Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 4:05
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Alveg nýr Renault Clio E-Tech með skarpari línur

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
18/04/2023
Flokkar: Bílaframleiðsla, Óflokkað
Lestími: 4 mín.
293 6
0
143
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Hinn sívinsæli Renault Clio kemur nú með andlitslyftingu og sportlegu Alpine yfirbragði

Renault Clio hefur fengið talsverða yfirhalningu fyrir árið 2023, þar sem franski bílaframleiðandinn afhjúpar nýtt útlit fyrir þennan vinsæla smábíl og til viðbótar, sportlegt Esprit Alpine útlit. Clio er mikilvægur bíll fyrir Renault, bæði á evrópskum og breskum mörkuðum, en hann hefur selst í meira en 16 milljónum eintaka síðan hann var fyrst kynntur árið 1990, 1,1 milljón af þeim eru bara innan Bretlands.

Helstu breytingar á nýjum Clio hvað útlit varðar og tækni, er nýr framendi innblásinn af hönnunarþáttum af Megane E-Tech Electric rafbílnum og Scenic Vision hugmyndabílnum.

Nýju LED framljósin frá Clio eru grennri en á gamla og að auki bætist við dramatísk lýsingargrafík sem verður reyndar á komandi gerðum Renault. LED einingarnar eru til að undirstrika skarpari nýja stuðarahönnun, ferska litavalkosti og nýja hjólahönnun en boðið er upp á felgur allt að 17 tommum.

Að innan hefur Renault lagt áherslu á að bæta efnisgæði og stafrænt viðmót bílsins. Clio er nú með annað hvort 7 tommu eða 10 tommu stafrænum mælaborðsskjáum eftir gerð, ásamt 9.3 tommu snertiskjá sem styður nú þráðlaust Apple CarPlay og Android Auto.

Samhliða áherslu Renault á meiri gæði efna í innra byrði hafa þeir einnig lagt áherslu á sjálfbærni. Það er ekkert leður lengur, og nú er stór hluti hráefnis sem notað er, að mestu úr endurunnum efnum.

Nýr Clio verður settur á markað með nýrri toppgerð sem kennd er við Alpine sem kemur í stað fyrri R-Line gerða og á með því að skapa sterkari tengingu við hið sportlega Alpine systurmerki sitt.

Þetta búnaðarstig sést vel bæði að framan og aftan ásamt því að felgur setja sterkan svip.

Espirit Alpine útgáfan er einnig með sportlegri innréttingu og sætum með dökku sportáklæði, auðkennd með bláum saumum.

Clio verður fáanlegur með einum E-Tech hybrid aflrásarvalkosti í Bretlandi sem er eingöngu paraður við sjálfskiptingu. Samanlögð hestöfl þess bíls er um 143 en hann er fær um að keyra eingöngu á rafmagni á allt að 65 km hraða í stuttar vegalengdir.

Renault hefur ekki útlistað tölur um eldsneytiseyðslu en hefur staðfest CO2 gildi um 93g/km, 6g/km minna á miðað við núverandi Clio E-Tech. Engin gögn um frammistöðu hafa heldur verið opinberuð, en núverandi Clio E-Tech fer í hundrað á innan við 10 sekúndum með hámarkshraða um 180 km/klst.

Þessi nýi Clio mun fara inn á ansi krefjandi markað smábíla. Þrátt fyrir að Ford hafi lagt niður framleiðslu á Fiesta á þessu ári hafa helstu keppinautar eins og Vauxhall/OPel Corsa og Peugeot 208 reynst afar vinsælir bæði með bruna- og rafvæddum aflrásum.

Nýr Clio mun aftur á móti lenda á milli þessara tveggja ofangreindu og bjóða upp nýjan og ferskan blendingsvalkost, þannig að hinn alrafmagnaði Zoe og væntanlegur R5 munu toppa rafknúna hluta Renault á þeim hluta markaðarins . Með endalokum Renault Sport mun nýr Clio ekki vera áfram í þeim flokki. Þess í stað verður Alpine falið að þróa spennandi lítinn rafbíl sem gæti sést síðar á þessu ári.

Við hjá Bílablogg höfum ekki upplýsingar um hvenær nýr Clio komi til Íslands en vonandi sem fyrst.

Byggt á grein Autoexpress.

Fyrri grein

Nýr Polestar 4 –  en enginn afturgluggi

Næsta grein

Nýr Watt eCV1 rafknúinn sendibíll

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

Nýr Kia EV2 „fyrir Evrópu“ kemur snemma árs 2026

Nýr Kia EV2 „fyrir Evrópu“ kemur snemma árs 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
04/10/2025
0

Fyrri hugmynd mun breytast í nýjan rafknúinn smábíl árið 2026, með smart jeppastíl og rúmgóðu innanrými. Kia telur niður dagana...

Næsta grein
Nýr Watt eCV1 rafknúinn sendibíll

Nýr Watt eCV1 rafknúinn sendibíll

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.