Þessir eru komnir í úrslit í vali á „bíl ársins 2024“

166
DEILINGAR
1.5k
SMELLIR

  • Núna liggur fyrir hvaða bílar eru komnir í úrslit fyrir verðlaunin Bíll ársins 2024.

Úr langa listanum af 28 gerðum hefur dómnefnd 59 blaðamanna sem eru fulltrúar 22 landa valið eftirtalda sjö tilnefnda (í stafrófsröð):

  • BMW 5-lína
  • BYD Seal
  • Kia EV9
  • Peugeot E-3008/3008
  • Renault Scenic
  • Toyota C-HR
  • Volvo EX30

Úrslit kynnt í Genf 26. febrúar

Eftir frekari reynsluakstur mun lokaumferð atkvæðagreiðslunnar skera úr um bíl ársins 2024 og sigurvegarinn verður tilkynntur við hátíðlega athöfn á bílasýningunni í Genf mánudaginn 26. febrúar.

(frétt á vef caroftheyear.org)

Svipaðar greinar