Miðvikudagur, 21. maí, 2025 @ 10:33
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Að leigja sér skriðdreka

Malín Brand Höf: Malín Brand
18/09/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 7 mín.
270 17
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Dreymir þig um að kremja bíla? Til dæmis í sumarfríinu? Þá er skriðdrekaleiga sennilega málið. Hægan hægan! Er hún orðin spinnegal, stúlkan sú arna? Tjah, nei, þetta er nú hinn kostulegi veruleiki sem hér er til umfjöllunar: skriðdrekaleiga er raunverulegt fyrirbæri.

Skriðdrekar eru fáséðir flækingar hér á landi og enn færri teljast þeir skriðdrekar sem hér hafa viðveru allt árið um kring. Því er, eðli máls samkvæmt, hægara sagt en gert að fara á rúntinn á slíku tæki. Sjálf hef ég ýmsum farartækjum stjórnað um ævina en skriðdreka hef ég aldrei stýrt.

Víst er að ef það byðist væri maður sko búinn að prófa og jafnvel líka að fletja út nokkur bílhræ í leiðinni.

Stríðsvognur, skriðdreki og tanks

Íslenska orðið „skriðdreki“ þykir mér ákaflega lýsandi og gott yfir þetta fyrirbæri. Elstu heimildir um notkun orðsins eru frá árinu 1917 en önnur orð yfir sama apparat eru t.d. bryndreki, tankur (sbr. enska orðið tank), geymir og stáldreki.

Fyrst „málvísundurinn“ er sloppinn út úr búrinu má hér bæta við að frændur okkar eiga þokkalegustu orð yfir skriðdreka. Svíar „eiga“ stridsvagn, Danir kampvogn eða einfaldlega tank, Norðmenn bæði tala og skrifa um tanks, og stríðsvognur Færeyinga er á sínum stað.

Ekkert þessara orða lýsir, að mati höfundar, þeim skriðþunga og hlussulegheitum á sama hátt og íslenska orðið skriðdreki. Dreki; forsögulegt fyrirbæri sem hlýtur að hafa farið löturhægt því hraðinn á auðvitað bara heima í nútímanum og framtíðinni. Allt sem fyrir drekanum verður kremst og er þar með útdautt, eins og hver önnur risaeðla.

Þetta var nú útúrdúr og því vel til fundið að halda áfram með umfjöllunarefnið sjálft: Skriðdrekaleigur.

Þeir Gvozdika og Chieftain

Það þarf ekki að fara mjög langt út fyrir landsteinana til að finna næstu ákjósanlegu skriðdrekaleigu. Bretland hefur upp á margt og fleira að bjóða en furðulega eldamennsku og má þar til dæmis nefna skriðdrekaleigur. Sú sem greinarhöfundi leist einna best á ber hið skemmtilega nafn Tanks-Alot. Þeir geta nú verið fyndnir Bretarnir! Það mega þeir eiga, hvað svo sem bresku matargerðinni líður.

Einn á rúntinum. Mynd: Unsplash

Valmöguleikarnir eru nokkrir og má þar helst nefna akstur rússneska skriðdrekans 2S1 (Gvozdika) og breskra skriðdreka á borð við FV4201 (Chieftain), Challenger 2, 432 APC og FV180. Útflatning bifreiða er vinsælt viðfangsefni þeirra sem leigja skriðdreka hjá Tanks-Alot og sömuleiðis það að fá að skjóta af hinum ýmsu frethólkum. Sérsveitarmaður hefur hemil á gestum og njóta þeir leiðsagnar hans.

Einnig má sækja námskeið hjá þessu sama fyrirtæki og öðlast réttindi til að stjórna skriðdrekum (og til að mega kaupa skriðdreka) en það er önnur saga og má fræðast betur um þetta hérna.

Hægt er að verja mörgum klukkustundum og mörgum seðlum hjá Tanks-Alot. Kostar þetta frá 299 pundum (um 55.000 kr.) til 849 punda (155.000 kr.) og virðist allt sem boðið er upp á vera alveg hrikalega skemmtilegt og umsagnir viðskiptavina renna stoðum undir það.

Ég meina, margir væru sko til í að borga meira en 155.000 kr. fyrir að fá að aka 56 tonna skriðdreka yfir gamlan Alfa Romeo! Ath. Alfa Romeo er tekinn hér sem dæmi því á vefsíðu fyrirtækisins má sjá mynd af einum slíkum, nokkrum sekúndum áður en hann var jafnaður við jörðu.

Einn hoppandi glaður á ferð og flugi. Mynd: Unsplash

14 ára og vopnuð á skriðdrekarúntinum

Nú er rétt að færa sig yfir í aðra heimsálfu. Norður-Ameríka hin villta og tryllta geymir þær nokkrar, skriðdrekaleigurnar. Þar þykir víða sjálfsagt að freta af vélbyssum um leið og skriðdreka er ekið. En sá sem það gerir þarf þó að vera orðinn fjórtán ára gamall!

Já, lesendur góðir, fjórtán ára krakki má, sé hann í fylgd með einhverjum 18 ára eða eldri, keyra 55 tonna Chieftain skriðdreka og skjóta úr M1 Thompson, MG-42 eða M4. Og kremja bíla.

Nú kann einhver að spyrja hvort þeim sé ekkert heilagt í Ameríkunni stóru. Jú, þeir draga nú línuna einhvers staðar því börn yngri en 11 ára mega ekki vera með. Það er að segja ef þau eru lægri en 122 sentimetrar. Annars er þeim velkomið að fara með á rúntinn. Drive A Tank heitir skriðdrekaleigan sem hér er vísað til og er hún staðsett í Minnesota.

Ýmsir „pakkar“ standa viðskiptavinum til boða og er verðbilið frá 349 dollurum (um 45.000 kr.) til 5.799 dollara (720.000 kr.).

Hvað gerðu feðgarnir um helgina?

En eru þeir alveg klikk þessir Kanar? Tjah, förum aftur til Evrópu, til Bretaveldis og skoðum markaðssetningu hjá fyrirtækinu TrackDays. Fyrir tæpar 30.000 kr. (160 pund) geta foreldi og barn farið saman í 45 mínútna leiðangur á skriðdreka. Þarf barnið að hafa náð átta ára aldri og þá er ekkert að vanbúnaði. Skotæfing og skriðdrekaskreppitúr – gjörið svo vel!

Textinn á síðunni ber með sér að það séu einkum feðgar sem kaupa „pakkann“ er nefnist „Adult and Child Tank Driving Experience“ en áður kallaðist hann „Dads and Lads Tank Driving“. Í heimi þar sem misskipting gæða er gríðarleg er þess þó oft gætt að mismunun á grundvelli kyns sé haldið í lágmarki. Alla vega í vestrænni markaðssetningu.

Hvað sem pólitískri rétthugsun og réttritun líður þá sér maður samt fyrir sér breska mömmu hlaupa á eftir pabbanum með kökukeflið á lofti eftir að feðgarnir ljóstruðu upp hvað þeir hefðu gert saman um helgina. Samverustundir eru með ýmsu móti í kúnstugum heimi!

Önnur bresk skriðdrekaleiga, Armourgeddon, býður upp á svipaða pakka og á myndum má sjá káta feðga mjakast áfram í vígalegum skriðdrekum.

Ætli áhyggjufull móðir hafi tekið á móti þessum föður með kökukeflið á lofti?

Njóttu ferska loftsins… í skriðdreka?

Það hlýtur að vefjast fyrir fólki hvernig best sé að markaðssetja skriðdrekaleigu. Í Bandaríkjunum virðist baslið þar ekki svo voðalegt og stafar það ef til vill af umburðarlyndi þegar kemur að vopnum, hernaði og öðru. Kannski og kannski ekki.

„Það er gaman að sitja í risaskriðdreka, skjóta af alvöru byssum og finna adrenalínflæðið þegar ekið er yfir tvo ameríska bíla í einu.“ Þetta er „blátt áfram markaðssetning“ allmargra skriðdrekaleiga í Bandaríkjunum. Það er einfalt og virðist virka.

Svo skulum við líta á vefsíðu fyrirtækisins Tank Driving Ireland. Fyrirtækið er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Dublin og er náttúran notuð til að laða viðskiptavini að. Ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar reykspúandi skriðdrekar og vélbyssur eru í brennidepli en, já, þar segir:

„Við útvegum allt sem þarf fyrir frábært ævintýri úti í ferska loftinu.“

Og áfram heldur kynningin á skriðdrekaleigunni írsku: Þetta er eitthvað sem allir geta notið. Ökuskírteini algjör óþarfi og þú þarft ekki einu sinni að hafa hugmynd um hvernig aka á bifreið því akstur skriðdreka er leikur einn; engir gírar og allt sjálfvirkt.

Yfir allt sem fyrir verður

Í Úkraínu er hægt að leigja ýmsar gerðir skriðdreka og ólíkt írsku markaðssetningunni er minna gert úr umhverfinu og náttúrunni. Reyndar er gert svo lítið úr gróðrinum að hann er alveg jafnaður við jörðu eins og sjá má í kynningarmyndbandi fyrirtækisins Adventure Tours in Ukraine:

Það stóð nú til að birta fleiri myndbönd frá þessu fyrirtæki en nei, þetta er aðeins of furðulegt og engin fjölskyldustemning úti í brakandi ferskri náttúrunni.

Þeir sem hafa mikinn áhuga á að kremja bíla og nota til þess skriðdreka, ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð hvort heldur sem er á skriðdrekaleigum í Bandaríkjunum eða Bretlandi. Í Austur-Evrópu virðist minna um bílaþjöppun. Kannski er bara verið að nota alla gömlu bílana, hvað veit maður?

Það er margt til og þó áhugavert væri að prófa skriðdreka einhvern daginn þá er líka ágætt að skoða þetta á veraldarvefnum og hrista höfuðið yfir furðum hversdagslegra fyrirbæra!

Fyrri grein

Álitlegur sjö sæta Dacia Jogger

Næsta grein

„Body Kit“ fyrir Land Cruiser 300

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Þjónustudagur Toyota

Þjónustudagur Toyota

Höf: Pétur R. Pétursson
16/05/2025
0

Árlegur þjónustudagur Toyota verður á laugardag, 17. maí frá kl. 11 – 15. Valdir þjónustuaðilar taka vel á móti Toyota-...

Fiat 500 fær aftur bensínvél

Fiat 500 fær aftur bensínvél

Höf: Jóhannes Reykdal
15/05/2025
0

Stellantis staðfestir framleiðslu á Fiat 500 tvinnbíl, byggðum á rafbílnum, í ítalskri verksmiðju Stellantis stefnir að því að hefja framleiðslu...

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Höf: Jóhannes Reykdal
13/05/2025
0

Nýr Volvo sportjeppi er fyrst og fremst hannaður fyrir kínverska markaðinn en alþjóðleg kynning er í skoðun. Volvo er að...

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Næsta grein
Er Rivian nýjasta þjóðarstoltið?

Er Rivian nýjasta þjóðarstoltið?

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

BYD Sealion 7 – fágaður lúxus og kraftmikið tæknibúnt

19/05/2025
Bílaheimurinn

Þjónustudagur Toyota

16/05/2025
Bílasýningar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

16/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.