BMW kynnir nýjan og stærri bíl í BMW-1 línunni

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

BMW kynnir nýjan og stærri bíl í BMW-1 línunni

BMW vonast til að ná til fleiri kaupenda með þriðju kynslóð af BMW 1 „hatchback“ þegar bíllinn kemur í sölu í Evrópu í september. Hin nýja gerð kemur með stærra innanrými og stærra farangursrými en núverandi kynslóð.

BMW segir það að breyta yfir í framhjóladrif í BMW-1 úr afturhjóladrifi sé eins og „risastórt stökk í geimnum“, þrátt fyrir að bæði heildarlengd ökutækisins sé minnkuð í 4319 mm og hjólhafið sé stytt um 20 mm. Hnjárými, höfuðrými og pláss fyrir olnboga hefur allt verið stækkað, sérstaklega fyrir farþega að aftan, segir BMW í tilkynningu.

Hönnuðir gefa bílnum meira áberandi framenda og sérstakt bogamyndað form, auk þess að endurskilgreina sérkenni grillsins í samræmi við útlit sem er til staðar í stærri fólksbílum BMW.

BMW sagði að þeir hafi safnað reynslu af framhjóladrifi í fimm ára þróunarferli bílsins, sem frá og með nú verður aðeins fáanlegur sem fimm dyra hlaðbakur og er með fjölliða fjöðrun að aftan sem staðalbúnað.

Þetta felur í sér að kynna bílinn með brunahreyfli BMW sem í fyrsta sinn er fengin að láni frá hinum sportlega BMW I3s rafbílnum sem nær að stýra gripi hjólanna allt að tíu sinnum hraðar. Þetta bætir verulega grip þegar ekið er af stað, í beygjum eða við akstur á sléttum vegum á vegum og með öflugri stöðugleikastýringum dregur það verulega úr undirstýringu sem sé dæmigerð fyrir framhjóladrifna bíla.

Viðskiptavinir í Evrópu munu hafa val á þremur dísilvélum og tveimur bensínvélum til að velja úr, allt frá 113 hestöflum til 302 hestafla í M-gerðinni, sem notar öflugastu fjögurra strokka vélina sem bíllinn hefur uppá að bjóða.

Allar vélar uppfylla Euro 6d-Temp losunarstaðallinn sem tekur gildi í september og grunngerðin 116d uppfyllir nú þegar Euro 6d, sem tekur gildi fyrir alla nýja bíla sem gengur í gildi árið 2021.

Kaupendur leita að bestu mögulegum tengingum geta valið „BMW Live Cockpit Professional“ sem er með tvo 10,3 tommu stafræna skjái og uppfæranlegt stýrikerfi. Þetta þýðir að hægt er að uppfæra raddstýrðan „Personal Assistant BMW“, sem verður frumsýndur í þessum nýja BMW, reglulega á líftíma bílsins.

Þæginda valkostir eru meðal annars skjár í sjónlínu ökumanns, stafrænn lykill sem hægt er að deila með allt að fimm manns og nýtt panorama glerþak. Plássið í farangursrýminu vex um 20 lítra upp í 380 lítra og til þæginda er er lok farangursrýmis opnað og lokað í fyrsta skipti með rafmagni.

Stærstu markaðir fyrir 1-línu BMW eru Þýskaland og Bretland, sem saman standa fyrir næstum helmingi allar sölu, eftir Ítalíu, Frakklandi og Japan. Fjórir af hverjum fimm 1-bíla eru sendir til viðskiptavina í Evrópu.

BMW-1 er ekki seldur í Bandaríkjunum þar sem upphafsmódel BMW er 2-sería coupe.

Alls voru um það bil 1.3 milljónir bílar seldir frá fyrstu kynslóðinni sem kom á markað árið 2004, og var þegar hann kom á markðinn eini afturhjóladrifni bíllinn í þessum flokki.

BMW-1 verður afhjúpaður í lok júní á kynningu á BMW Welt í Munchen, og síðan „frumsýndur“ í september á bílasýningunni í Frankfurt.

Evrópusala á BMW-1 dróst saman um 8,5 prósent í 126.428 bíla á síðasta ári, samkvæmt tölum frá JATO Dynamics. Þetta setti hann á eftir Mercedes A, með sölu á 156.020 bílum og Audi A3 með sölu á 143.789 bílum.

(byggt á frétt frá BMW og Automotive News Europe)
?

Svipaðar greinar