Við stöndum á tímamótum – nýtt ár fram undan, ár breytinga á mörgum sviðum, líka í bílaheiminum. Nýjar reglur í bifreiðagjöldum ganga í gildi í upphafi nýs árs, núna þurfa allir að greiða fyrir akstur hvers ekins kílómetra. Sitt sýnist hverjum um þetta fyrirkomulag, en við verðum bara að vona að þetta verði á endanum til góðs.
Breytingar á gjöldum vegna bílakaupa setja einnig sitt mark á þessi áramót og fyrirsjáanlegt að verð nýrra bíla muni hækka verulega. Þetta mun á efa setja sitt mark á sölu nýrra bíla, hið minnsta um tíma, en án efa jafna sig á endanum.
Við eigum því hugsanlega eftir að aka í gegn um smá þoku í þessum efnum, eins og liggur yfir veginn á myndinni sem fylgir þessum texta, en eftir það er vonandi aftur bjart fram undan.
Við hjá Bílabloggi höfum lagt okkur fram um það á árinu sem er að kveðja að flytja ykkur fréttir af því sem ert að gerast, sagt frá nýjum bílum og sagt frá reynsluakstri nýrra bíla og munum leitast við að gera það áfram á árinu 2026.
Við þökkum þeim mikla fjölda sem gaf sér tíma til að líta inn á vefinn á árinu og það er ánægjulegt að sjá hvað margir gáfu sér góðan tíma til að lesa efnið.
Takk fyrir okkur
Fyrir hönd Bílabloggs
Jóhannes Reykdal og Pétur R. Pétursson




