Þriðjudagur, 13. maí, 2025 @ 12:12
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Þróun bílamenningar á Íslandi síðustu 30 árin

Oskar Petur Saevarsson Höf: Oskar Petur Saevarsson
07/04/2022
Flokkar: Aðsent
Lestími: 4 mín.
294 3
0
142
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Þróun bílamenningar á Íslandi síðustu 30 árin

Undirritaður var staddur í höfuðborg Íslands í síðustu viku og fór þá að hugsa um hvernig bílafloti íslendinga hefur breyst gegnum árin. Það er frekar áhugavert þegar maður rýnir dálítið í það, eða hvað?

Jú… þegar undiritaður var að alast upp fyrir um 30 árum voru klossaðir, þungir og  eyðslufrekir stationbílar algengir. Hinn venjulegi vísitölufjölskyldubíll þess tíma er án efa Subaru 1800 station (sjá mynd fyrir ofan).

Ég fékk minn skerf af ferðalögum um landið á svoleiðis drossíu; öflugir vagnar með hátt og lágt drif, gott farangursrými og þeir komust bókstaflega allt. Þessir bílar voru nánast nauðsyn úti á landi þar sem gat snjóað allduglega stærstan hluta árs.  Þá var fátt sem stoppaði „súbbann“.

MMC Lancer station 1990. Mynd/Wikimedia

MMC Lancer var líka nokkuð vinsæll en komst þó ekki í hálfkvisti við Subaru-inn. Einn og einn Volvo 244 sást líka og voru nokkuð vinsælir bílar meðal fjölskyldufólks en þó ekki mjög hentugir til brúks í snjó, afturdrifnir og þungir.

Toyota Land Cruiser (1990-1992). Mynd/Wikipedia

Þetta breyttist: Einn og einn MMC Pajero og Toyota Land Cruiser fóru að sjást víðar á götum, bæja og borga, þó svo að Ladan góða hafi lengst af borið hitann og þungan af hinni sívaxandi  jeppamenningu landsmanna, enda þrælsterkir og einfaldir vagnar.

GMC Suburban. Mynd/Wikipedia

Löggan tók þetta skrefinu lengra og brúkaði Chevrolet Suburban og Nissan Patrol.

Nissan Patrol. Mynd/Wikipedia

Hvert er ég að fara með þessu? Jú, þróunin hefur verið nokkuð bein og einföld. Í minningunni finnst mér Hyundai hafa riðið á vaðið með fyrsta „jepplinginn“ sem í daglegu tali er gjarnan kallaður „sportjeppi“ – hvað er það?

Hyundai Santa Fe. Mynd/Wikipedia

Hyundai SantaFe kom á markað í kringum aldamótin 1999-2000 og var mjög vinsæll. Þarna náðu menn á þeim bæ að sameina jeppa og station fólksbíl í einn bíl; jeppling!

Að sjálfsögðu hafa þessir bílar notið mikilla vinsælda og fylgdu fleiri framleiðendur fordæminu og fóru að framleiða jepplinga í stórum stíl, með V6 vélum sem skiluðu miklu afli og eyddu ekki miklu bensíni. Þessir bílar voru, og eru, með gott farangursrými, gott innanrými, drifhæfni og afl.

Í dag eru bílar flestir orðnir fáanlegir í mörgum útgáfum, meðan á árum áður voru þeir nánast eingöngu með bensín- eða dísilvélum. Í dag er hægt að velja um svo margar útfærslur að ekki er laust við að undirritaðan sundli oft yfir úrvalinu: fólksbílar, jepplingar og jeppar eru flestir fáanlegir með bensín-, dísil- eða tengitvinnvélum, eða eingöngu rafmagns.

Eftir þessa tvo  daga í höfuðborginni varð mér ljóst að bílafloti landsmanna er orðinn með eindæmum fjölskrúðugur, svo vægt sé til orða tekið. Fyrir bílaáhugamanninn er þetta mjög umhugsunarvert. Þó að í augum flestra séu bílar eingöngu farartæki, þá er þetta mjög skemmtilegt umhugsunarefni og alls kostar magnað hvernig bílaþróunin hefur verið gegnum árin.

Eðvarð Þór Grétarsson.
Höfundur er bílaáhugamaður og sjóari.

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Viltu senda okkur grein til birtingar? Greinar ásamt mynd af höfundi og upplýsingum, skal senda á netfangið malin@bilablogg.is

Fyrri grein

Ráðherra á fleygiferð

Næsta grein

Fann gommu af seðlum þegar hann lagaði bílinn

Oskar Petur Saevarsson

Oskar Petur Saevarsson

Svipaðar greinar

„Dýrustu“ ökumennirnir í Formúlu 1

„Dýrustu“ ökumennirnir í Formúlu 1

Höf: Oskar Petur Saevarsson
19/03/2022
0

Formúla 1 er íþrótt sem hefur þá aukaverkun að bílar eiga það til að skemmast. Stundum bara lítillega en stundum...

Næsta grein
Borgarbíllinn fer á nýjar slóðir

Borgarbíllinn fer á nýjar slóðir

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.