Laugardagur, 10. maí, 2025 @ 20:14
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Tvígengis- og fjórgengismótorar

Jón Helgi Þórisson Höf: Jón Helgi Þórisson
10/05/2022
Flokkar: Tækni
Lestími: 5 mín.
489 31
0
249
DEILINGAR
2.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Tvígengis- og fjórgengismótorar

Það er mikill munur á tvígengis- og fjórgengisvél. Það sem er sameiginlegt með þeim er að þetta eru brunahreyflar sem þurfa loft og eldsneytisblöndu, sem er brennd inni í þeim til að búa til hreyfiafl. Framtíð brunavéla virðist frekar svört því þær nýta jarðefnaeldsneyti. Skoðum þetta aðeins.

Eldsneytisbruni í vél

Eldsneyti og lofti er komið inn í brunahólf (á mismunandi máta) vélar og kveikt í (bensín) eða kviknar í (dísel) blöndunni undir þrýstingi. Úr verður hraður bruni (tæknilega séð ekki sprenging) og loftið inni brunahólfinu hitnar og þenst út. Við það þrýstir loftið stimpli niður sem snýr sveifarás.

Tvígengisvélin

Þessi vél er einföld að uppbyggingu, einn hringur á sveifarás er allt sem þarf til að soga inn bensín/loftblönduna, þjappa henni saman, kveikja í henni og losa sig við útblásturinn. Upp og niður slag, það er allt og sumt. Engar tímareimar eða -keðjur. Enginn tímagír eða kambásar og heldur ekki ventlar. Það er ekki einu sinni olía á mótornum og þessir mótorar eru oftast loftkældir, því er ekki heldur neinn kælivökvi, vatnsdæla eða vatnskassi. Fáir hreyfanlegir hlutir og lítið viðhald.

En þessir mótorar eyða miklu eldsneyti, menga mikið og eru kraftlitlir. Þeir eru ekki notaðir í fólksbílum lengur, gott ef síðustu bílmótorarnir í Evrópu voru ekki í Trabant og Wartburg.

En það er enn verið að nota litla tvígengismótora í sláttuvélum og rafstöðvum sem dæmi.

Wartburg var búinn tvígengisvél.

Tvígengisvélar ganga fyrir blöndu af bensíni og sérstakri olíu sem er kölluð tvígengisolía eða 2-stroke oil á ensku. Tvígengisolían fer blönduð bensíni um allan mótorinn og smyr í leiðinni alla hreyfanlega hluti í honum.

….og Trabantinn einnig.

Það þarf að blanda tvígengisolíu í bensínið í tanknum og í réttum hlutföllum. Ef sett er of lítið af olíunni geta afleiðingarnar verið að mótorinn slitnar allt of hratt eða bræðir úr sér. Ef það er sett of mikil olía í bensínið þá brennur það illa, mótorinn reykir og er kraftminni. Að auki getur pústkerfið stíflast.

Tvígengisvél er með blöndungi sem skaffar mótornum loft og bensínblöndu í samræmi við snúningshraða vélarinnar. Þegar stimpillinn er á uppleið í strokknum þá sogar hann loft og bensín inn í sveifarhús vélarinnar um soggöng framhjá sogspjaldi sem er opið á þeim tíma. En á sama tíma er stimpillinn að þjappa loft og bensínblöndu fyrir ofan sig sem komst þangað um hjáveitu (bypass) í strokknum.

Rétt áður en toppstöðunni er náð þá er kveikt í blöndunni með neista frá kerti. Á bakaleiðinni (niðurleiðinni) fer stimpillinn framhjá útblástursgöngum og megnið af útblæstrinum fer út í pústkerfið. Sogspjaldið lokar fyrir soggöngin og þegar hjáveitan er opin bæði fyrir ofan og neðan stimpilinn fer næsti skammtur af bensínblöndunni frá sveifarhúsinu upp í brunahólfið.

Neðri hluti stimpilsins blæs blöndunni inn í hjáveituna en efri hlutinn dregur blönduna upp. Það myndast þrýstingur í sveifarhúsinu en undirþrýstingur í brunahólfinu. Þessu er öfugt farið þegar stimpillinn er á uppleið því þá myndast þrýstingur fyrir ofan hann í brunahólfinu en undirþrýstingur í sveifarhúsinu sem þá dregur bensínblönduna þangað inn frá blöndungnum því sogspjaldið stendur opið.

Í Austur-Þýskalandi þótti mönnum ekkert tiltökumál að nota lögreglubíla knúna tvígengisvélum.

Þetta er ekki fullkomin lýsing á því hvernig tvígengisvél vinnur en það er auðveldara að átta sig á þessu þegar horft er á myndbandið fyrir neðan.  

Það er ekki auðvelt að sjá fyrir sér einhverja framtíð fyrir þessa gerð af vél jafnvel þó allri nýjustu tækni væri hlaðið utan á hana. En kannski hefur einhver betra ímyndunarafl en ég.

Fjórgengisvélin

Fjórgengisvél þarf að snúast tvo hringi á sveifarás til að klára að „sprengja“ einu sinni. Flestar af þeim ganga fyrir bensíni eða dísilolíu. Langalgengasta bílvélin hingað til en það gæti breyst á næstu árum.

Fjórgangurinn er svona: Stimpillinn fer niður og dregur inn loft (og bensín í eldri bensínvélum), það er kallað sogslag. Stimpillinn fer upp aftur og þjappar loftinu saman, það er kallað þjappslag. Rétt fyrir toppstöðu er sprautað inn eldsneyti og kveikt í með neista eða það kviknar í dísilolíu vegna hita. Við brunann þrýstist stimpillinn niður aftur, það er kallað aflslag. Þegar stimpillinn fer upp aftur þá blæs hann óloftinu sem myndaðist við brunann út í útblásturskerfið það er af augljósum ástæðum kallað útblástursslag. Sogslag, þjappslag, aflslag og útblástursslag, það er fjórgengisvélin.

Þetta er flókin vél en ég vil meina að það sé hægt að einfalda hana verulega með nútíma tækni. Það eru margir hreyfanlegir hlutir í henni sem þarf að stilla saman svo vélin virki rétt. Myndbandið fyrir neðan sýnir hvernig fjórgengisvélar vinna.

En eru dagar fjórgengisvélarinnar taldir með hugsanlegu banni við jarðefnaeldsneyti í náinni framtíð? Kannski ekki ef loftvélin sem fjallað hefur verið um á Bílablogginu verður að veruleika.

Loftvélin (The Dearman Engine) er fjórgengisvél en samt ekki brunavél. Vélin notar heitt vatn og mjög kalt (á milli -160°C og -200°C) fljótandi köfnunarefni eða andrúmsloft (andrúmsloft er tæplega 80 % köfnunarefni bæði varðandi þyngd og rúmmál) sem er sprautað inn í strokk rétt áður en stimpillinn nær toppstöðu en það er svipað því þegar eldsneyti er úðað inn í strokk í brunahreyfli. En í staðinn fyrir að það verði bruni þá snöggsýður ofurkalda köfnunarefnið (andrúmsloftið), það þenst út en rúmmálið verður 710 falt miðað við vökvaformið. Útblásturinn er bara loft sem er hægt að anda að sér.

Fleira er það ekki að sinni.

[Birtist fyrst í janúar 2021]
Fyrri grein

Gleymdu Toyoturnar: Óhreyfðar síðan 1974

Næsta grein

Framleiðsluspár um rafhlöður fyrir rafbíla í nánustu framtíð

Jón Helgi Þórisson

Jón Helgi Þórisson

Bifvélavirki og blaðamaður

Svipaðar greinar

Hyundai hlaut 10 leiðandi öryggisverðlaun frá IIHS

Hyundai hlaut 10 leiðandi öryggisverðlaun frá IIHS

Höf: Pétur R. Pétursson
20/03/2025
0

Bandaríska umferðaröryggisstofnunin IIHS (The Insurance Institute for Highway Safety) verðlaunaði nýlega kóresku fyrirtækjasamsteypuna Hyundai Motor Group (HMG) þegar fyrirtækið veitti...

Porsche mun setja á markað bensínsportjeppa til að selja ásamt rafmagns Macan

Porsche mun setja á markað bensínsportjeppa til að selja ásamt rafmagns Macan

Höf: Jóhannes Reykdal
16/03/2025
0

Porsche stefnir að jeppa með brunahreyfli sem gæti komið í staðinn fyrir bensín Macan þar sem bílaframleiðandinn eykur fjárfestingar í...

Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt óskar eftir gjaldþroti

Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt óskar eftir gjaldþroti

Höf: Jóhannes Reykdal
13/03/2025
0

STOCKHOLM - Northvolt, sænskur framleiðandi á rafhlöðum fyrir rafbíla, sagðist hafa farið fram á gjaldþrot í Svíþjóð, sem bindur enda...

Er vetnisbíladraumur Toyota að hrynja?

Er vetnisbíladraumur Toyota að hrynja?

Höf: Jóhannes Reykdal
30/12/2024
0

Toyota seldi færri en 150 rafknúin ökutæki sem fá frá orku frá vetni um allan heim í síðasta mánuði. Sala...

Næsta grein
Framleiðsluspár um rafhlöður fyrir rafbíla í nánustu framtíð

Framleiðsluspár um rafhlöður fyrir rafbíla í nánustu framtíð

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025
Álit

Peugeot E-5008 GT – sjö sæta bíll með nægu plássi!

07/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.