út vegna þess að nýi rafjeppinn var kynntur í Kína á síðasta ári, þar sem hann er merktur MG ES5.
En Evrópugerðin verður aðeins öðruvísi, en fjölskyldulíkindin við aðra rafbíla MG – sérstaklega MG4 – ættu samt að vera mjög augljós.
ES5 er ekki alveg eins sportlegur og systkini hans og er með mun grennri framljós, auk þess sem það er meiri svört plastklæðning meðfram hliðunum og hann er líka með þakbogum. En eins og með MG4 er stórt krómað MG átthyrningsmerki á nefinu og áðurnefnd áberandi þyrping afturljósa.

Nýtt innanrými
Innanrými ES5 er minimalískt með risastórum snertiskjá í miðjunni. Hins vegar er búist við að MGS5 sem seldur er í Evrópu verði með aðra hönnun farþegarýmis sem er sérsniðin að markaðnum.

MG segir að þetta sé „algjörlega endurhugsað farþegarými” og hefur lofað að MGS5 muni verða með mun háþróaðra farþegarými og meiri lúxus en við höfum átt að venjast.
Hvað stærð varðar verður MGS5 lengri, breiðari og lægri en forverinn ZS. Reyndar, með 4.476 mm frá fremsta punkti til hins aftasta er hann líka um 120 mm lengri en nýjasti Kona Electric, auk þess sem hjólhaf hans er 2.730 mm og 70 mm lengra, þannig að MG ætti að vera jafn hagnýtur.
Rafhlöður og drægni
Í ljósi þess að MGS5 verður byggður á sama palli og MG4, er eðlilegt að hann verði boðinn með í sama breiða úrvali af rafhlöðu-/mótorsamsetningum og systkini hans. Ef svo er mun grunngerðin nota 51kWh rafhlöðu og bjóða upp á rúmlega 321 km drægni, en langdrægasta útgáfan mun skila meira en 482 km, þökk sé 77kWh rafhlöðupakka.




Hingað til hefur MG aðeins sagt að ES5 sé afturhjóladrifinn, eins og flestar útgáfur af MG4, sem framleiða á milli 168 hestöfl og 242 hestöfl. En við vitum að þessi pallur rúmar tveggja mótora aflrás – eins og við höfum séð í MG4 XPower – svo það er möguleiki á fjórhjóladrifsútgáfu líka.
Verð og keppinautar
Verð ætti að liggja fyrir þegar MGS5 verður opinberaður, en David Allison, vörustjóri MG í Bretlandi, upplýsti við Auto Express á síðasta ári að hann vonist til að geta sett bílinn á markað með upphafsgerð í kringum 5.300.000 kr.
MG meðalstór rafjeppi kemur einnig árið 2025
MG ætlar einnig að fara á eftir Skoda Enyaq og Renault Scenic á næsta ári með stærri, meðalstórum rafjeppa. Hann mun nota sama MSP grunn og MGS5 og mun í raun koma í staðinn fyrir MG Marvel R sem er seldur á meginlandi Evrópu.
Uppruni: Autoexpress