Mánudagur, 19. maí, 2025 @ 11:28
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Enn er hægt að gera gott betra

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
15/10/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 3 mín.
281 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter
Land Rover kynnir nýjan Defender og nýja „limited edition“ útgáfu Discovery
Ný afbrigði Land Rover Defender „Hard Top“

Bæði Discovery og Defender-jepparnir frá Land Rover flokkast örugglega í hugum margra sem vel búnir jeppar, nánast „lúxusjeppar“ – en það er greinilega enn hægt að gera gott betra!

Land Rover hefur uppfært Discovery og Defender bílana, þann fyrrnefnda með nýrri vel búinni útgáfu í takmörkuðu upplagi („Limited Edition“) og þann síðarnefnda með nokkrum minniháttar breytingum sem koma með nýju árgerðinni.

Land Rover Discovery „Metropolitan Edition“

Nýi Land Rover Discovery „Metropolitan Edition“ er verðlagður á heimamarkaði frá 73.250 pundum (um 12,9 milljónir króna) og hann kemur með nokkra sérstæða eiginleika í útliti og góðan búnað.

Bíllinn er byggður á „R-Dynamic HSE“-forskrift fyrirtækisins, en fær nýjar 22 tommu demantsskornar álfelgur, nýjar silfurlitar innfellur í stuðarana, skyggðar rúður og „panorama“-glerþak sem hægt er að opna.

Kaupendur bílanna fá einnig mikið af aukatækni, þar á meðal sprettiskjá í sjónlínu ökumanns með upplýsingum, hita í stýrishjól, þráðlausa snjallsímahleðslu, fjögurra svæða miðstöð/loftkælingu og kælibox í innanrýminu, en títan áherslur eru á mælaborðinu.

Land Rover hefur ekki vanrækt restina af Discovery framboðinu, þar sem „R-Dynamic-gerðin“ er nú staðalbúin með svörtu gljáandi þaki.

Allar gerðir í jeppaframboðinu eru einnig með háþróuðu loftræstikerfi JLR, sem vaktar loftgæði bæði innan og utan bílsins og getur síað agnir niður í allt að 2,5 míkrón úr loftinu.

Discovery Commercial bíllinn, sem sameinar notkun bílsins í atvinnuskyni hefur líka fengið snögga uppfærslu með nýju R-Dynamic-útliti.

Bíllinn fær sömu sportlegu útlits- og hönnunarbreytingar og staðalgerð jeppans ásamt vali á álfelgum á bilinu 20 til 22 tommur. Að innan eru sportfótstig úr málmi, álklæðningar og skiptiflipar í stýri.

Defender með fleiri valkostum og nýrri tækni

2023 árgerðin af Defender sem væntaleg er árið 2022 kemur með stærri lista yfir valkosti og nýja tækni.

Stærsta breytingin hjá Land Rover er stærra 11,4 tommu Pivi Pro upplýsingakerfi sem verður staðalbúnaður í öllum útgáfum. Land Rover selur nú einnig Defender 90 „Hard Top“ sem er ætlaður á atvinnumarkaðinn með D250 sex strokka dísilvél með 48 volta mildblendingsbúnaði sem er fyrir ofan núverandi D200 gerð í Defender „Hard Top“-framboðinu.

3,0 lítra túrbó-einingin framleiðir 247 hestöfl og 600 Nm tog.

Verðið á nýju vélinni og búnaðarstigið er frá 48.390 pundum (um 8,6 milljónir), þó að kaupendur geti valið um að eyða 55.830 pundum (liðlega 9,8 milljónum króna) og uppfæra í bílinn í SE-útfærslu sem er miðar frekar að því að fytja farþega.

En með þessari viðbótargreiðslu koma uppfærðar 20 tommu álfelgur, LED aðalljós, lyklalaust aðgengi og skynjun blindpunkta.

Að innan er einnig miðjustokkur með armpúða, Meridian hljóðkerfi og rafstillanleg framsæti sem hægt er að stilla á 12 vegu og eru líka með hita.

(frétt á Auto Express)

Fyrri grein

Flottur, fjölbreyttur og 100% rafdrifinn

Næsta grein

BMW telur bann á brunavélum ekki gott, en er samt tilbúinn með rafbíla

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Fiat 500 fær aftur bensínvél

Fiat 500 fær aftur bensínvél

Höf: Jóhannes Reykdal
15/05/2025
0

Stellantis staðfestir framleiðslu á Fiat 500 tvinnbíl, byggðum á rafbílnum, í ítalskri verksmiðju Stellantis stefnir að því að hefja framleiðslu...

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

Höf: Pétur R. Pétursson
14/05/2025
0

Isuzu Motor Group hefur hafið fjöldaframleiðslu á rafdrifnum D-MAX með fjórhjóladrifi fyrir Evrópumarkað í verksmiðju sinni í Samron í Tælandi....

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Höf: Jóhannes Reykdal
13/05/2025
0

Nýr Volvo sportjeppi er fyrst og fremst hannaður fyrir kínverska markaðinn en alþjóðleg kynning er í skoðun. Volvo er að...

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Næsta grein
Svona gerist bara í NY…

Svona gerist bara í NY…

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaheimurinn

Þjónustudagur Toyota

16/05/2025
Bílasýningar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

16/05/2025
Bílasýningar

Sumarsýning Heklu fer fram laugardaginn 17. maí, frá kl.12 til 16.

16/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.