2023 Ram 1500 Rebel TRX og Rebel Lunar útgáfur kynntar

142
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Ram hefur afhjúpað nýja sérútgáfu fyrir 2023 1500 TRX og 1500 Rebel gerðirnar, sem kallast Lunar Edition.

Ram 1500 TRX Lunar Edition er byggður á búnaðarstigi TRX Level 2 og kemur eingöngu í „Ceramic Grey“ litnum. Að innan er „Surf Blue“ áherslusaumar sem bæta aðeins meiri áherslu við svarta innréttinguna. 2023 Ram 1500 TRX Lunar Edition er verðlagður á 108.340 dollara eða sem svarar 15 milljónum ISK í Bandaríkjunum.

Rebel Lunar Edition.

Ram 1500 Rebel Lunar Edition kemur einnig í sama „Ceramic Grey“ ytri lit. Að innan er hann með gráum saumum til að bæta við svarta innréttinguna.

Rebel Lunar Edition byggir á búnaðarstigi í „Level 2“ og er aðeins fáanlegur með 5,7 lítra eTorque V8.

Rebel Lunar Edition er á 72.205 dollara í Bandaríkjunum eða rétt yfir 10 milljónum ISK. Báðar gerðirnar verða fáanlegar síðar í vor, en í „mjög takmörkuðu magni“.

(TorqueReport)

Svipaðar greinar