Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 16:04
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Jeep sýnir fyrsta hreina rafjeppann

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
02/03/2022
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 3 mín.
267 17
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Jeep sýnir fyrsta hreina rafjeppann

Kemur á næsta ári – 2023

Jeep hefur stigið sín fyrstu skref í átt að alrafmagni í framtíðinni með því að afhjúpa hönnun á fyrstu gerð jeppa sem er að fullu rafknúinn, sem kemur á markað í Evrópu á fyrri hluta ársins 2023.

„Rafvæðing mun magna upp kjarnaeiginleika Jeep,“ sagði Carlos Tavares, yfirmaður Stellantis, á afkomukynningu vörumerkisins árið 2021. Tavares notaði afkomukynninguna til að setja fram langtímastefnu samstæðunnar, sem mun fela í sér að 100 prósent af sölu Stellantis verði að fullu rafmögnuð í Evrópu árið 2026.

Bíllinn hefur enn ekki fengið nafn. Þessi stóru markmið sem Stellantis setur sér með því að segjast verða að fullu rafmögnuð um 2026 þurfa að ganga upp án hnökra.

Kemur fyrri hluta næsta árs

„Þessi nýja gerð mun koma á markað á fyrri hluta næsta árs og er sú fyrsta af alhliða rafknúnum Jeep sem mun ná yfir alla flokka jeppa árið 2025,“ bætti hann við.

Gert er ráð fyrir að nýja gerðin sitji fyrir neðan Renegade miðað við stærð. Hann þróar áfram nútímahönnunarútlit Jeep í eitthvað sem er dæmigerðara fyrir fullrafmagnaða gerð, með lægri, loftaflfræðilegri framrúðu og lokaðri túlkun á hefðbundnu grilli vörumerkisins.

Sem hluti af hátíðahöldum Jeep vegna 80 ára afmælis hans á síðasta ári tilkynnti vörumerkjastjórinn Christian Meunier að það yrði „alveg losunarlaus jeppi í öllum flokkum árið 2025“. Hins vegar gaf yfirmaður ytri hönnunar Jeep, Mark Allen, í skyn við Auto Express um mögulega stækkun bílalínunnar vegna rafvæðingarinnar: „Við erum að skoða alla mögulega stærðarflokka“, sagði hann.

Þegar Allen var spurður hvort uppsetning Jeep gæti náð lengra en Wagoneer efst og Renegade neðst, sagði Allen: „Algjörlega – við erum að horfa lengra en þessi verkefni.

„Renegade er í B-stærðarflokki svo augljóslega er pláss fyrir neðan hann og það er eitthvað sem við erum að skoða. En við erum líklega ekki að horfa á eitthvað stærra en Wagoneer!

Aðrar gerðir til viðbótar?

Allen gaf einnig í skyn að verið væri að skoða aðrar nýjar jeppagerðir til viðbótar minni gerðinni. „Það eru nokkrir aðrir kostir sem við erum að skoða,“ sagði hann. „En ég verð að benda á að fyrir örfáum árum vorum við með þrjá bíla og við erum komin í þessa línu sem við höfum núna – við höfum verið mjög upptekin og það hefur í raun verið ýtt undir eftirspurn á markaði og um allan heim.

„Það hefur verið gríðarlegur vöxtur í vörumerkinu á stuttum tíma.

Rafmagns jepplingurinn gæti verið að nota Stellantis e-CMP grunninn – eins og hann er notaður í bílum af svipaðri stærð eins og Peugeot 208/e-208 og 2008/e-2008, og Corsa og Corsa e gerðum Opel/Vauxhall. En það er ólíklegt að þessi grunnur gæti hýst fjórhjóladrif. Það er forsenda fyrir hvaða jeppa sem er, en ef til vill gæti rafvæðing breytt breytt því sem lengi hefur lifað. Sem „fjölafls“ grunnur, myndi notkun e-CMP fyrir nýju gerðina gefa til kynna að bensínútgáfur gætu verið framleiddar líka – en ekki er enn vitað hvort það sé fyrirhugað.

Ný raftækni?

Með kynningu á næsta ári er of snemmt að gefa til kynna að nýja gerðin muni nýta nýja raftækni Stellantis, sem kynnt var á EV degi fyrirtækisins árið 2021. Alrafmagnaði STLA Small grunnurinn er ekki væntanlegur fyrr en 2026 en gæti vel rúmað fjórhjóladrif með rafmótorum á báðum öxlum. Með rafhlöður á bilinu 37kWh, stefnir Stellantis einnig á allt að 480 km drægni frá nýjum gerðum sínum – um 160 km meira en er í boði fyrir bíla á núverandi e-CMP grunni.

Vetnisorka líka?

Þrátt fyrir að Jeep sé staðráðinn í rafvæðingu, viðurkenndi Meunier að Jeep væri líka að skoða vetnisorku. „Þetta er mjög spennandi,“ sagði hann. „Við höfum nokkrar hugmyndir um hvað við getum gert varðandi hana.

(frétt á vef Auto Express)

Fyrri grein

Hraðamælum hefur verið breytt í 1,6 milljónum bíla

Næsta grein

Skipið sokkið með hátt í 4000 bíla um borð

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Skipið sokkið með hátt í 4000 bíla um borð

Skipið sokkið með hátt í 4000 bíla um borð

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.